Stórkostleg kjúklingavefja á korteri

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er fátt betra en máltíð sem tekur stuttan tíma að útbúa! Hér er á ferðinni ein slík sem allir í fjölskyldunni elskuðu, þið getið síðan auðvitað sett það sem hugurinn girnist á milli en þessi samsetning var undursamleg! segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þessa uppskrift sem við erum að elska. Fljótleg, bragðgóð og afar einföld – alveg eins og við viljum hafa það.

Kjúklingavefja á kortéri

6 stykki (fyrir um 4 manns)

  • 6 stórar tortilla kökur
  • Um 1 ½ box Ali kjúklingastrimlar með salti og pipar (fulleldað)
  • 6 tsk. sýrður rjómi
  • 6 msk. salsasósa
  • Romaine salat
  • 3 avókadó (stöppuð)
  • Rifinn ostur
  • Nachos flögur
  • Matarolía til steikingar

Aðferð:

  1. Skerið inn í vefjuna miðja og ímyndið ykkur að henni sé skipt í fjórðunga.
  2. Smyrjið sýrðum rjóma á einn fjórðung og toppið með vel af kjúkling.
  3. Smyrjið salsasósu á næsta og toppið með niðurskornu salati.
  4. Smyrjið stöppuðu avókadó á næsta hluta og setjið loks rifinn ost og nachos flögur á þann síðasta.
  5. Hitið olíu á pönnu og steikið vefjuna við meðalháan hita í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til hún brúnast og hitnar í gegn.
  6. Berið fram með salsasósu, sýrðum rjóma og nachos flögum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert