Þetta gæti verið að trufla nætursvefninn

Svefninn er okkur afar mikilvægur.
Svefninn er okkur afar mikilvægur. mbl.is/Cozy Living

Það hefur sýnt sig og sannað að ljós og lýsing getur haft mikil áhrif á svefninn okkar – og er í raun eitt af því helsta sem heldur fyrir okkur vöku á nóttunni. Lampar með dimmara, eru þar engin undantekning. Hér fyrir neðan er ráð hvernig megi laga þetta á einfaldan máta. 

Köld lýsing - hlý lýsing
Ljósið frá símanum okkar eða LED lampanum á náttborðinu, er með svokölluðu ‘bláu’ eða köldu skæru ljósi sem hefur áhrif á melatóníið í líkamanum. Þá hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að hlý lýsing er langt um betri fyrir kroppinn þinn. Svo ef þú vilt tryggja betri svefn, þá skaltu leggja símann frá þér og skipta um peru í lampanum. Annað ráð er að fá sér svokallaðar smart-perur sem þú getur stýrt og breytt um liti eftir þörfum. 

mbl.is