Svona þeytir þú rjóma án hjálpartækja

Það er lítið mál að þeyta rjóma með poka við …
Það er lítið mál að þeyta rjóma með poka við hendina. mbl.is/Getty Images

Þegar við erum ekki með réttu áhöldin við hendina til að þeyta rjómann, þá er gott að kunna trix sem þetta hér. Því við látum ekki neitt stoppa okkur í því að fá nýþeyttan rjóma á hverskyns kökumix eða kakóbolla sem við erum að eltast við.

Svona þeytir þú rjóma í plastpoka

  • Hellið rjómanum í poka og snúið upp á til að loka - svo að pokinn fyllist upp með lofti.
  • Haldið fast í annan endann og hrisstið pokann í 1 mínútu þar til það hættir að heyrast „sullhljóð”. Fylgist vel með rjómanum, því það er gaman að hrissta pokann og þá er hætta á að rjóminn breytist í smjör - sé hann þeyttur of mikið.
  • Hér má einnig notast við glerkrukku í stað poka, passið bara að það sé nægilegt loft með til að rjóminn geti orðið til þess sem hann á að vera.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert