Ostakakan sem kveikti í TikTok

Ostakaka með Maltesers-kúlum er alltaf góð hugmynd.
Ostakaka með Maltesers-kúlum er alltaf góð hugmynd. Ljósmynd/Samsett

Það er fátt betra en silkimjúk ostakaka. Þegar Maltesers-kúlum er bætt við þennan ómótstæðilega eftirrétt verður blandan hreinlega syndsamleg. Hér er að finna uppskrift að maltesers-ostaköku sem er hálf ómögulegt að klára ekki sjálfur. 

Ostakaka með Maltesers-kúlum

Botn

 • 450 g Maltesers-kúlur 
 • 70 g smjörlíki (bráðið) 

Fylling

 • 200 g mjólkursúkkulaði
 • 100 g dökkt súkkulaði
 • 200 ml rjómi
 • 60 g flórsykur
 • 60 g maltduft (valfrjálst en fæst á Amazon)

Til skrauts

 • 200 ml þeyttur rjómi
 • 100 g Maltesers-kúlur

Aðferð

 1. Byrjið á að setja Maltesers-kúlurnar í matvinnsluvél og mala niður í fínt duft. 

 2. Setjið í skál ásamt bræddu smjöri og blandið vel saman.

 3. Hellið blöndunni í bökunarform og passið að þrýsta henni vel niður í formið til þess að móta hinn fullkomna ostakökubotn. 

 4. Setjið formið í ísskáp til þess að kælast á meðan þið útbúið fyllinguna. 

Fylling

 1. Blandið saman mjólkursúkkulaði og dökku súkkulaði í pott og látið bráðna við lágan hita. 

 2. Hrærið saman rjómaostinn, rjómann, flórsykur, maltduft og súkkulaðið sem á nú að vera bráðið. 

 3. Hellið fyllingunni varlega yfir botninn og dreifið vel yfir botninn. 

Til skrauts

 1. Kælið ostakökuna í sex klukkustundir eða yfir nótt. Skreytið með þeyttum rjóma og Maltesers-kúlum og njótið.
@jonwatts88 Malteser Cheesecake WITH A MALTESER BASE!!!! 😍🤩 You will love this one and it’s so simple to make! 👌#nobake#cheesecake#recipe#chocolate ♬ Eyes Closed - Ed Sheeranmbl.is