Hinsegin kokteillinn hans Ivans

Ivan Svanur Corvasce galdra hér fram kokteilinn sem steinliggur í …
Ivan Svanur Corvasce galdra hér fram kokteilinn sem steinliggur í tilefni af Hinsegin dögum, Pride & Joy, sem er litríkur og bragðgóður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú er Hinsegin dagarnir í hámæli og allt að gerast og þá er lag að blanda litríkan kokteil og trylla lýðinn. Ivan Svanur Corsvace, barþjónn með meiru og eigandi Vínskólans á Spritz, er með enn og aftur með puttann á púlsinum þegar kemur að galdra fram kokteil sem hæfir tilefninu. Ivan Svanur er hæfileikaríkur og listrænn á sínu sviði sinni og hefur gott skynbragð á hvað kokteilar falla í kramið hverju sinni. Hann mælir með þessum dásamlega litríka og skemmtilega kokteil sem ber enska heitið Pride & Joy.

Gaman er að bera fram svona litríka og fallegan kokteil …
Gaman er að bera fram svona litríka og fallegan kokteil skreyttan með regnboganammi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pride & Joy

  • 35 ml Himbrimi Winterbird (eða annað gin)
  • 25 ml isoni Rosolio
  • 25 ml ferskur sítrónusafi
  • 10 ml sykursíróp
  • 10 ml Aquafaba

Aðferð:

  1. Hrist saman með helling af klaka.
  2. Hellt í fallegt glas sem klæðir kokteilinn vel.

Butterfly pea te á toppinn

  • Butterfly pea te
  • 100 ml vatn
  • 1 tsk. sítrónu safi
  • Vidal Regnboganammi á toppinn.

Aðferð:

  1. Blandið butterfly pea tei og 100 ml af vatni saman, setjið svo teskeið af sítrónusafa út í og hrærið þar til vatnið verður fjólublátt.
  2. Hellið því svo varlega útí drykkinn.
  3. Setjið síðan Vidal Regnboganaammi á toppinn.
  4. Njótið vel.
Ivan Svanur Corvasce er annálaður fyrir störf sín sem barþjónn …
Ivan Svanur Corvasce er annálaður fyrir störf sín sem barþjónn og Vínskólann á Spritz þar sem leyndardóma kokteilanna er meðal annars að finna. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert