Uppskriftirnar sem steinliggja fyrir vikuna

Matarvefurinn býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er …
Matarvefurinn býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er hinn girnilegasti. Samsett mynd

Matarvefurinn býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er hinn girnilegasti og á vel þegar sumri tekur að halla. Hefðbundin rútína er að bresta á og landsmenn eru að njóta síðustu sólargeisla sumarsins. Uppskera sumarsins að koma í hús og þá er upplagt að nýta hana í matargerðina. 

Grilluð rauðspretta með ljúffengu meðlæti.
Grilluð rauðspretta með ljúffengu meðlæti. mbl.is//Kristinn Magnússon

Mánudagur – Grilluð rauðspretta að hætti Úlfars

„Góður grillaður fiskur er kærkomin í upphafi vikunnar. Úlfar Örn Úlfarsson á heiðurinn að þessari girnilegu grilluðu rauðsprettu sem borin er fram með ljúffengu meðlæti.“

Kóngarækjur grillaðar á spjóti með grænmeti eru hreint sælgæti.
Kóngarækjur grillaðar á spjóti með grænmeti eru hreint sælgæti.

Þriðjudagur – Grillaðar kóngarækjur á spjóti

„Kóngarækjur eru ótrúlega bragðgóðar og tekur stutta stund að grilla þær. Flestir elska að fá grillaða rétti sem eru bæði fallegir og léttir í maga. Kóngarækjur eru veislumatur og það má vel leyfa sér þessar á þriðjudegi.“

 
Kjúklingalasagna á mexíkóska vísu að hætti Höllu Báru sem bragð …
Kjúklingalasagna á mexíkóska vísu að hætti Höllu Báru sem bragð er af. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Miðvikudagur – Dýrðlegt mexíkóskt kjúklingalasagna

„Í miðri viku er ekkert dásamlegar en að útbúa ljúffengt lasagna sem bragð er af. Gaman er að breyta til og fá sér kjúklingalasagna á mexíkóska vísu. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Höllu Báru.“

Þessi karríkókospottréttur á eftir að slá í gegn.
Þessi karríkókospottréttur á eftir að slá í gegn. Ljósmynd/Albert Eiríksson

Fimmtudagur – Karríkókospottrétturinn sem þú borðar yfir þig af

„Þessi saðsami og girnilegi karríkókospottréttur er grænmetisréttur af betri gerðinni og kemur frá Ísafirði. Sagt er að þetta sé rétturinn sem þú borðar yfir þig af og það reyndist rétt, það er ekki hægt að stoppa, þessi réttur er svo góður og að setja banana út í gerir útslagið.“

Andalæri með sellerírótarmús og asian fusionsósu bráðnar í munni.
Andalæri með sellerírótarmús og asian fusionsósu bráðnar í munni. Ljósmynd/Sjöfn

Föstudagur – Andalæri á franska vísu sem bráðnar í munni

„Þessi réttur er fullkominn til að njóta á föstudagskvöldi, Confit de Canard eða andalæri á franska vísu með asísku yfirbragði. Meðlætið með andalærinu er líka girnilegt og passar vel með. Meðlætið er sellerírótarmús, asian fusionsósa og koníakskaramelluð epli. Þetta er hin fullkomna samsetning með andalærinu og bráðnar í munni. Það er líka gott að vera með edamamebaunir til hliðar.“

Ribeye-steik með chimichurri steinliggur á laugardagskvöldi.
Ribeye-steik með chimichurri steinliggur á laugardagskvöldi. mbl.is/Arnþór

Laugardagur - Unaðsleg ribeye-steik á grillið

„Þar sem nú er síðsumar og sumarblíðan hefur verið með eindæmum góð síðustu daga er upplagt að grilla ribeye-steik og njóta. Ótrúlega gott er að njóta hennar með góðri chimichurri og hasselback kartöflu.“

Lúxus útgáfan af Egg Benedict er með reyktum laxi og …
Lúxus útgáfan af Egg Benedict er með reyktum laxi og á vel við á sunnudagsmorgni. Unsplash/John Baker

Sunnudagur – Lúxus útgáfa af Egg Benedict og lambalæri með bestu sósunni

„Sunnudagar eiga vera dekur dagar í mat og drykk. Gott er að byrja á daginn á lúxus útgáfu af Egg Benedict, það besta væri að fá það borið fram á bakka upp í rúm. Eins og hefð var fyrir hér áður fyrir þá er lambalærið ekta sunnudagsmatur. Hér er uppskrift af lambalæri með bestu sósunni sem allir sælkera elska. Þetta er góð uppskrift af sunnudegi þegar kemur að mat.“

Hefð hefur verið í áranna rás að bjóða upp á …
Hefð hefur verið í áranna rás að bjóða upp á lambalæri á sunnudagskvöldi og íslenska lambið klikkar aldrei, Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert