Íslenska kokkalandsliðið ætlar á verðlaunapallinn

Landsliðsþjálfarinn Snædís Xyza Mae Jónsdóttir matreiðslumeistari, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins ,segir …
Landsliðsþjálfarinn Snædís Xyza Mae Jónsdóttir matreiðslumeistari, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins ,segir að landsliðið ætli sér á verðlaunapallinn. mbl.is/Hákon Pálsson

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir matreiðslumeistari er þjálfari íslenska kokkalandsliðsins og Klúbbur matreiðslumeistara rekur landsliðið. Snædís er yfirmatreiðslumaður á ION Adventure hóteli í dag og hefur unnið þar í liðlega tvö ár. Ástríða hennar fyrir matreiðslu og öllu henni tengdu skín í gegn og hefur Snædís tekið þátt í fjölmörgum keppnum með íslenska kokkalandsliðinu. Snædís ætlar sér stóra hluti á næstu Ólympíuleikum með landsliðinu, hokin reynslu og þekkingu eftir þátttöku sína í keppni á liðnum árum.

Landsliðið býr að mikilli og sterkri liðsheild og öll ætla …
Landsliðið býr að mikilli og sterkri liðsheild og öll ætla þau á verðlaunapallinn saman. mbl.is/Hákon Pálsson

Þjálfarinn velur landsliðið

Snædís segir að það sé ótrúlega spennandi að vera að þjálfa kokkalandsliðið. „Allt öðruvísi að vera hinum megin við borðið en ekki í búrinu, en ég tek náttúrulega allt sem ég hef lært og kann í dag eftir veru mína landsliðinu í gegnum árin með mér í þetta verkefni og mata liðið með þeirri kunnáttu,“ segir Snædís. Einnig sé ég um að liðið keppi eftir reglum sem eru settar fyrir og mikilvægt að liðið hafi réttar upplýsingar hverjar reglurnar eru svo við fáum ekki mínusa fyrir því. Það er þjálfarans að velja í landsliðið og það kom því í hlut Snædísar að velja einstaklinga í landsliðið. Þegar hún spurð út í hvað það sé sem hún horfi til og hafi að leiðarljósi þegar kemur að þessu erfiða vali er svarið skýrt. „Keppnisreynsla er alltaf eitthvað sem ég horfi á. Ég tek alltaf alla í viðtal áður en ég vel í liðið og stilli svo upp liðinu, hverjir verða í búrinu og hverjir verða á bekknum. En þú þarft að sjálfsögðu að vera útskrifaður matreiðslumaður til að geta verið í kokkalandsliðinu.“

Keppnisliðið sem keppir í búrinu telur sex matreiðslumenn. Liðið í heild sinni gerir samtals tíu meðlimi og 11 með Snædísi. Landsliðið er skipað eftirtöldum meðlimum:

Snædís þjálfari

Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði

Hugi Stefánsson

Úlfar Örn Úlfarsson

Gabríel K. Bjarnason

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir

Ólöf Ólafsdóttir

Bjarki Snær Þorsteinsson

Kristín Birta Ólafsdóttir

Jafet Bergmann Viðarsson

María Shramko sem er sykurdrottning liðsins

„Svo erum við með sex grjótharða aðstoðarmenn,“ segir Snædís og áréttar að það skipti sköpun fyrir liðið að hafa aðstoðarmennina.

Fyrirliðinn Ísak Aron Jóhannsson er fyrirliði landsliðisins og sér um …
Fyrirliðinn Ísak Aron Jóhannsson er fyrirliði landsliðisins og sér um að hvetja sitt fólk til dáða. mbl.is/Hákon Pálsson

En hvað þýðir í raun að vera í búrinu?

„Að vera í búrinu er í raun keppnisliðið. Þeir sem eru í kokkalandsliðinu keppast um að vera í búrinu og stefna alltaf á að enda í búrinu, hvort sem það væri tímabilið sem þau eru í eða þá því næsta. Aðeins sex liðsmenn geta verið í búrinu fyrir utan uppvaskara sem er þá sjöundi liðsmaðurinn. Uppvaskarinn gegnir jafn mikilvægu starfi og að þeir sem elda. Störf og vinnubrögð uppvaskarans eru einnig dæmt og hafa áhrif á stigagjöf. Það er leiðinlegt að uppvaskarinn sé ekki dæmdur sem liðsmaður þar sem það er lykilatriði að allt sé hreint og fullkomið skipulag og æfingar snúast einnig um uppvaskið. Hvernig við ætlum að hafa það í keppninni,“ segir Snædís.

Hlutverk aðstoðarmannanna eru líka mjög brýn. „Aðstoðarmennirnir taka ávallt þátt og eru með okkur í öllum undirbúning fyrir æfingar og aðstoða okkur með uppstillingu fyrir tímaæfingar sem og frágang. Við værum nokkuð hjálplaus án þeirra og öllum þeim sem koma að landsliðinu á einn og annan hátt.“

Stífir æfingadagar alveg fram að keppni

Nú eru þið að undirbúa ykkur fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í febrúar, hvernig fer undirbúningurinn fram?

„Við erum með frábæra aðstöðu upp í Matvís og þar er æfingaeldhúsið okkar staðsett. Við æfum aðra hverja viku, þrjá daga í röð, þá sunnudaga til þriðjudaga. Þó svo að æfingarnar séu fastir dagar þá er liðið alltaf að æfa einhverja daga aukalega fyrir þessa föstu æfingardaga.

Sunnudaga mætum við og hefjum undirbúning fyrir „Restaurant of nation“ eða Heita eldhúsið eins og við köllum það sem er fyrir 110 manns og „Chef Table“ eða kalda borðið.

Mánudagana tökum við Heita eldhúsið og Kalda borðið á þriðjudögum. Dagarnir okkar byrja klukkan átta á morgnana og við hitum upp í eldhúsinu og fáum okkur oftast hafragraut í morgunmat. Síðan hópum við okkur saman í að undirbúa, stilla upp og vigta hráefni fyrir æfingarnar. Þessir dagar eru oft mjög stífir og geta farið upp í sextán til sautján klukkustunda vinnudag. Á mánudögum er mæting klukkan tíu og við klárum í kringum eitt á nóttunni síðan er mæting aftur átta, morguninn eftir, þriðjudaginn og þá erum við yfirleitt að klára í kringum átta um kvöldið. Þetta er því mikil keyrsla og langur tími sem fer í undirbúninginn.“

Aginn og metnaðurinn er í hávegum hafður á tímaæfingunum. „Þá koma dómarar bæði til að dæma eldhúsið og einnig matinn. Við erum ekki bara dæmd fyrir að gera góðan mat heldur er eldhúsið 40% af einkunninni og maturinn 50% og útlitið 10%. Þannig æfingar snúast mjög mikið að eldhúsið sé eins hreint og það mögulega getur verið og þar á meðal allar vinnuaðferðir, geymsluaðferðir hráefna og hugað er að hitastiginu,“ segir Snædís og bætir við að þarna þurfi ávallt að fylgja hverju smáatriði vel eftir.

Án baklandsins væri þetta ekki raunhæft

Stór hópur stendur að hverri æfingu og aðstoðar landsliðið. „Ég er með sérstakt bakland til að mynda aðeins í kringum mig sem þjálfara og svo stendur Klúbbur matreiðslumanna sem rekur landsliðið ávallt bak við okkur. Án þeirra væri ekkert landslið. Gömlu risaeðlurnar eins og við köllum þá, gömlu kokkana okkar, eru ekkert smá duglegir að koma og aðstoða okkur að dekka upp salinn þegar 110 manna æfingarnar eru og eru alltaf til taks þegar maður þarf á einhvers konar aðstoð á að halda. Síðan eru það aðstoðarmennirnir sem má alls ekki gleyma.“

Tvær keppnisgreinar á Ólympíuleikunum

Keppnisgreinarnar sem landsliðið keppir í á Ólympíuleikunum eru tvær. „Greinarnar sem við keppum í er Restaurant of nation og Chef Table. Síðan er fyrir fram ákveðinn matseðill, við ákveðum matseðilinn í Restaurant of nation sem er 3ja rétta matseðill sem inniheldur forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Síðan er það Chef Table sem er 12 rétta seðill, sem er meira „fine dining“ uppsetning.“

Aðspurð segir Snædís matseðillinn vera þróaðan af liðinu. „Hann þarf að sjálfsögðu að vera raunhæfur, einnig eru margar reglur og pælingar þegar kemur að þróun og hönnun. Þetta er allt sem við þurfum að rýna vel í áður en við sendum út matseðilinn og mynd þar sem ekki er hægt að breyta honum og ef svo kæmi til þá myndum við fá mínus fyrir það. Bæði matseðill og mynd þurfa að standast samanburð í keppninni þegar dómari fær diskinn á borðið hjá sér.“ Allt hráefnið í matargerðina er íslenskt og er ávallt fyrsta val. „Það skiptir okkur máli að geta komið með íslensk hráefni inn í keppnina og erum mjög stolt af því. Það er oftast íslenskt þema sem við vinnum með.“

Hvað er það sem skiptir sköpun í keppni sem þessari til að allt gangi upp?

„Allan daginn er það liðsandinn. Ef hann er ekki til staðar er erfitt að ná toppárangri. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á hvort sem það eru röksemdir með val á próteini á disk eða hvort við ættum að setja skyr í eftirréttinn eða ekki. En á meðan allir eru sammála því að við erum að keppa saman sem lið og leggjum allt í þetta þá er það sem skiptir öllu máli. Vinnusemi, metnaður og fórnir ef ég á að vera alveg hreinskilin. Af því maður velur sér að keppa með liði með sama markmið og þú og það mindset þarf að vera til staðar. Því allir í liðinu kunna að elda góðan mat.“

Markmiðið að fara alla leið

Væntingar liðsins eru miklar og spennan fyrir þátttökunni er ólýsanleg. „Við erum gríðarlega spennt fyrir Ólympíuleikunum og ég trúi að þetta verði geggjuð keppni. Það er líka gaman að hitta vini sína úr hinum liðunum sem maður hefur verið að keppa á móti síðustu mótum og kynnst gegnum keppnisferli.“ Markmið liðsins er hátt og ekkert verður gefið eftir. „Að sjálfsögðu er það verðlaunapallurinn, þangað ætlum við,“ segir Snædís stolt.

Er markmiðið raunhæft?

„Já, klárlega. Við lentum á palli síðast og náðum í bronsið, 3. sæti. Sem er besti árangur Íslands hingað til og það væri mjög gaman að lenda á palli aftur. Árið 2020 fórum við út með að leiðarljósi að ná 5. sætið þar sem það var besti árangur Íslands. Við höfðum ekki getað náð þeim árangri síðan árið 2014 og ákváðum að gefa okkur öll í þetta og það skilaði sér,“ segir Snædís að lokum full af eldmóði og krafti fyrir næstu æfingakeyrslu með sínu liði.

Gabríel Kr. Bjarnason er matreiðslumaður á Michelin-stjörnustaðnum Dill.
Gabríel Kr. Bjarnason er matreiðslumaður á Michelin-stjörnustaðnum Dill. mbl.is/Hákon Pálsson
Úlfar Ö. Úlfarsson, einn meðlima í kokkalandsliðsins, segir föður sinn …
Úlfar Ö. Úlfarsson, einn meðlima í kokkalandsliðsins, segir föður sinn vera fyrirmynd sína í matargerðinni. mbl.is/Hákon Pálsson
Eftirréttameistarinn Ólöf Ólafsdóttir kondítor er þekkt fyrir eftirrétti sína og …
Eftirréttameistarinn Ólöf Ólafsdóttir kondítor er þekkt fyrir eftirrétti sína og verður í búr- inu með landsliðinu. mbl.is/Hákon Pálsson
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir matreiðslumaður starfar á Fjallkonunni og hefur …
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir matreiðslumaður starfar á Fjallkonunni og hefur mikla ástríðu fyrir fagi sínu. mbl.is/Hákon Pálsson
Æfingarnar þessa dagana eru stífar og kokkalandsliðið er með öflugt …
Æfingarnar þessa dagana eru stífar og kokkalandsliðið er með öflugt bakland sem aðstoðar það við æfingar. mbl.is/Hákon Pálsson
Hugsa þarf fyrir hverju einasta smáatriði í eldhúsinu.
Hugsa þarf fyrir hverju einasta smáatriði í eldhúsinu. mbl.is/Hákon Pálsson
Snædís hefur verið í búrinu undanfarin ár og segir það …
Snædís hefur verið í búrinu undanfarin ár og segir það skrýtna tilfinningu að standa utan þess núna. Engu að síður mikinn heiður að vera þjálfari liðsins. mbl.is/Hákon Pálsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert