Fullkomið jólameðlæti að hætti Ellu

Jólameðlætið sem klikkar ekki!
Jólameðlætið sem klikkar ekki! Mbl.is/Deliciously Ella

Ein af okkar uppáhalds matarbloggurum, Deliciously Ella – færir okkur hér hið fullkomna jólameðlæti sem hentar með flest öllum mat. Stórir sætkartöflubátar með kanil og rósmarín sem kitla bragðlaukana og getur ekki klikkað. 

Fullkomið jólameðlæti að hætti Ellu

  • 2 stórar sætar kartöflur
  • 1 msk. kanill
  • 1 msk. papríkuduft
  • Ferskt rósmarín
  • Ólífuolía
  • Salt

Aðferð:

  1. Hitiið ofninn á 190°C.
  2. Skolið kartöflurnar og skerið í þykka, jafna báta. Setjið bátana á bökunarplötu og hellið nóg af ólífuolíu, salti, papríkudufti og kanil yfir. Notið síðan hendurnar til að velta kartöflunum upp úr blöndunni -  þannig að allir bátarnir séu með olíu og kryddi. Leggið síðan rósmarínstilka ofan á.
  3. Látið bakast í um það bil klukkutíma og snúið bátunum einu sinni eða tvisvar á meðan þeir eru í ofninum, til að þeir bakist jafnt.
  4. Þegar kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn, þá eru þær tilbúnar til að bera fram.
Best er að skera kartöflurnar í stóra þykka bita.
Best er að skera kartöflurnar í stóra þykka bita. Mbl.is/Deliciously Ella
mbl.is