Þýskur landsliðsmaður orðaður við Liverpool

Florian Neuhaus gæti farið til Liverpool eftir EM.
Florian Neuhaus gæti farið til Liverpool eftir EM. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool fylgist vel með þýska miðjumanninum Florian Neuhaus. Leikmaðurinn skoraði sex mörk og lagði upp sex til viðbótar fyrir Borussia Mönchengladbach í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Neuhaus hefur einnig verið orðaður við Bayern München en SportBild í Þýskalandi segir Liverpool líklegra í baráttunni um leikmanninn. Er honum ætlað að fylla í það skarð sem Georginio Wijnaldum skilur eftir sig, en hann fór til PSG í gær.

Gladbach vill um 40 milljónir evra fyrir Neuhaus sem er 24 ára gamall. Hann hefur leikið sex A-landsleiki fyrir Þýskaland og er í þýska hópnum á EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert