Sex atriði sem þú þarft að hætta

Stundum þarf hreinlega að hætta.
Stundum þarf hreinlega að hætta. mbl.is/Thinkstockphotos

Einhvern tíman var það talið merki um að ganga illa ef maður hætti í einhverju eins og til dæmis skóla. Í grein Entrepreneur er farið yfir af hverju það er stundum mikilvægt að hætta. Að hætta getur nefnilega opnað ný tækifæri þegar hætt er við mislukkað verkefni, hætt er í leiðinlegri vinnu eða sambandi sem er ekki að virka. 

Það er hæfileiki að vita hvenær það er tími til þess að hætta en það er sem betur fer hægt að æfa sig í því enda tilgangslaust að halda áfram að gera eitthvað sem er ekki að virka. 

Hættu að efast um sjálfan þig

Sjálfstraust skiptir miklu máli þegar kemur að því að ná árangri. Tölvufyrirtækið Hewlett-Packard gerði til dæmis áhugaverða könnun á meðal fólks sem sótti um stöðuhækkun hjá þeim. En það kom til dæmis í ljós að konur sóttu bara um stöðuhækkunina þegar þær uppfylltu öll skilyrði en karlmenn þegar þeir uppfylltu 60 prósent skilyrðanna. Það er nefnilega oft sem það er sjálfstraust sem skilur að milli fólks. 

Hættu að fresta

Það er alltaf auðvelt að fresta hlutum til morgundagsins. Vandamálið er hinsvegar að „á morgun“ kemur aldrei. Þetta er einfaldlega afsökun sem þýðir að þú vilt eiginlega ekki gera þetta eða þú vilt sjá árangurinn en þú nennir ekki að leggja á þig þá vinnu sem fylgir honum. 

Hættu að halda að þú eigir ekki val

Það er alltaf hægt að velja, stundum virðist kannski kostirnir vera allir jafn slæmir en það er að minnsta kosti val til staðar. Með því að halda því fram að þú eigir ekki annarra kosta völ lætur þú eins og þú sért fórnalamb. En með því að halda í valmöguleikana og velja sjálfur ert þú við stjórnvölinn og það er það sem kemur þér áfram. 

Hættu að búast við mismunandi útkomu þegar þú gerir sama hlutinn aftur og aftur 

Albert Einstein sagði að það væri brjálæði að gera sama hlutinn aftur og búast við annarri niðurstöðu. Ef þú vilt fá aðra niðurstöðu þarftu að breyta aðferðum þínum, jafnvel þó svo að það geti verið erfitt. 

Hættu að hugsa að vandamálið leysist sjálfkrafa

Vandamál leysast aldrei af sjálfum sér þú þarft að leita lausna. Þetta á við á mörgum sviðum til dæmis ekki búast við að fá stöðuhækkun án þess að biðja um hana eða ekki búast við því að vinnufélagar þínir biðji þig um að vinna aukalega þegar þú segir alltaf já. 

Hættu að segja „já“

Rannsókn sem University of California gerði sýndi að meira stress fylgdi þeim sem áttu erfitt með að segja nei við hlutum. Fólk ætti ekki að vera hrætt við að segja nei en með því að geta neitað hlutum ertu frjálsari og getur nýtt tíma þinn og orku til þess að gera það sem er þér mikilvægt. 

Það er mikilvægt að geta sagt nei þegar maður er ...
Það er mikilvægt að geta sagt nei þegar maður er beðinn um að vinna frameftir. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

08:00 „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

Í gær, 23:59 Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

Í gær, 21:00 Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

Í gær, 18:00 Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í gær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í gær Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

í gær Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

í gær Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

í fyrradag Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

í fyrradag Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

18.2. Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

18.2. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

18.2. Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

18.2. Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »