Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

Olgu Helenu og Eyrúnu Önnu fannst vanta almennilega minningabók fyrir ...
Olgu Helenu og Eyrúnu Önnu fannst vanta almennilega minningabók fyrir syni sína. ljósmynd/Antonía Lárusdóttir

Olga Helena Ólafsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. Ásamt því að vera markaðsstjóri hjá 24Iceland, meistaranemi og hóptímakennari og einkaþjálfari hjá World Class stofnaði hún nýverið netverslunina Von með vinkonu sinni, Eyrúnu Önnu. Fyrsta varan er komin út en það er minningabók fyrir fyrsta ár barnsins. Smartland spurði Olgu Helenu út í bókina og móðurhlutverkið. 

Hvaðan kom hugmyndin að bókinni? 

Hugmyndin kom þegar ég og vinkona mín Eyrún Anna vorum báðar óléttar í verslunarleiðangri í leit af fallegri bók fyrir strákana okkar til að skrá niður ýmsar minningar. Eftir að hafa skoðað úrvalið fannst okkur vanta bók sem uppfyllti okkar væntingar. Því ákváðum við að hanna fallega minningabók sem varðveitir allar yndislegu minningarnar frá fyrsta ári barnsins. Við tók langur en skemmtilegur tími sem fór í hönnun og hugmyndavinnu. Að hanna sína eigin vöru með ungbarn krafðist skipulags og þrautseigju. Við hönnun á bókinni skoðuðum við margar bækur bæði á íslensku og ensku ásamt því að spyrja bæði foreldra og verðandi foreldra hvað þeim þætti mikilvægt að kæmi fram. Fólk sýndi mikinn áhuga á bókinni og gaf það okkur aukið sjálfstraust í að láta hana verða að veruleika.

Af hverju er mikilvægt að varðveita minningar á bók fyrstu árin?

Á fyrsta ári barnsins gerast ótrúlega mörg kraftaverk sem þú vilt varðveita og gaman er að halda utan um. Þú vilt muna eftir fyrsta brosinu, fyrsta skrefinu, fyrsta orðinu og fleiri merkum atburðum. Í bókinni eru kaflar sem hægt er að fylla inn í eins og meðganga, fæðing, fyrsta nóttin heima, nafngift, steypiboð (e. babyshower), ættartré, merkir viðburðir, hver mánuður fyrir sig, eins árs afmæli og nóg pláss fyrir myndir.

Hvernig var tilfinningin að framleiða sína eigin vöru?

Allt ferlið hefur verið lærdómsríkt en mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða á arminum. Þegar við fengum vöruna tilbúna í hendurnar og komið var að því að opna síðuna fundum við stresshnút í maganum en á sama tíma tilhlökkun og spenning fyrir komandi tímum.

Hvernig móðir vilt þú vera?

Ég vil vera móðir sem alltaf er til staðar fyrir börnin mín. Vil hvetja þau til að elta markmið sín og láta drauma sína rætast.

Hvernig breyttist lífið eftir að þú eignaðist barn? 

Lífið breyttist heldur betur. Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lærir á lífið. Það er yndisleg tilfinning að fá svona litla mannveru í hendurnar og takast á við þau verkefni sem fylgja því. Ég trúði ekki að hægt væri að elska einhvern svona heitt og skilyrðislaust. Þú horfir á litla manneskju sem þú í alvörunni bjóst til.

Hvernig hafa viðtökurnar við bókinni verið?

Viðtökur við bókinni hafa farið langt fram úr okkar væntingum og erum við ótrúlega þakklátar fyrir öll jákvæðu viðbrögðin sem hún hefur fengið. Fyrsta upplag er langt á veg komið og nú þegar höfum við pantað fleiri eintök.

Eru þið byrjaðar á næsta verkefni?

Já, það eru nokkur verkefni sem við erum nú þegar byrjaðar að vinna að og gerum við ráð fyrir að næsta vara komi á markaðinn á næstu mánuðum.

Hægt er að panta bókina inn á Facebook-síðu Von Verslun.

Olga Helana og Eyrún Anna.
Olga Helana og Eyrún Anna. ljósmynd/Antonía Lárusdóttir
mbl.is

Allt á útopnu í Geysi

13:16 Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

11:06 „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

08:00 „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

Í gær, 23:59 Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

í gær Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

í gær Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í gær Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í gær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

í gær Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

í gær Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

19.2. Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

19.2. Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

18.2. Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

18.2. Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »