Nördar ná árangri á sínu sviði

Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi, að sögn Andreu Róbertsdóttur en hún notar hana mikið í starfi sínu sem stjórnandi. Að hennar mati er mikilvægt að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti þar sem einstaklingar uppgötva sig aftur og aftur á tímum breytinga.

Andrea starfaði síðast sem mannauðsstjóri RÚV og hefur komið víða við eins og á sviði menntamála og verið forstöðumaður fjarskiptafyrirtækis sem hefur skilað henni víðtækri stjórnendareynslu. Nýverið lauk hún námi í jákvæðri sálfræði og hefur samhliða flutt erindi um hvernig má hagnýta fræðin á vinnustöðum og í vinnusambandinu öllu. Hún segir jákvæða sálfræði hafa gagnast henni vel í þjónustuveitingu og breytingastjórnun þar sem lögð er áhersla á að skapa vinsamlegt umhverfi og koma fólki í gegnum breytingar á umhyggjusaman hátt.

Hvað er jákvæð sálfræði?

„Jákvæð sálfræði er þverfagleg, vísindaleg nálgun sem hefur það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum hliðum mannsins eins og styrkleikum, vellíðan og hamingju. Hér er á ferðinni mikilvæg verkfærakista í nútímasamfélagi sem einkennist af hraða, breytingum, streitu og neysluhyggju. Hægt er að hagnýta fræðin með jákvæðum inngripum og ýta undir og efla það sem er jákvætt þ.e. hugsanir, tilfinningar og hegðun.“

Öflug leið til að vinna gegn streitu

Getur þú komið með dæmi um jákvæð inngrip?

„Það er hægt að bæta líðan og ýta undir og efla það sem er jákvætt. Að greina styrkleika og nota þá jafnvel á nýjan hátt er gott dæmi sem og vinna með þakklæti. Oft er þetta líka spurning um framsetningu til að hjálpa fólki að velja hollari kostinn þegar kemur að hreyfingu og mataræði. Fjölmargir þekkja síðan núvitund og margar rannsóknir hafa verið gerðar til dæmis á ástundun núvitundaræfinga og niðurstöður sýna að hér er á ferðinni öflug leið til að vinna gegn streitu, hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og þannig mætti lengi telja. Þeir sem vilja vera vakandi fyrir því sem er að gerast vilja jafnvel kynnast hvaða aðstæður eru góðar fyrir þá og þeir sem vilja bregðast við af yfirvegun ættu að prófa.“

Hvers vegna ákvaðstu að fara í jákvæða sálfræði?

„Ég hef í mínu starfi sem stjórnandi verið að fóstra nærumhverfið, hvetja fólk til að sækja styrk í hvort annað og tala saman. Ég hef verið að nýta mér jákvæða sálfræði í starfi í langan tíma og vildi bara kafa dýpra í niðurstöður rannsókna á sviðinu og efla mig á sviðinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi.“

Að skapa hvetjandi umræðuhefð

Þú hefur verið að flytja erindi, getur þú gefið mér dæmi um slík erindi?

„Ég hef verið að flytja erindi um allt er varðar vinnustaði og vinnusambandið út frá víðtækri reynslu af mannauðsmálum og stjórnun. Það er af svo mörgu að taka en ég get nefnt erindi um bætt samskipti, starfsskilyrði, vinnumenningu og liðsheild. Jákvæð sálfræði hefur reynst mér vel er kemur að breytingastjórnun og þjónustuveitingu þar sem mér finnst mikilvægt að skapa vinsamlegt umhverfi og koma fólki í gegnum breytingar á umhyggjusaman hátt. Í stefnumótun í dag þarf að skora á viðteknar venjur og hvernig hlutirnir eru unnir. Til að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti er mikilvægt að skapa hvetjandi umræðuhefð og auka skilning fólks á tilvist og tilveru sinni og tengsl við umheiminn. Eins og þú heyrir þá er erfitt að koma með „Elevator pitch“ í þessu sambandi enda margskonar áskoranir í ólíkum fyrirtækjum og stofnunum.“

Hvernig geta vinnustaðir nýtt sér jákvæða sálfræði?

„Við verjum oft stórum hluta úr sólarhring á vinnustaðnum sem er staður sem getur haft mikil áhrif á heilsu okkar, bæði slæma og góða. Í ráðgjöf og fræðslu er hægt að gera starfsfólk meðvitað um ábyrgð á eigin heilsu. Þá er unnið markvisst með áhrifaþætti heilbrigðis, hollu vali komið inn á radarinn og unnið er markvisst að skapa umgjörð og aðstöðu þannig að fólk eigi kost á að hafa góð áhrif á heilsu sína. Það þarf alltaf að nálgast hvert verkefni með þyrlusýn og eiga einstaklingsbundin úrræði eins og heilsuefling vel við þegar skipulagsmálin og vinnuskilyrði eru í lagi. Stjórnendur verða að sjálfsögðu að ganga fram með góðu fordæmi og hægt er að hafa mikil áhrif á staðarblæinn með fjölmörgum aðferðum jákvæðrar sálfræði í hvatningu, leiðsögn, stjórnháttum og styðjandi samskiptamynstri jákvæðrar forystu. Það er ekkert fyrirtæki, stofnun eða skipulagsheild án starfsfólks og það er þörf á að vökva sig og aðra.“

Fyrirhöfn sem leið að velgengni

Hvernig tekstu á við mótlæti, áskoranir?

„Hugur okkar hallast að því neikvæða og mikilvægt er að vera meðvitaður um þessa neikvæðu slagsíðu. Síðan erum við lítið annað en vaninn. En sveigjanleiki hugans er staðreynd og við getum brotist út en það tekur á að taka inn góðar venjur og velja sér jákvætt viðhorf eins og grósku hugarfar. Hugarfar þitt hefur áhrif á það hvernig þú lifir lífi þínu og það er ekki spurning um fjölda áskorana eða erfiðleika í lífinu heldur hvernig við tökumst á við lífið. Þegar þú ert í festu hugarfari þá forðast þú áskoranir, finnst velgengni annarra ógnandi og lítur á fyrirhöfn sem veikleika. Í grósku hugarfari tekstu á við áskoranir, þú lítur á velgengni annarra sem lærdóm og hvatningu og lítur á fyrirhöfn sem leið að velgengni. Mér gengur nokkuð vel í þessu.“

Hvert er hægt að leita ef fólk hefur áhuga á að fá þig til að tala eða vera með erindi?

„Ég er í símaskránni.“

Nördar eru fyrirmyndirnar

Hver er þín skoðun á því að fólk mennti sig eða læri nýja hæfni á lífsleiðinni?

„Það eina sem er öruggt í lífinu eru breytingar og mikilvægt er að uppgötva sig aftur og aftur. Ég vil sjá íslenska skólakerfið með svarta beltið í náinni framtíð til að auka samkeppnishæfni og geri landið að áhugaverðum valkosti eins og í nýsköpun. Skapandi hugsun er hæfniþáttur sem er afar mikilvægur því að í landslagi morgundagsins felast tækifæri sem þarf að nálgast með ferskleika og skapandi nálgunum til að auka gæði og verðmæti í sátt við náttúru og menn. Það er eðlilegt að vera áttavilltur þar sem ný störf verða til sem krefjist annars konar hæfni. Við þurfum ekki að vera með námskeiðablæti en þurfum alltaf að halda áfram að vaxa. Þegar við lærum nýja hluti verða til nýjar tengingar milli taugafruma en eins og vöðvafrumur þá þurfa taugafrumur að vera í þjálfun til að vera í formi. Það eru spennandi tímar og við erum hluti af þróuninni.“

Áttu þér fyrirmyndir?

„Já, nörda. Þeir ná árangri á sínu sviði.“ 

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

06:00 Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »

Bill Gates hefur sína veikleika í starfi

Í gær, 23:59 Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi. Hann er þó ekki fullkomnari en hver annar og er ekki jafnvígur á öllum sviðum. Meira »

Pör sem rífast eru hamingjusamari

Í gær, 21:00 Rifrildi eru ekki endilega merki um að sambandið sé ekki nógu sterkt. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. Meira »

Lovísa fann ástina á Tinder

í gær Lovísa Kelly var búin að kaupa flugmiða aðra leið heim til Íslands frá Kanada þegar hún hitti Joseph Kelly á Tinder. Lovísa er ekki enn farin til Íslands enda er hún núna gift kona í Kanada. Meira »

Vildi ekki gráta út af farðanum

í gær Snjóbrettastelpan Chloe Kim reyndi að halda aftur af tárunum þegar hún vann til verðlauna í Pyeongchang vegna farða. Kim er ekki sú eina sem hefur átt í vandræðum með farðann á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Umhugað um kaffiheilsu landans

í gær „Peningarnir fóru að streyma inn þegar ég byrjaði í uppvaski á matsölustöðum um fermingu,“ segir Andrea og hlær. „Á unglingsárunum fór ég síðan að vinna í Sautján um helgar og á bar á nóttunni. Á sama tíma fékk ég undanþágu til að taka auka einingar í skólanum. Ég hef líka starfað víða erlendis sem hefur aukið menningalæsi og víðsýni.“ Meira »

Leiðist þér líf þitt? Hvað er til ráða?

í gær Camille býr í París með manni sínum og syni, fertugsafmælið nálgast og henni leiðist. Allt hjakkar í sama fari ár eftir ár. Daginn sem springur á bílnum hennar á fáförnum vegi í grenjandi rigningu er hún að því komin að bugast. En þá birtist Claude, heillandi og uppátækjasamur, kynnir sig sem rútínufræðing og býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Meira »

Íslensk kona berst við skilnaðarsamviskubit

í gær „Ég þjáist af svo miklu skilnaðarsamviskubiti. Er það eðlilegt? Og hvað er til ráða? Skildi fyrir 8 árum við eiginmann minn til 16 ára. Við tók tímabil þar sem börnin okkar voru viku og viku til skiptis hjá okkur með tilheyrandi flutningum milli húsnæða, misjöfnu tilfinningalífi mínu, ójafnvægi og óvissu.“ Meira »

Mátaði bara einn brúðarkjól

í fyrradag Stílisti Amy Schumer fékk fjóra daga til þess að undirbúa skyndibrúðkaup leikkonunnar og Chris Fisher. Ekki er tími til að ofhugsa kjólavalið þegar fyrirvarinn er stuttur. Meira »

Þetta vilja konur í rúminu

í fyrradag Margt fólk á sér kynlífsdraumóra sem það deilir ekki með neinum, ekki einu sinni maka sínum. Dónalegt tal og að láta binda fyrir augun er meðal þess sem margar konur vilja í rúminu. Meira »

Linda Mjöll og Þórunn Antonía mættu

16.2. Kvikmyndin Fullir vasar var frumsýnd í gærkvöldi í Smárabíói en það sem vekur athygli er að fjórar Snapchat-stjörnur leika aðalhlutverkin í myndinni. Meira »

Lífsstíllinn læknaði hana af legslímuflakki

16.2. Miranda Bond breytti algerlega um lífsstíl og notaði einungis mat og húðvörur af lífrænum uppruna – og viti menn. Þremur mánuðum síðar varð hún þunguð af dóttur sinni. Og ekki bara það, hún læknaðist af legslímuflakkinu. Meira »

Allt á útopnu í 30 ára afmæli Fjölnis

16.2. Það var glatt á hjalla í Egilshöll þegar íþróttafélagið Fjölnir fagnaði 30 ára afmæli. Á afmælinu var ný skrifstofu- og félagsaðstaða vígð og var það Dagur B. Eggertsson sem gerði það. Hann tók svo þátt í gleðinni og skemmti sér með félagsmönnum. Meira »

Klippingin var skyndiákvörðun

16.2. Díana prinsessa lét hárið fjúka árið 1990 eftir myndatöku fyrir Vogue. Fáar konur í bresku konungsfjölskyldunni hafa skartað jafn stuttu hári. Meira »

Kærastinn býr enn þá hjá sinni fyrrverandi

15.2. „Ég stundaði kynlíf með ástmanni mínum í mörg ár áður en kærastan hans vissi. Nú erum við búin að vera kærustpar í næstum því heilt ár en hann býr enn þá heima hjá sinni fyrrverandi.“ Meira »

Ímynd „ofurkonunnar“ stórhættuleg

15.2. „Það má í rauninni segja að ég hafi slysast inn í dagskrágerð þegar Helgi Jóhannesson pródúsent bauð mér að koma í prufur fyrir unglingaþáttinn Ópið. Ég gleymi því seint þegar ég tók fyrsta prufu-viðtalið við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur fréttamann. Ég fékk starfið og unglingaþátturinn Ópið var í loftinu í eitt ár.“ Meira »

Ertu sambandsfíkill?

16.2. Ein tegund fíknar sem veldur því að við festumst í slíkum samböndum kallast ástarfíkn og hún er alls ekki eins óalgeng og við stundum viljum halda enda rauðar bókmenntir og bíómyndir duglegar að ýta undir þær tilfinningar sem þar fara af stað, og við erum aldar upp við það (a.m.k stelpur) að svona eigi ástin að vera í allri sinni mynd. Meira »

Fyrstu stefnumót stjarnanna

15.2. 50 ljósmyndarar biðu Amal Clooney á fyrsta stefnumóti hennar og George Clooney. Kate Hudson fór hins vegar í fjallgöngu með kærasta sínum á þeirra fyrsta stefnumóti. Meira »

Friðrik og Vigdís selja Sólvallagötuna

15.2. Við Sólvallagötu hafa Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir búið sér fallegt heimili. Nú er íbúðin komin á sölu. Meira »

58 ára og þorir ekki að skipta um vinnu

15.2. „Er ég haldin einhvers konar meðvirkni ef mér finnst erfitt að taka ákvarðanir t.d. varðandi vinnu? Finn að ég er orðin pínu útbrennd og leið í starfinu mínu, sem ég hef sinnt í 11 ár og langar til að breyta um. En vandamálið er að ég er alltaf að humma það af mér.“ Meira »