Nördar ná árangri á sínu sviði

Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi, að sögn Andreu Róbertsdóttur en hún notar hana mikið í starfi sínu sem stjórnandi. Að hennar mati er mikilvægt að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti þar sem einstaklingar uppgötva sig aftur og aftur á tímum breytinga.

Andrea starfaði síðast sem mannauðsstjóri RÚV og hefur komið víða við eins og á sviði menntamála og verið forstöðumaður fjarskiptafyrirtækis sem hefur skilað henni víðtækri stjórnendareynslu. Nýverið lauk hún námi í jákvæðri sálfræði og hefur samhliða flutt erindi um hvernig má hagnýta fræðin á vinnustöðum og í vinnusambandinu öllu. Hún segir jákvæða sálfræði hafa gagnast henni vel í þjónustuveitingu og breytingastjórnun þar sem lögð er áhersla á að skapa vinsamlegt umhverfi og koma fólki í gegnum breytingar á umhyggjusaman hátt.

Hvað er jákvæð sálfræði?

„Jákvæð sálfræði er þverfagleg, vísindaleg nálgun sem hefur það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum hliðum mannsins eins og styrkleikum, vellíðan og hamingju. Hér er á ferðinni mikilvæg verkfærakista í nútímasamfélagi sem einkennist af hraða, breytingum, streitu og neysluhyggju. Hægt er að hagnýta fræðin með jákvæðum inngripum og ýta undir og efla það sem er jákvætt þ.e. hugsanir, tilfinningar og hegðun.“

Öflug leið til að vinna gegn streitu

Getur þú komið með dæmi um jákvæð inngrip?

„Það er hægt að bæta líðan og ýta undir og efla það sem er jákvætt. Að greina styrkleika og nota þá jafnvel á nýjan hátt er gott dæmi sem og vinna með þakklæti. Oft er þetta líka spurning um framsetningu til að hjálpa fólki að velja hollari kostinn þegar kemur að hreyfingu og mataræði. Fjölmargir þekkja síðan núvitund og margar rannsóknir hafa verið gerðar til dæmis á ástundun núvitundaræfinga og niðurstöður sýna að hér er á ferðinni öflug leið til að vinna gegn streitu, hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og þannig mætti lengi telja. Þeir sem vilja vera vakandi fyrir því sem er að gerast vilja jafnvel kynnast hvaða aðstæður eru góðar fyrir þá og þeir sem vilja bregðast við af yfirvegun ættu að prófa.“

Hvers vegna ákvaðstu að fara í jákvæða sálfræði?

„Ég hef í mínu starfi sem stjórnandi verið að fóstra nærumhverfið, hvetja fólk til að sækja styrk í hvort annað og tala saman. Ég hef verið að nýta mér jákvæða sálfræði í starfi í langan tíma og vildi bara kafa dýpra í niðurstöður rannsókna á sviðinu og efla mig á sviðinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi.“

Að skapa hvetjandi umræðuhefð

Þú hefur verið að flytja erindi, getur þú gefið mér dæmi um slík erindi?

„Ég hef verið að flytja erindi um allt er varðar vinnustaði og vinnusambandið út frá víðtækri reynslu af mannauðsmálum og stjórnun. Það er af svo mörgu að taka en ég get nefnt erindi um bætt samskipti, starfsskilyrði, vinnumenningu og liðsheild. Jákvæð sálfræði hefur reynst mér vel er kemur að breytingastjórnun og þjónustuveitingu þar sem mér finnst mikilvægt að skapa vinsamlegt umhverfi og koma fólki í gegnum breytingar á umhyggjusaman hátt. Í stefnumótun í dag þarf að skora á viðteknar venjur og hvernig hlutirnir eru unnir. Til að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti er mikilvægt að skapa hvetjandi umræðuhefð og auka skilning fólks á tilvist og tilveru sinni og tengsl við umheiminn. Eins og þú heyrir þá er erfitt að koma með „Elevator pitch“ í þessu sambandi enda margskonar áskoranir í ólíkum fyrirtækjum og stofnunum.“

Hvernig geta vinnustaðir nýtt sér jákvæða sálfræði?

„Við verjum oft stórum hluta úr sólarhring á vinnustaðnum sem er staður sem getur haft mikil áhrif á heilsu okkar, bæði slæma og góða. Í ráðgjöf og fræðslu er hægt að gera starfsfólk meðvitað um ábyrgð á eigin heilsu. Þá er unnið markvisst með áhrifaþætti heilbrigðis, hollu vali komið inn á radarinn og unnið er markvisst að skapa umgjörð og aðstöðu þannig að fólk eigi kost á að hafa góð áhrif á heilsu sína. Það þarf alltaf að nálgast hvert verkefni með þyrlusýn og eiga einstaklingsbundin úrræði eins og heilsuefling vel við þegar skipulagsmálin og vinnuskilyrði eru í lagi. Stjórnendur verða að sjálfsögðu að ganga fram með góðu fordæmi og hægt er að hafa mikil áhrif á staðarblæinn með fjölmörgum aðferðum jákvæðrar sálfræði í hvatningu, leiðsögn, stjórnháttum og styðjandi samskiptamynstri jákvæðrar forystu. Það er ekkert fyrirtæki, stofnun eða skipulagsheild án starfsfólks og það er þörf á að vökva sig og aðra.“

Fyrirhöfn sem leið að velgengni

Hvernig tekstu á við mótlæti, áskoranir?

„Hugur okkar hallast að því neikvæða og mikilvægt er að vera meðvitaður um þessa neikvæðu slagsíðu. Síðan erum við lítið annað en vaninn. En sveigjanleiki hugans er staðreynd og við getum brotist út en það tekur á að taka inn góðar venjur og velja sér jákvætt viðhorf eins og grósku hugarfar. Hugarfar þitt hefur áhrif á það hvernig þú lifir lífi þínu og það er ekki spurning um fjölda áskorana eða erfiðleika í lífinu heldur hvernig við tökumst á við lífið. Þegar þú ert í festu hugarfari þá forðast þú áskoranir, finnst velgengni annarra ógnandi og lítur á fyrirhöfn sem veikleika. Í grósku hugarfari tekstu á við áskoranir, þú lítur á velgengni annarra sem lærdóm og hvatningu og lítur á fyrirhöfn sem leið að velgengni. Mér gengur nokkuð vel í þessu.“

Hvert er hægt að leita ef fólk hefur áhuga á að fá þig til að tala eða vera með erindi?

„Ég er í símaskránni.“

Nördar eru fyrirmyndirnar

Hver er þín skoðun á því að fólk mennti sig eða læri nýja hæfni á lífsleiðinni?

„Það eina sem er öruggt í lífinu eru breytingar og mikilvægt er að uppgötva sig aftur og aftur. Ég vil sjá íslenska skólakerfið með svarta beltið í náinni framtíð til að auka samkeppnishæfni og geri landið að áhugaverðum valkosti eins og í nýsköpun. Skapandi hugsun er hæfniþáttur sem er afar mikilvægur því að í landslagi morgundagsins felast tækifæri sem þarf að nálgast með ferskleika og skapandi nálgunum til að auka gæði og verðmæti í sátt við náttúru og menn. Það er eðlilegt að vera áttavilltur þar sem ný störf verða til sem krefjist annars konar hæfni. Við þurfum ekki að vera með námskeiðablæti en þurfum alltaf að halda áfram að vaxa. Þegar við lærum nýja hluti verða til nýjar tengingar milli taugafruma en eins og vöðvafrumur þá þurfa taugafrumur að vera í þjálfun til að vera í formi. Það eru spennandi tímar og við erum hluti af þróuninni.“

Áttu þér fyrirmyndir?

„Já, nörda. Þeir ná árangri á sínu sviði.“ 

Áhrif Roundup og glýfosats á heilsu okkar

06:00 „Skaðsemi glýfosats hefur þó lengi verið til umfjöllunar og líklegt er að það sé og verði enn í fæðu okkar til fjölda ára, því þótt reglugerðir um magn þess í matvælum séu öflugar í Evrópusambandslöndunum, má vera 70 sinnum meira magn af því í matvælum samkvæmt bandarískum reglugerðum.“ Meira »

Nokkur Tinder-ráð fyrir helgina

Í gær, 23:00 Helgin nálgast og því um að gera að kíkja inn á Tinder og fylgja þessum ráðum. Þeir fiska sem róa og þeir sem eru með flottan Tinder-prófíl eru líklegri til að fá fleiri „mötch“. Meira »

Elísabet Gunnars og Gunnar selja húsið

Í gær, 19:00 Elísabet Gunnarsdóttir, einn af eigendum Trendnet, og Gunnar Steinn Jónsson handboltastjarna hafa sett einbýlishús sitt í Svíþjóð á sölu. Meira »

Fræga fólkið safnar peningum

Í gær, 16:00 Fræga fólkið flykkist í Reykjavíkurmaraþonið. Sumir moka inn peningum en aðrir hafa ekki safnað neinu.   Meira »

Milla Ósk og Einar skrá sig í samband

Í gær, 12:40 Einar Þorsteinsson, fréttamaður hjá RÚV, hefur skráð sig í samband á Facebook. Sú heppna heitir Milla Ósk Magnúsdóttir og er fréttamaður hjá RÚV. Meira »

„Girl power“-partí á Jamie´s

Í gær, 09:19 Það var líf og fjör á Jamie´s Italian Iceland þegar iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi kynntu glænýja empwr-peysu. Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og í ár er hún pastelbleik á litinn. Allur ágóði af sölu á peysunum rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir róhingjakonur á flótta í Bangladess. Meira »

Best að máta hælaskó síðdegis

í gær Best er að máta og kaupa skó eftir hádegi eða síðdegis samkvæmt fótaaðgerðafræðingnum Tania Kapila. Hún gefur þrjú ráð til að velja þægilega hælaskó. Meira »

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

í fyrradag „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

í fyrradag Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

í fyrradag Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

í fyrradag „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

í fyrradag Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

í fyrradag Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

16.8. Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

15.8. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

15.8. Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

15.8. Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

15.8. „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

15.8. Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

15.8. Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »