Nördar ná árangri á sínu sviði

Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi, að sögn Andreu Róbertsdóttur en hún notar hana mikið í starfi sínu sem stjórnandi. Að hennar mati er mikilvægt að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti þar sem einstaklingar uppgötva sig aftur og aftur á tímum breytinga.

Andrea starfaði síðast sem mannauðsstjóri RÚV og hefur komið víða við eins og á sviði menntamála og verið forstöðumaður fjarskiptafyrirtækis sem hefur skilað henni víðtækri stjórnendareynslu. Nýverið lauk hún námi í jákvæðri sálfræði og hefur samhliða flutt erindi um hvernig má hagnýta fræðin á vinnustöðum og í vinnusambandinu öllu. Hún segir jákvæða sálfræði hafa gagnast henni vel í þjónustuveitingu og breytingastjórnun þar sem lögð er áhersla á að skapa vinsamlegt umhverfi og koma fólki í gegnum breytingar á umhyggjusaman hátt.

Hvað er jákvæð sálfræði?

„Jákvæð sálfræði er þverfagleg, vísindaleg nálgun sem hefur það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum hliðum mannsins eins og styrkleikum, vellíðan og hamingju. Hér er á ferðinni mikilvæg verkfærakista í nútímasamfélagi sem einkennist af hraða, breytingum, streitu og neysluhyggju. Hægt er að hagnýta fræðin með jákvæðum inngripum og ýta undir og efla það sem er jákvætt þ.e. hugsanir, tilfinningar og hegðun.“

Öflug leið til að vinna gegn streitu

Getur þú komið með dæmi um jákvæð inngrip?

„Það er hægt að bæta líðan og ýta undir og efla það sem er jákvætt. Að greina styrkleika og nota þá jafnvel á nýjan hátt er gott dæmi sem og vinna með þakklæti. Oft er þetta líka spurning um framsetningu til að hjálpa fólki að velja hollari kostinn þegar kemur að hreyfingu og mataræði. Fjölmargir þekkja síðan núvitund og margar rannsóknir hafa verið gerðar til dæmis á ástundun núvitundaræfinga og niðurstöður sýna að hér er á ferðinni öflug leið til að vinna gegn streitu, hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og þannig mætti lengi telja. Þeir sem vilja vera vakandi fyrir því sem er að gerast vilja jafnvel kynnast hvaða aðstæður eru góðar fyrir þá og þeir sem vilja bregðast við af yfirvegun ættu að prófa.“

Hvers vegna ákvaðstu að fara í jákvæða sálfræði?

„Ég hef í mínu starfi sem stjórnandi verið að fóstra nærumhverfið, hvetja fólk til að sækja styrk í hvort annað og tala saman. Ég hef verið að nýta mér jákvæða sálfræði í starfi í langan tíma og vildi bara kafa dýpra í niðurstöður rannsókna á sviðinu og efla mig á sviðinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi.“

Að skapa hvetjandi umræðuhefð

Þú hefur verið að flytja erindi, getur þú gefið mér dæmi um slík erindi?

„Ég hef verið að flytja erindi um allt er varðar vinnustaði og vinnusambandið út frá víðtækri reynslu af mannauðsmálum og stjórnun. Það er af svo mörgu að taka en ég get nefnt erindi um bætt samskipti, starfsskilyrði, vinnumenningu og liðsheild. Jákvæð sálfræði hefur reynst mér vel er kemur að breytingastjórnun og þjónustuveitingu þar sem mér finnst mikilvægt að skapa vinsamlegt umhverfi og koma fólki í gegnum breytingar á umhyggjusaman hátt. Í stefnumótun í dag þarf að skora á viðteknar venjur og hvernig hlutirnir eru unnir. Til að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti er mikilvægt að skapa hvetjandi umræðuhefð og auka skilning fólks á tilvist og tilveru sinni og tengsl við umheiminn. Eins og þú heyrir þá er erfitt að koma með „Elevator pitch“ í þessu sambandi enda margskonar áskoranir í ólíkum fyrirtækjum og stofnunum.“

Hvernig geta vinnustaðir nýtt sér jákvæða sálfræði?

„Við verjum oft stórum hluta úr sólarhring á vinnustaðnum sem er staður sem getur haft mikil áhrif á heilsu okkar, bæði slæma og góða. Í ráðgjöf og fræðslu er hægt að gera starfsfólk meðvitað um ábyrgð á eigin heilsu. Þá er unnið markvisst með áhrifaþætti heilbrigðis, hollu vali komið inn á radarinn og unnið er markvisst að skapa umgjörð og aðstöðu þannig að fólk eigi kost á að hafa góð áhrif á heilsu sína. Það þarf alltaf að nálgast hvert verkefni með þyrlusýn og eiga einstaklingsbundin úrræði eins og heilsuefling vel við þegar skipulagsmálin og vinnuskilyrði eru í lagi. Stjórnendur verða að sjálfsögðu að ganga fram með góðu fordæmi og hægt er að hafa mikil áhrif á staðarblæinn með fjölmörgum aðferðum jákvæðrar sálfræði í hvatningu, leiðsögn, stjórnháttum og styðjandi samskiptamynstri jákvæðrar forystu. Það er ekkert fyrirtæki, stofnun eða skipulagsheild án starfsfólks og það er þörf á að vökva sig og aðra.“

Fyrirhöfn sem leið að velgengni

Hvernig tekstu á við mótlæti, áskoranir?

„Hugur okkar hallast að því neikvæða og mikilvægt er að vera meðvitaður um þessa neikvæðu slagsíðu. Síðan erum við lítið annað en vaninn. En sveigjanleiki hugans er staðreynd og við getum brotist út en það tekur á að taka inn góðar venjur og velja sér jákvætt viðhorf eins og grósku hugarfar. Hugarfar þitt hefur áhrif á það hvernig þú lifir lífi þínu og það er ekki spurning um fjölda áskorana eða erfiðleika í lífinu heldur hvernig við tökumst á við lífið. Þegar þú ert í festu hugarfari þá forðast þú áskoranir, finnst velgengni annarra ógnandi og lítur á fyrirhöfn sem veikleika. Í grósku hugarfari tekstu á við áskoranir, þú lítur á velgengni annarra sem lærdóm og hvatningu og lítur á fyrirhöfn sem leið að velgengni. Mér gengur nokkuð vel í þessu.“

Hvert er hægt að leita ef fólk hefur áhuga á að fá þig til að tala eða vera með erindi?

„Ég er í símaskránni.“

Nördar eru fyrirmyndirnar

Hver er þín skoðun á því að fólk mennti sig eða læri nýja hæfni á lífsleiðinni?

„Það eina sem er öruggt í lífinu eru breytingar og mikilvægt er að uppgötva sig aftur og aftur. Ég vil sjá íslenska skólakerfið með svarta beltið í náinni framtíð til að auka samkeppnishæfni og geri landið að áhugaverðum valkosti eins og í nýsköpun. Skapandi hugsun er hæfniþáttur sem er afar mikilvægur því að í landslagi morgundagsins felast tækifæri sem þarf að nálgast með ferskleika og skapandi nálgunum til að auka gæði og verðmæti í sátt við náttúru og menn. Það er eðlilegt að vera áttavilltur þar sem ný störf verða til sem krefjist annars konar hæfni. Við þurfum ekki að vera með námskeiðablæti en þurfum alltaf að halda áfram að vaxa. Þegar við lærum nýja hluti verða til nýjar tengingar milli taugafruma en eins og vöðvafrumur þá þurfa taugafrumur að vera í þjálfun til að vera í formi. Það eru spennandi tímar og við erum hluti af þróuninni.“

Áttu þér fyrirmyndir?

„Já, nörda. Þeir ná árangri á sínu sviði.“ 

Svona fór Sigmundur að því að léttast

09:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að létta sig um 20 kíló. Hann segir að þetta sé allt annað líf en í dag lyftir hann lóðum og borðar ekki stöðugt eins og hann gerði áður. Meira »

Viltu upplifa besta kynlíf í heimi?

06:00 Ef þig hefur alltaf dreymt um að jörðin hristist undir þér þegar þú stundar kynlíf en ferð óvart að hugsa um nestið sem þú ætlar að smyrja fyrir börnin á morgun er þetta grein fyrir þig. Meira »

Þessu verður þú að fylgjast með!

Í gær, 23:59 Það er leit að góðum bröndurum þessa dagana. Eftirfarandi eru 10 Instagrammarar sem þú verður að fylgjast með til að létta þér lífið í sumar. Meira »

Ertu nokkuð að skemma fyrir þér?

Í gær, 21:00 Stefnu­móta­markþjálf­inn Monica Parikh slær í gegn um þess­ar mund­ir. Hún er svo sér­fróð um ást­ina að hún hef­ur stofnað utan um viðfangs­efnið skóla. Hér ræðir hún nokkra hluti sem geta hindrað fólk í að finna ástina og fara í sambönd. Meira »

Berjarauðar varir og vængjuð augu

Í gær, 18:00 Í sumar eru dökkar berjalitaðar varir vinsælar og löng augnlína dregin í vængi. Alicia Vikender tekur útlitið á næsta stig.  Meira »

10 ferskustu sumarilmvötnin

Í gær, 15:00 Sama hvernig viðrar getur ferskur sumarilmur fært okkur sól og hita innra með okkur. Í ár streyma á markaðinn virkilega flott ilmvötn fyrir vor og sumar svo við tókum saman þau 10 ilmvötn sem okkur þykja passa vel við hækkandi hitastig, vonandi. Meira »

Setur á sig maska og spilar Céline Dion

Í gær, 12:00 Ástrós Traustadóttir getur verið einungis 15 mínútur að taka sig til dagsdaglega. Fyrir fínni tækifæri gefur hún sér þó einn til einn og hálfan tíma. Meira »

Hefur áður haldið fram hjá henni óléttri

í gær „Ég frétti það frá „hinni konunni“ að ég hafði haft rétt fyrir mér allan tímann með það að maðurinn minn hélt fram hjá mér þegar ég var ólétt. Nú fjórum árum seinna er ég enn að fylgjast með honum.“ Meira »

Lykillinn að leggjafegurð Mcpherson

í fyrradag Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er þekkt fyrir langa og guðdómlega fótleggi. Þrátt fyrir að hún geti þakkað móður sinni fyrir leggjalengdina segir hún í nýjum pistli að mataræði og líkamsrækt skipti hana líka máli. Meira »

Besta leiðin til að fá það sem þú vilt í kynlífinu

í fyrradag Einungis 9% af fólki, samkvæmt rannsóknum, er ánægt með kynlífið sitt án þess að tala um það. 91% er óánægt með kynlífið og getur ekki talað um það heldur. Samskipti eru lykilatriði að mati Áslaugar Kristjánsdóttur kynfræðings til að auka ánægjuna í svefnherberginu. Í þessu viðtali útskýrir hún árangursríkustu leiðirnar til að fá það sem manni langar á þessu sviði. Meira »

Tískutrendin 2018 að mati Söru

í fyrradag Sara Dögg er 27 ára Eyjamær, búsett í Bryggjuhverfinu. Hún er í sambúð og á einn son. Sara er bloggari á femme.is, starfar sem innanhúsarkitekt og er áhugasamur instagram-ari (@sdgudjons). Meira »

9 brúðkaupsleyndarmál

í fyrradag Þegar stóri dagurinn hefur verið ákveðinn er í mörgu að snúast. Þeir sem hafa gengið í gegnum þennan viðburð í lífinu eru sammála um að dagurinn sé sérstakur, en það séu hlutir sem þeir hefðu viljað vita áður en þeir lögðu af stað í leiðangurinn. Meira »

Heima er staður fyrir ást

í fyrradag Eva Dögg Rúnarsdóttir er ein af þeim sem gustar af. Hún er markaðsstjóri Brauðs og Co. Fjölskyldan býr í Skerjafirði, en auk Evu búa í húsinu Gústi, Bassi og Nóra. Eva er fatahönnuður. Meira »

Þegar ég byrjaði að elska vigtina

20.5. Það eru margir með gremju gagnvart húsgagni á heimilinu sem kallast vigt. Greinin fjallar um hvernig þú getur byrjaði að elska vigtina þína. Meira »

8 atriði sem láta heimilið líta ódýrt út

20.5. Gott er að varast nokkur atriði sem geta dregið úr fegurð heimilisins og einfaldlega látið heimilisstílinn líta út fyrir að vera ómerkilegan og jafnvel ódýran Meira »

Héldu upp á daginn með stæl

20.5. Linda Hilmarsdóttir, Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir og Harpa Rut Hilmarsdóttir eru Royal-systurnar og þess vegna héldu þær konunglegt boð í Hafnarfirði í tilefni af brúðkaupi Harrys og Meghan. Meira »

Frú Beckham í rauðum skóm í brúðkaupinu

19.5. Victoria Beckham tískuhönnuður og söngkona mætti í dökkbláu dressi í brúðkaup Meghan og Harrys í dag. Við dressið var hún í rauðum skóm. Meira »

Bar hring Díönu heitinnar

19.5. Meghan, hertogaynjan af Sussex, fór úr brúðarkjólnum frá Givenchy yfir í kjól frá breska hönnuðinum Stella McCartney. Hún bar hring Díönu prinsessu heitinnar í veislunni. Meira »

Allt um brúðarkjól hertogaynjunnar

19.5. Meghan hertogaynja af Sussex klæddist hönnun Clare Waight Keller þegar hún gekk að eiga Harry sinn í dag. Keller starfar fyrir tískuhúsið Givenchy. Meira »

Hvert fór maðurinn minn?

19.5. Kona sendir bréf þar sem hún leitar ráða tengt áfengisvandamáli sem er að þróast hjá manninum hennar. Hún segir að hann hlusti hvorki á hana né tengi við hana lengur og biður um ráð. Meira »

Láttu hreinsa strax eftir brúðkaup

19.5. „Efni eru viðkvæmari og samsetning brúðarkjóla er orðin flóknari. Brúðarkjólar eru í dag skreyttir perlum og steinum og blúndum. Þannig að á sama tíma og hreinsun á flíkum er orðin fjölbreyttari þá leitumst við eftir að nota mildari og umhverfisvænni efni til hreinsunar.“ Meira »
Meira píla