Nördar ná árangri á sínu sviði

Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi, að sögn Andreu Róbertsdóttur en hún notar hana mikið í starfi sínu sem stjórnandi. Að hennar mati er mikilvægt að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti þar sem einstaklingar uppgötva sig aftur og aftur á tímum breytinga.

Andrea starfaði síðast sem mannauðsstjóri RÚV og hefur komið víða við eins og á sviði menntamála og verið forstöðumaður fjarskiptafyrirtækis sem hefur skilað henni víðtækri stjórnendareynslu. Nýverið lauk hún námi í jákvæðri sálfræði og hefur samhliða flutt erindi um hvernig má hagnýta fræðin á vinnustöðum og í vinnusambandinu öllu. Hún segir jákvæða sálfræði hafa gagnast henni vel í þjónustuveitingu og breytingastjórnun þar sem lögð er áhersla á að skapa vinsamlegt umhverfi og koma fólki í gegnum breytingar á umhyggjusaman hátt.

Hvað er jákvæð sálfræði?

„Jákvæð sálfræði er þverfagleg, vísindaleg nálgun sem hefur það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum hliðum mannsins eins og styrkleikum, vellíðan og hamingju. Hér er á ferðinni mikilvæg verkfærakista í nútímasamfélagi sem einkennist af hraða, breytingum, streitu og neysluhyggju. Hægt er að hagnýta fræðin með jákvæðum inngripum og ýta undir og efla það sem er jákvætt þ.e. hugsanir, tilfinningar og hegðun.“

Öflug leið til að vinna gegn streitu

Getur þú komið með dæmi um jákvæð inngrip?

„Það er hægt að bæta líðan og ýta undir og efla það sem er jákvætt. Að greina styrkleika og nota þá jafnvel á nýjan hátt er gott dæmi sem og vinna með þakklæti. Oft er þetta líka spurning um framsetningu til að hjálpa fólki að velja hollari kostinn þegar kemur að hreyfingu og mataræði. Fjölmargir þekkja síðan núvitund og margar rannsóknir hafa verið gerðar til dæmis á ástundun núvitundaræfinga og niðurstöður sýna að hér er á ferðinni öflug leið til að vinna gegn streitu, hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og þannig mætti lengi telja. Þeir sem vilja vera vakandi fyrir því sem er að gerast vilja jafnvel kynnast hvaða aðstæður eru góðar fyrir þá og þeir sem vilja bregðast við af yfirvegun ættu að prófa.“

Hvers vegna ákvaðstu að fara í jákvæða sálfræði?

„Ég hef í mínu starfi sem stjórnandi verið að fóstra nærumhverfið, hvetja fólk til að sækja styrk í hvort annað og tala saman. Ég hef verið að nýta mér jákvæða sálfræði í starfi í langan tíma og vildi bara kafa dýpra í niðurstöður rannsókna á sviðinu og efla mig á sviðinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi.“

Að skapa hvetjandi umræðuhefð

Þú hefur verið að flytja erindi, getur þú gefið mér dæmi um slík erindi?

„Ég hef verið að flytja erindi um allt er varðar vinnustaði og vinnusambandið út frá víðtækri reynslu af mannauðsmálum og stjórnun. Það er af svo mörgu að taka en ég get nefnt erindi um bætt samskipti, starfsskilyrði, vinnumenningu og liðsheild. Jákvæð sálfræði hefur reynst mér vel er kemur að breytingastjórnun og þjónustuveitingu þar sem mér finnst mikilvægt að skapa vinsamlegt umhverfi og koma fólki í gegnum breytingar á umhyggjusaman hátt. Í stefnumótun í dag þarf að skora á viðteknar venjur og hvernig hlutirnir eru unnir. Til að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti er mikilvægt að skapa hvetjandi umræðuhefð og auka skilning fólks á tilvist og tilveru sinni og tengsl við umheiminn. Eins og þú heyrir þá er erfitt að koma með „Elevator pitch“ í þessu sambandi enda margskonar áskoranir í ólíkum fyrirtækjum og stofnunum.“

Hvernig geta vinnustaðir nýtt sér jákvæða sálfræði?

„Við verjum oft stórum hluta úr sólarhring á vinnustaðnum sem er staður sem getur haft mikil áhrif á heilsu okkar, bæði slæma og góða. Í ráðgjöf og fræðslu er hægt að gera starfsfólk meðvitað um ábyrgð á eigin heilsu. Þá er unnið markvisst með áhrifaþætti heilbrigðis, hollu vali komið inn á radarinn og unnið er markvisst að skapa umgjörð og aðstöðu þannig að fólk eigi kost á að hafa góð áhrif á heilsu sína. Það þarf alltaf að nálgast hvert verkefni með þyrlusýn og eiga einstaklingsbundin úrræði eins og heilsuefling vel við þegar skipulagsmálin og vinnuskilyrði eru í lagi. Stjórnendur verða að sjálfsögðu að ganga fram með góðu fordæmi og hægt er að hafa mikil áhrif á staðarblæinn með fjölmörgum aðferðum jákvæðrar sálfræði í hvatningu, leiðsögn, stjórnháttum og styðjandi samskiptamynstri jákvæðrar forystu. Það er ekkert fyrirtæki, stofnun eða skipulagsheild án starfsfólks og það er þörf á að vökva sig og aðra.“

Fyrirhöfn sem leið að velgengni

Hvernig tekstu á við mótlæti, áskoranir?

„Hugur okkar hallast að því neikvæða og mikilvægt er að vera meðvitaður um þessa neikvæðu slagsíðu. Síðan erum við lítið annað en vaninn. En sveigjanleiki hugans er staðreynd og við getum brotist út en það tekur á að taka inn góðar venjur og velja sér jákvætt viðhorf eins og grósku hugarfar. Hugarfar þitt hefur áhrif á það hvernig þú lifir lífi þínu og það er ekki spurning um fjölda áskorana eða erfiðleika í lífinu heldur hvernig við tökumst á við lífið. Þegar þú ert í festu hugarfari þá forðast þú áskoranir, finnst velgengni annarra ógnandi og lítur á fyrirhöfn sem veikleika. Í grósku hugarfari tekstu á við áskoranir, þú lítur á velgengni annarra sem lærdóm og hvatningu og lítur á fyrirhöfn sem leið að velgengni. Mér gengur nokkuð vel í þessu.“

Hvert er hægt að leita ef fólk hefur áhuga á að fá þig til að tala eða vera með erindi?

„Ég er í símaskránni.“

Nördar eru fyrirmyndirnar

Hver er þín skoðun á því að fólk mennti sig eða læri nýja hæfni á lífsleiðinni?

„Það eina sem er öruggt í lífinu eru breytingar og mikilvægt er að uppgötva sig aftur og aftur. Ég vil sjá íslenska skólakerfið með svarta beltið í náinni framtíð til að auka samkeppnishæfni og geri landið að áhugaverðum valkosti eins og í nýsköpun. Skapandi hugsun er hæfniþáttur sem er afar mikilvægur því að í landslagi morgundagsins felast tækifæri sem þarf að nálgast með ferskleika og skapandi nálgunum til að auka gæði og verðmæti í sátt við náttúru og menn. Það er eðlilegt að vera áttavilltur þar sem ný störf verða til sem krefjist annars konar hæfni. Við þurfum ekki að vera með námskeiðablæti en þurfum alltaf að halda áfram að vaxa. Þegar við lærum nýja hluti verða til nýjar tengingar milli taugafruma en eins og vöðvafrumur þá þurfa taugafrumur að vera í þjálfun til að vera í formi. Það eru spennandi tímar og við erum hluti af þróuninni.“

Áttu þér fyrirmyndir?

„Já, nörda. Þeir ná árangri á sínu sviði.“ 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

05:00 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

Í gær, 23:30 Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

Í gær, 20:00 Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

Í gær, 17:00 Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

Í gær, 14:00 Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

Í gær, 10:13 Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Munurinn geysilegur á milli mynda

í gær Það eru ekki allar myndir gjaldgengar á samfélagsmiðlum, eða þannig líður mjög mörgum. Unglingar sem fengu það verkefni að breyta mynd af sér þannig að hún væri tilbúin til birtingar á samfélagsmiðlum breyttu myndunum ótrúlega mikið. Meira »

Var Melania í kápu eða náttslopp?

í fyrradag Melania Trump er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. Meira »

Þórunn Pálsdóttir selur útsýnishúsið

í fyrradag Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur og fasteignasali hyggst flytja og er hennar fallega Garðabæjarhús komið á sölu.   Meira »

Giftu sig á rómantískasta degi ársins

í fyrradag Stjörnurnar hafa verið duglegar að gifta sig á Valentínusardaginn en dagurinn virðist þó ekki endilega vera happamerki ef horft er til skilnaða sömu hjóna. Meira »

Ekki gera þessi mistök á litlu baðherbergi

í fyrradag Það er besta ráðið að henda pínulitlum spegli og vaski á fæti á litla baðherbergið. Því minna sem baðherbergið er því dýrmætara er geymsluplássið. Meira »

Dásamlega lekkert einbýli í 101

í fyrradag Við Bauganes í Skerjafirði stendur ákaflega fallegt fjölskylduhús þar sem hver fm er nýttur til fulls.   Meira »

Dreymir um að fara til Mið-Austurlanda

14.2. Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eða Rikka eins og hún er kölluð, er umsjónarmaður nýs Ferðavefs mbl.is sem fer í loftið í dag. Meira »

Konan búin að missa kynhvötina

13.2. „Ég veit að kynhvötin getur breyst en hún sýnir engin áform um að takast á við vandamálið. Ég hef boðist til þess að hjálpa en hún sýnir því ekki mikinn áhuga.“ Meira »

„Ég fékk nóg af draslinu“

13.2. „Þegar ég var ófrísk af fjórða barninu (árið 2015) fékk ég nóg af magni hluta á heimilinu okkar. Ég hreinlega hringsnerist í kringum sjálfa mig. Við eigum heima í stóru húsi á tveimur hæðum og einhverra hluta vegna var þetta hús yfirfullt af dóti, leikföngum, húsgögnum, þvotti, þvotti og þvotti og öllu því sem „á“ að fylgja stórri fjölskyldu.“ Meira »

Fyrrverandi maður orðinn besta vinkonan

13.2. „Fólk hafði skoðanir á öllu. Eins og til dæmis að það væri undarlegt að hún hefði bara fyrst áttað sig á þessu þegar við vorum úti í Svíþjóð. Að hún hlyti að hafa gert það fyrr, örugglega strax í æsku, bara rétt eins og það vissi miklu betur um hennar líðan en hún sjálf. Að hún hefði örugglega verið í afneitun og bælt þetta niður. Auðvitað veit enginn neitt um þetta nema hún sjálf.“ Meira »

5 mistök sem fólk gerir í sykurleysinu

13.2. Júlía Magnúsdóttir heilusmarkþjálfi segir að mistökin geti verið dýrkeypt þegar kemur að sykurleysi því sykurinn sé svo ávanabindandi. Meira »

Allir geta misst æfingataktinn

13.2. Nýverið greindi Elena Arathimos frá því að hún hafi misst taktinn í æfingunum sínum í tvær vikur. Hún byrjaði að borða óhollt, fara seint að sofa og fann fyrir aukinni streitu. Meira »

Klippti toppinn með naglaklippum

13.2. „Ég klippti toppinn minn sjálf með naglaklippum og það var hræðilegt,“ sagði Dakota Johnson sem er þekkt fyrir að skarta frjálslegum toppi. Meira »

Götutískan á tískuvikunni í New York

12.2. Gestir tískuvikunnar í New York mæta ekki í svörtu frá toppi til táar. Konur mæta þó í bleiku eða fjólubláu frá toppi til táar en áberandi litir hafa tekið yfir götur New York-borgar. Meira »

Fæla sterkar konur karlmennina frá sér?

12.2. „Nú nýverið las ég grein þar sem fram kom að karlar vilji ekki sterkar vel gefnar konur sem maka þrátt fyrir að þeir beri mikla virðingu fyrir þeim alla jafna,“ segir Linda Baldvinsdóttir. Meira »