Að borða hráan frosk í morgunmat

Gamalt máltæki segir að ef það fyrsta sem þú gerir ...
Gamalt máltæki segir að ef það fyrsta sem þú gerir á hverjum morgni sé að borða lifandi frosk, getirðu farið út í daginn með ánægjuna af að vita að það versta sem þú lendir í þann daginn sé yfirstaðið. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

„Gamalt máltæki segir að ef það fyrsta sem þú gerir á hverjum morgni sé að borða lifandi frosk, getirðu farið út í daginn með ánægjuna af að vita að það versta sem þú lendir í þann daginn sé yfirstaðið,“ segir Berglind Baldursdóttir sem segist vera Cargolux-barn. 

„Ég lít á mig sem Árbæing þó að ég hafi byrjað ævina á Sólvangi í Hafnarfirði. Áður en ég komst í Árbæinn bjó ég líka í Lúxemborg, en þannig er ég Cargolux-barn. Þar lærði ég að tala með 4 tungumál í kringum mig og ég er handviss um að það var kveikjan að mínum áhuga á tungumálum, sem ég átti síðar eftir að mennta mig í.“

Hver er forsaga þess að þú stofnaðir bókaútgáfuna Bergmál?

„Fyrir nokkrum árum langaði mig að komast að sem þýðandi og reyndi fyrir mér hjá nokkrum útgáfum. Þá var ég búin að finna nokkrar bækur sem mér fannst vanta á íslenskan markað. Ég hafði reynslu af þýðingum og líka bókaútgáfu eftir að hafa unnið hjá Latabæ. En ég komst þó fljótt að því að þetta var ansi þröngur markaður og fékk þá flugu í höfuðið að ég ætti kannski bara að gera þetta sjálf. En svo buðust verkefni á öðrum vettvangi sem ég vann við í nokkur ár eða þar til ég í stuttu máli brann út. Í kjölfarið ákvað ég að einfalda lífið og fór að hugsa um hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór. Bækurnar fóru aftur að toga í mig og fyrir tæpu ári fór ég svo aftur að skoða þennan gamla draum. Það var sama sagan, erfitt að komast að hjá útgáfum, svo ég ákvað bara að slá til og gera þetta sjálf. 9 mánuðum eftir að sú ákvörðun var tekin „fæddist“ fyrsta bókin hjá Bergmáli. Sú heitir Borðaðu froskinn! 21 frábær leið til að hætta að fresta og afkasta meiru á styttri tíma.“

Hvað getur þú sagt mér um Borðaðu froskinn?

„Borðaðu froskinn fjallar í aðalatriðum um það hvernig á að auka framleiðni, sigrast á frestunaráráttu og ná góðum tökum á tímastjórnun. Þessi bók sést oft á topp-10 listum yfir bækur sem mælt er með fyrir stjórnendur og fólk sem vill ná betri árangri í lífinu. Það er líka komið inn á jákvæða hugsun og að takast á við mótlæti. Bókin kennir manni á einfaldan hátt að finna út hvaða verkefni eru manni mikilvægust á hverri stundu og hvað má bíða. Borðaðu froskinn er fyrir alla sem vilja læra að skipuleggja sig betur, afkasta meiru og verða betri starfsmenn eða stjórnendur. 

Gamalt máltæki segir að ef það fyrsta sem þú gerir á hverjum morgni sé að borða lifandi frosk, getirðu farið út í daginn með ánægjuna af að vita að það versta sem þú lendir í þann daginn sé yfirstaðið. Hjá Brian Tracy er það að borða frosk myndlíking fyrir að tækla það verkefni sem er þín mesta áskorun – en líka það sem getur haft hvað jákvæðust áhrif á líf þitt.“ 

Borðaðu froskinn fjallar í aðalatriðum um það hvernig á að ...
Borðaðu froskinn fjallar í aðalatriðum um það hvernig á að auka framleiðni, sigrast á frestunaráráttu og ná góðum tökum á tímastjórnun. Ljósmynd/Einkaeign.

Þekkir þú frestunaráráttu af eigin raun?

„Já, og ég held að allir hljóti að hafa upplifað það að fresta einhverju en bara mismikið. Það tekur á að standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum eða verkefni og þá er oft freistandi að gera eitthvað auðveldara og fljótlegra fyrst. Það er hins vegar svo langt síðan ég las Borðaðu froskinn fyrst, 14 ár, að flest það sem er kennt í bókinni er fyrir löngu orðið ómeðvitað hjá mér. Ég fattaði það ekki fyrr en ég fór að þýða bókina nú í vetur. Til dæmis það að ráðast á erfiðustu verkefnin fyrst því þá verða öll hin mikið auðveldari, og að líta á erfiðleika sem leið til þess að ýta manni í rétta átt, en þetta er eitthvað sem varð að vana hjá mér fljótlega eftir að ég las bókina fyrst og hjálpaði mér mikið þegar ég brann út.“

Hvað hefur lífið kennt þér?

„Lífið er til að læra af því en það má ekki vera of auðvelt því maður þroskast ekki nema það taki stundum á. Samkennd og víðsýni koma ekki af sjálfu sér en ég held að það sé eitt það helsta sem við eigum að læra. Það er mikilvægt að læra að fylgja innsæinu, þora að taka áhættu og prófa eitthvað nýtt. Ef það hræðir mann er maður á réttri leið. Og maður þarf líka að vita hvenær eitthvað þarf að taka enda. Svo ég vitni í Brian Tracy: Stökktu – og netið mun birtast!“

Er hægt að breyta lífi sínu með bókum?

„Algjörlega. Það vill þannig til að Brian Tracy er höfundur fyrstu bókarinnar sem ég man eftir að hafi breytt lífi mínu en það er bókin Hámarks árangur sem kom út fyrir 20 árum. Ég hef ekki tölu á þeim bókum sem hafa mótað mig síðan þá. Maður les oft bækur sem hafa áhrif á mann og eru eftirminnilegar en sumar ná að breyta manni á einhvern hátt. Það eru ekki nema 3 vikur síðan bók breytti mér síðast og ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um hana. Titillinn er leyndarmál enn þá en hún kemur út á íslensku eftir nokkra mánuði.“

Eitthvað að lokum?

„Farið nú að borða froska og verði ykkur að góðu!“

mbl.is

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

09:00 Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

06:00 Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

Í gær, 21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

Í gær, 18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

Í gær, 15:00 Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

Í gær, 12:00 Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

í gær „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

í gær Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

í fyrradag Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í fyrradag Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í fyrradag Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

í fyrradag Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

í fyrradag Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

21.9. Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

21.9. Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »