Fræga fólkið sem sleppir áfenginu

Allsgáð og flottar fyrirmyndir.
Allsgáð og flottar fyrirmyndir. Ljósmyndir/AFP.

Á meðan flest okkar hafa einhvern tímann á ævinni sopið einu glasi of mikið af kampavíni eru fjölmargir sem hafa tekið þá stefnu í lífinu að lifa án áfengis. Í Hollywood er erfitt að ímynda sér stórhátíðir án þess að fá sér í það minnsta eitt kampavínsglas.  Womens Health tók saman lista af 52 frægum einstaklingum sem ekki drekka. Hér eru nokkrir þeirra og saga þeirra sögð. 

Bradley Cooper

Leikarinn ræddi fráhald sitt og edrúmennsku í forsíðuviðtali GQ árið 2013, þar sem hann útskýrði að 29 ára að aldri hefði hann gert sér grein fyrir því að ef hann héldi áfram að drekka með óbreyttum hætti hefði það skemmandi áhrif á líf hans.

Heitur Cooper þarf ekki drykk til að skemmta sér.
Heitur Cooper þarf ekki drykk til að skemmta sér. Ljósmynd/AFP.

Eva Mendes

Leikkonan fór í meðferð árið 2008 og hefur verið í fráhaldi frá áfengi síðan. Hún ræddi fíkn, vandamál sín og edrúmennsku í viðtali sama ár. Í viðtalinu ræðir hún um virðingu sína fyrir þeim sem horfast í augu við sjálfa sig og eru tilbúnir að gera betur. Hún segist vera á móti því að hafa skoðun á hvað fólk er að gera, en segir að hún taki ekki þátt í því að tala léttúðlega um misnotkun áfengis og áhrif þess enda hafi hún misst marga mikilvæga í kringum sig úr sjúkdóminum. 

Eva Mendes og Ryan Gosling. Þau virðast skemmta sér vel ...
Eva Mendes og Ryan Gosling. Þau virðast skemmta sér vel þrátt fyrir að hún smakki það ekki. Ljósmynd/AFP.
Russell Brand

Brand hefur verið rætt einstaklega opinskátt um fíkn sína í langan tíma. Hann hefur verið í fráhaldi frá áfengi í 14 ár. Hann hefur sem dæmi gefið út

bók

til að aðstoða aðra sem eru í sömu sporum og hann. Brand er þekktur fyrir að einfalda 12 spora kerfið og er duglegur að benda á að eflaust erum við flest öll að fixa okkur á einhvern hátt. Hann segir að þetta sé bók með ráðum frá stjörnu sem hefur fixað sig með heróíni, alkóhóli, kynlífi, frægð, mat og eBay.

Russell Brand er leikari sem hefur lagt sig fram um ...
Russell Brand er leikari sem hefur lagt sig fram um að eyða fordómum tengdum fíkn. Enda segir hann fíkn víða. Ljósmynd/AFP.

Blake Lively

Kvikmyndastjarnan drekkur ekki áfengi og hefur aldrei snert við vímuefnum. Hún hefur rætt um það opinberlega að hún hafi hreinlega aldrei fengið löngun til að vera fjarverandi í lífinu sínu.

Blake Lively flott að vanda.
Blake Lively flott að vanda. Ljósmynd/AFP.
Kendrick Lamar

Árið 2013 ræddi rappari ársins við tímaritið

GQ

 um hvernig hann er í algjöru fráhaldi frá áfengi og eiturlyfjum. Tónlistarmaðurinn ólst upp á heimili þar sem misnotkun á áfengi og öðrum efnum átti sér stað og vildi þar af leiðandi vera leiðtogi fyrir annars konar heilbrigt líferni. 

Kendrick Lamar á BRIT-verðlaunaafhendingunni í febrúar.
Kendrick Lamar á BRIT-verðlaunaafhendingunni í febrúar. Ljósmynd/AFP.
Kim Kardashian West

Þrátt fyrir misvísandi skilaboð á samfélagsmiðlum drekkur Kardashian-systirin ekki. Khloe systir hennar lét hafa eftir sér í Elle að Kim drykki ekki áfengi, hvort sem hún er ólétt eða ekki. Hún hafi bara aldrei verið fyrir áfengi.

Kim er með sitt á hreinu þegar kemur að áfengi.
Kim er með sitt á hreinu þegar kemur að áfengi. Ljósmynd/AFP.
Chris Martin

Aðalsöngvarinn í Coldplay hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í djammi í kringum hljómsveit sína á árum áður en nú sé hann algjörlega búinn að tileinka sér lífstíl án áfengis. Sjá viðtal í Guardian.

Chris Martin er ánægður með lífið þessa dagana.
Chris Martin er ánægður með lífið þessa dagana. Ljósmynd/AFP.

mbl.is

Forsetafrúrnar skörtuðu sínu allra fínasta

Í gær, 14:43 Brigitte Macron gaf Melaniu Trump ekkert eftir í klæðaburði þegar frönsku forsetahjónin heimsóttu þau bandarísku í vikunni. Frönsk tíska var í hávegum höfð og voru þær afar glæsilegar báðar tvær á hátíðlegum kvöldverði í Hvíta húsinu á þriðjudag. Meira »

Sigmundur Davíð með nýtt útlit

Í gær, 11:43 Skeggtískan er að ná nýjum hæðum þessa dagana og virðast nú öll vígi vera fallin þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur nú þegar hoppað á vagninn og er kominn með alskegg. Meira »

Farsælt fólk á þetta sameiginlegt

Í gær, 09:00 Það nær enginn árangri með því að sitja á sundlaugarbakkanum og drekka kokteila allan daginn. Að vakna snemma, lesa sér til gagns og sofa nóg er meðal þess sem farsælt fólk á sameiginlegt. Meira »

Morgunrútína Oliviu Wilde

Í gær, 06:00 Leikkonan Olivia Wilde var ekki mikil morgunmanneskja áður fyrr. Nú er hún tveggja barna móðir og vaknar ekki við vekjaraklukku. Meira »

Ráð frá sambandsgúrú Gwyneth Paltrow

í fyrradag Katherine Woodward Thomas er höfundur hugtaksins „conscious uncoupling“ en hugtakið vísar til aðferðar um hvernig eigi að skilja á farsælan hátt. Gwyneth Paltrow og Chris Martin eru þekkt fyrir að hafa farið eftir ráðum hennar. Meira »

Saga um bata við lífshættulegri röskun!

í fyrradag „Næstu 4 mánuði átti ég að ímynda mér að vera í gipsi á báðum fótum upp að mitti og haga mér samkvæmt því! Settur í bómull. Öll erfið samskipti t.d. við fyrri sambýliskonu voru tekin yfir af öðrum. Átti að forðast staði, fólk og allt sem gæti valdið streitu og triggerað ofsakvíðakast. Markmið næstu 4 mánaða var að byggja upp orku til að taka næsta skref,“ segir Einar Áskelsson. Meira »

Ekki eyðileggja jörðina með hreinsiefnum

í fyrradag Heilsan og umhverfið haldast gjarnan hönd í hönd, því það sem er skaðlegt fyrir jörðina er líka skaðlegt fyrir líkamann. Því er mikilvægt að velja hreinlætisvörur sem innihalda hvorki efni sem eru skaðleg líkamanum við innöndun, né efni sem sem skaða ferskvatn eða sjó með mengandi innihaldsefnum. Meira »

Sarah Jessica Parker hannar brúðarkjóla

í fyrradag Tískudrottningin Sarah Jessica Parker sendi frá sér brúðarlínu en ef einhver þekkir brúðarkjóla þá er það vinkona hennar, Carrie Bradshaw. Meira »

Sambúðin býr til meiri fjölskyldustemningu

í fyrradag „Ekkert var til í ísskápnum svona á venjulegum degi hjá mömmunni og ekki oft til aukapeningur til að vera með matarboð og slíkt þannig að kannski kann ég betur að meta að eiga heimili aftur en þeir sem hafa ekki þurft að sakna þess.“ Meira »

Annað barn á leiðinni

í fyrradag Tobba færði þáttastjórnendum morgunþáttarins Ísland vaknar gleðifréttir að sjálf ætti hún von á barni ásamt eiginmanni sínum, Karli Sigurðssyni, en fyrir eiga þau þriggja ára dóttur. Ísland vaknar óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Meira »

Borgar sjálfri sér fyrir að æfa

í fyrradag Máney Dögg Björgvinsdóttir kom sér upp sniðugu hvatakerfi þegar hún var að koma sér af stað í ræktinni eftir barnsburð. Fyrir hverja æfingu fær hún 500 krónur og verðlaunar sig eftir 25 æfingar. Meira »

Heldur sér í formi með ballett

í fyrradag Leikkonan Kate Mara stundar ballett allt að fimm sinnum í viku. Oftar en ekki sést eiginmaður hennar með henni í tímum.   Meira »

Maðurinn minn vill að ég sé með öðrum

23.4. „Maki minn til sjö ára vill að ég fari út og stundi kynlíf með öðrum mönnum. Hann langar líka stundum að taka þátt sjálfur. Hann virðist halda að ég vilji þetta og þetta geri mig hamingjusama“ Meira »

Sunneva hitti Jennifer Lopez

23.4. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir hitti söng- og leikkonuna Jennifer Lopez um helgina í Las Vegas þar sem Sunneva tók þátt í viðburði með stjörnunni. Meira »

Svona færðu kúlurass

23.4. „Ef þú vilt fá kúlurass þá skaltu skoða þetta myndband og bæta þessum æfingum inn í þína rútínu annan hvern dag. Þær virka einstaklega vel til þess að móta rassvöðvana og styrkja lærvöðvana,“ segir Anna Eiríks. Meira »

„Við lifum á tímum flótta“

22.4. Stjórnleysi er algengt í samfélaginu í dag og ef við skoðum í kringum okkur mætti fullyrða að öll okkar hafi tilhneigingu til að gera of mikið af einhverju. Sumir vinna of mikið, aðrir borða yfir tilfinningar, sumir missa sig í búðum og aðrir í símanum sínum. Amber Valletta hefur stigið fram og viðurkennt sinn vanmátt. Meira »

Íslensk kona gefur góð Tinder-ráð

23.4. „Já, ef þú ert kona og ert að leita þér að sambandi þá ættir þú ekki bara að vera með brjóstamyndir eða myndir í þeim dúr. Ef þú sýnir mikið hold gefur þú til kynna að þú sért lauslát og sért ekki með mikla sjálfsvirðingu. Það mætti líka lesa það út úr myndinni að þú sért til í að hoppa upp í rúm með hverjum sem er.“ Meira »

Jón Gnarr nánast óþekkjanlegur

23.4. Jón Gnarr er kominn með alveg nýtt útlit. Alskegg og ný gleraugu geta breytt heildarmyndinni svo um munar.   Meira »

Ekki reyna of mikið

23.4. Þegar kemur að hártískunni er sérstaklega ein lína sem vekur mikla aðdáðun okkar á Smartlandinu um þessar mundir. Það er hið fullkomna „effortless“ glansandi franska hár sem sést víða í tímaritum um þessar mundir. Meira »

Er þetta í alvörunni samþykkt?

22.4. Melissa McCarthy er uppáhald okkar allra. Hún er með eindæmum sterk. Segir að tilgangur hennar í lífinu sé að koma fólki til að hlæja, en ekki líta út eins og 18 ára vændiskona eða amma einhvers í brúðkaupi. Hún fagnar fjölbreytileikanum og eyðir ekki tíma í óhamingjusama fýlupúka. Meira »