Fræga fólkið sem sleppir áfenginu

Allsgáð og flottar fyrirmyndir.
Allsgáð og flottar fyrirmyndir. Ljósmyndir/AFP.

Á meðan flest okkar hafa einhvern tímann á ævinni sopið einu glasi of mikið af kampavíni eru fjölmargir sem hafa tekið þá stefnu í lífinu að lifa án áfengis. Í Hollywood er erfitt að ímynda sér stórhátíðir án þess að fá sér í það minnsta eitt kampavínsglas.  Womens Health tók saman lista af 52 frægum einstaklingum sem ekki drekka. Hér eru nokkrir þeirra og saga þeirra sögð. 

Bradley Cooper

Leikarinn ræddi fráhald sitt og edrúmennsku í forsíðuviðtali GQ árið 2013, þar sem hann útskýrði að 29 ára að aldri hefði hann gert sér grein fyrir því að ef hann héldi áfram að drekka með óbreyttum hætti hefði það skemmandi áhrif á líf hans.

Heitur Cooper þarf ekki drykk til að skemmta sér.
Heitur Cooper þarf ekki drykk til að skemmta sér. Ljósmynd/AFP.

Eva Mendes

Leikkonan fór í meðferð árið 2008 og hefur verið í fráhaldi frá áfengi síðan. Hún ræddi fíkn, vandamál sín og edrúmennsku í viðtali sama ár. Í viðtalinu ræðir hún um virðingu sína fyrir þeim sem horfast í augu við sjálfa sig og eru tilbúnir að gera betur. Hún segist vera á móti því að hafa skoðun á hvað fólk er að gera, en segir að hún taki ekki þátt í því að tala léttúðlega um misnotkun áfengis og áhrif þess enda hafi hún misst marga mikilvæga í kringum sig úr sjúkdóminum. 

Eva Mendes og Ryan Gosling. Þau virðast skemmta sér vel ...
Eva Mendes og Ryan Gosling. Þau virðast skemmta sér vel þrátt fyrir að hún smakki það ekki. Ljósmynd/AFP.
Russell Brand

Brand hefur verið rætt einstaklega opinskátt um fíkn sína í langan tíma. Hann hefur verið í fráhaldi frá áfengi í 14 ár. Hann hefur sem dæmi gefið út

bók

til að aðstoða aðra sem eru í sömu sporum og hann. Brand er þekktur fyrir að einfalda 12 spora kerfið og er duglegur að benda á að eflaust erum við flest öll að fixa okkur á einhvern hátt. Hann segir að þetta sé bók með ráðum frá stjörnu sem hefur fixað sig með heróíni, alkóhóli, kynlífi, frægð, mat og eBay.

Russell Brand er leikari sem hefur lagt sig fram um ...
Russell Brand er leikari sem hefur lagt sig fram um að eyða fordómum tengdum fíkn. Enda segir hann fíkn víða. Ljósmynd/AFP.

Blake Lively

Kvikmyndastjarnan drekkur ekki áfengi og hefur aldrei snert við vímuefnum. Hún hefur rætt um það opinberlega að hún hafi hreinlega aldrei fengið löngun til að vera fjarverandi í lífinu sínu.

Blake Lively flott að vanda.
Blake Lively flott að vanda. Ljósmynd/AFP.
Kendrick Lamar

Árið 2013 ræddi rappari ársins við tímaritið

GQ

 um hvernig hann er í algjöru fráhaldi frá áfengi og eiturlyfjum. Tónlistarmaðurinn ólst upp á heimili þar sem misnotkun á áfengi og öðrum efnum átti sér stað og vildi þar af leiðandi vera leiðtogi fyrir annars konar heilbrigt líferni. 

Kendrick Lamar á BRIT-verðlaunaafhendingunni í febrúar.
Kendrick Lamar á BRIT-verðlaunaafhendingunni í febrúar. Ljósmynd/AFP.
Kim Kardashian West

Þrátt fyrir misvísandi skilaboð á samfélagsmiðlum drekkur Kardashian-systirin ekki. Khloe systir hennar lét hafa eftir sér í Elle að Kim drykki ekki áfengi, hvort sem hún er ólétt eða ekki. Hún hafi bara aldrei verið fyrir áfengi.

Kim er með sitt á hreinu þegar kemur að áfengi.
Kim er með sitt á hreinu þegar kemur að áfengi. Ljósmynd/AFP.
Chris Martin

Aðalsöngvarinn í Coldplay hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í djammi í kringum hljómsveit sína á árum áður en nú sé hann algjörlega búinn að tileinka sér lífstíl án áfengis. Sjá viðtal í Guardian.

Chris Martin er ánægður með lífið þessa dagana.
Chris Martin er ánægður með lífið þessa dagana. Ljósmynd/AFP.

mbl.is

Kaffi ekki alltaf lausnin

Í gær, 23:59 Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

Í gær, 21:00 Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

Í gær, 18:00 Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

Í gær, 15:00 Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

Í gær, 12:00 Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »

Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

Í gær, 09:00 Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað umræðuna um krabbameinið eftir að hafa glímt við það sjálfar. Meira »

Enn þá fáránlega svalt 40 árum seinna

Í gær, 06:00 Flíkur með einni ermi hafa verið vinsælar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir myndum frá Studio 54 frá þessum tíma í New York? Þar sem konurnar voru með stórt hár og aðra öxlina frjálsa. Meira »

Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

í fyrradag „Þegar vinkona mín missi eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum.“ Meira »

Kynfræðsla 21. aldarinnar

í fyrradag Samkvæmt New York Times er kynfræðsla 21. aldarinnar komin á Instagram. Cycles & Sex er síða sem færir lesendum sínum alla þá fræðslu sem þeir ekki fengu í skóla að mati stofnenda síðunnar. Meira »

Er ég svona skelfilega leiðinleg?

í fyrradag Kona sendir inn bréf sem snýst um áhuga hennar á að eiga góða vini. Henni semur vel við vini sína en þeir hafa lítið samband. Meira »

Himneskur brúðarkjóll dóttur Önnu Wintour

í fyrradag Dóttir tískudrottningarinnar Önnu Wintour, Bee Shaffer, gekk í hjónaband með öðru barni Vogue-ritstjóra. Ítölsk stemmning var yfir brúðarkjól númer tvö. Meira »

Ákvað að skipta um fyrirmyndir

í fyrradag María Hjarðar hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkamann sinn því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig. Hún segir líkamsvirðingu meðal annars felast í því að hlusta á líkamann sinn. Meira »

Litrík listamannaíbúð Steinunnar

í fyrradag Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, og eiginmaður hennar Eiríkur Smári Sigurðarson hafa sett íbúð sína á Nýlendugötu á sölu. Meira »

Góð ráð áður en þú hittir tengdó

í fyrradag Það getur verið pínleg kvöldstund að hitta tengdaforeldrana í fyrsta skipti. Hér eru nokkur góð ráð til að koma sem best fram. Meira »

Hræðileg kynlífsóhöpp sem enduðu illa

18.7. Það endar ekki allt kynlíf með værum svefni en sumir enda hreinlega uppi á spítala eftir óheppileg atvik í kynlífinu.  Meira »

Þorvaldur Davíð til Oxford

18.7. Þorvaldur Davíð hefur ákveðið að taka tilboði um að stunda MBA-nám við Oxford-háskóla í vetur. Hann dregur því til baka umsókn sína um stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði og segir okkur meira um málið. Meira »

Segir hollt mataræði fela átröskun

18.7. Nigella Lawson segir það fara eftir því hvað er í tísku hvað teljist hollt. Að hennar mati er hollt mataræði ekki alltaf af því góða. Meira »

Er Gabbana að missa vitið?

18.7. Enn og aftur kemur Stefano Gabbana fram í sviðsljósið með taktlausa hegðun sem ekki hefur sést áður á sviði tísku og hönnunar. Hann gerir grín að eigin herferð. Meira »

Frikki Dór setti brúðkaupið í uppnám

18.7. Helena Guðlaugsdóttir og Brynjúlfur Guðmundsson eru að fara gifta sig 6. október. Tónleikar tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar í Kaplakrika settu óvænt strik í reikninginn en sjálf höfðu þau pantað veislusal í húsinu. Meira »

Frægir Íslendingar sem breyttu um stefnu

18.7. Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa öðlast frægð fyrir eitt en haldið svo áfram á allt annarri braut enda aldrei of seint að skipta um starfsvettvang eða skella sér í nýtt nám. Meira »

Missti 15 kíló á þremur mánuðum

18.7. Khloé Kardashian greindi frá því að hún hafi misst 15 kíló síðan hún átti dóttur sína fyrir þremur mánuðum.   Meira »