Fræga fólkið sem sleppir áfenginu

Allsgáð og flottar fyrirmyndir.
Allsgáð og flottar fyrirmyndir. Ljósmyndir/AFP.

Á meðan flest okkar hafa einhvern tímann á ævinni sopið einu glasi of mikið af kampavíni eru fjölmargir sem hafa tekið þá stefnu í lífinu að lifa án áfengis. Í Hollywood er erfitt að ímynda sér stórhátíðir án þess að fá sér í það minnsta eitt kampavínsglas.  Womens Health tók saman lista af 52 frægum einstaklingum sem ekki drekka. Hér eru nokkrir þeirra og saga þeirra sögð. 

Bradley Cooper

Leikarinn ræddi fráhald sitt og edrúmennsku í forsíðuviðtali GQ árið 2013, þar sem hann útskýrði að 29 ára að aldri hefði hann gert sér grein fyrir því að ef hann héldi áfram að drekka með óbreyttum hætti hefði það skemmandi áhrif á líf hans.

Heitur Cooper þarf ekki drykk til að skemmta sér.
Heitur Cooper þarf ekki drykk til að skemmta sér. Ljósmynd/AFP.

Eva Mendes

Leikkonan fór í meðferð árið 2008 og hefur verið í fráhaldi frá áfengi síðan. Hún ræddi fíkn, vandamál sín og edrúmennsku í viðtali sama ár. Í viðtalinu ræðir hún um virðingu sína fyrir þeim sem horfast í augu við sjálfa sig og eru tilbúnir að gera betur. Hún segist vera á móti því að hafa skoðun á hvað fólk er að gera, en segir að hún taki ekki þátt í því að tala léttúðlega um misnotkun áfengis og áhrif þess enda hafi hún misst marga mikilvæga í kringum sig úr sjúkdóminum. 

Eva Mendes og Ryan Gosling. Þau virðast skemmta sér vel ...
Eva Mendes og Ryan Gosling. Þau virðast skemmta sér vel þrátt fyrir að hún smakki það ekki. Ljósmynd/AFP.
Russell Brand

Brand hefur verið rætt einstaklega opinskátt um fíkn sína í langan tíma. Hann hefur verið í fráhaldi frá áfengi í 14 ár. Hann hefur sem dæmi gefið út

bók

til að aðstoða aðra sem eru í sömu sporum og hann. Brand er þekktur fyrir að einfalda 12 spora kerfið og er duglegur að benda á að eflaust erum við flest öll að fixa okkur á einhvern hátt. Hann segir að þetta sé bók með ráðum frá stjörnu sem hefur fixað sig með heróíni, alkóhóli, kynlífi, frægð, mat og eBay.

Russell Brand er leikari sem hefur lagt sig fram um ...
Russell Brand er leikari sem hefur lagt sig fram um að eyða fordómum tengdum fíkn. Enda segir hann fíkn víða. Ljósmynd/AFP.

Blake Lively

Kvikmyndastjarnan drekkur ekki áfengi og hefur aldrei snert við vímuefnum. Hún hefur rætt um það opinberlega að hún hafi hreinlega aldrei fengið löngun til að vera fjarverandi í lífinu sínu.

Blake Lively flott að vanda.
Blake Lively flott að vanda. Ljósmynd/AFP.
Kendrick Lamar

Árið 2013 ræddi rappari ársins við tímaritið

GQ

 um hvernig hann er í algjöru fráhaldi frá áfengi og eiturlyfjum. Tónlistarmaðurinn ólst upp á heimili þar sem misnotkun á áfengi og öðrum efnum átti sér stað og vildi þar af leiðandi vera leiðtogi fyrir annars konar heilbrigt líferni. 

Kendrick Lamar á BRIT-verðlaunaafhendingunni í febrúar.
Kendrick Lamar á BRIT-verðlaunaafhendingunni í febrúar. Ljósmynd/AFP.
Kim Kardashian West

Þrátt fyrir misvísandi skilaboð á samfélagsmiðlum drekkur Kardashian-systirin ekki. Khloe systir hennar lét hafa eftir sér í Elle að Kim drykki ekki áfengi, hvort sem hún er ólétt eða ekki. Hún hafi bara aldrei verið fyrir áfengi.

Kim er með sitt á hreinu þegar kemur að áfengi.
Kim er með sitt á hreinu þegar kemur að áfengi. Ljósmynd/AFP.
Chris Martin

Aðalsöngvarinn í Coldplay hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í djammi í kringum hljómsveit sína á árum áður en nú sé hann algjörlega búinn að tileinka sér lífstíl án áfengis. Sjá viðtal í Guardian.

Chris Martin er ánægður með lífið þessa dagana.
Chris Martin er ánægður með lífið þessa dagana. Ljósmynd/AFP.

mbl.is

Pattra mætti með Atlas Aron

15:00 Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

12:00 Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

10:00 Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

05:30 Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

Í gær, 23:59 Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

Í gær, 21:00 David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

Í gær, 18:00 Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

í gær Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »

Þetta gerir sambúð ekki heillandi

í gær Það er eitt að vera ástfangin og annað að búa með sínum heittelskaða. Hvað er það sem fær konur og menn til að hætta að pæla í sambúð? Meira »

Jólagjafir fyrir sérvitringinn

í gær Öll þekkjum við einhvern sem er svolítið sér á parti. Þessa manneskju sem á allt eða hefur smekk fyrir öðruvísi hlutum. Það þarf ekki að vera svo erfitt að finna skemmtilegar gjafir fyrir þennan einstakling, enda er gríðarlegt úrval af skemmtilega öðruvísi hlutum hér á landi. Meira »

Fór í aðgerð og uppgötvaði nýja leið

í gær Harpa Hauksdóttir hefur óþrjótandi áhuga á heilsu og góðum lífsstíl. Eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á fæti og fengið skjótan bata með LPG-tækinu ákvað hún að kaupa Líkamslögun sem sérhæfir sig í húðmeðferðum með tækinu. Meira »

Nær honum ekki upp í „swingi“

í fyrradag „Kynlífið okkar er frábært og til þess að bæta salti við margarítuna okkar eins og við köllum það þá erum við byrjuð í sving.“ Meira »

Breytti draslherberginu í höll

í fyrradag Það kannast margir við að aukaherbergið á heimilinu endi eins og ruslakompa. Hönnuðurinn Dee Murphy tók sig til og gjörbreytti slíku herbergi á heimili sínu í gestaherbergi og er útkoman dásamleg. Meira »

Svona ætlar Longoria að skafa af sér

í fyrradag Eva Longoria elskar að gera jóga og pilates en ætlar að breyta til til þess að ná af sér meðgöngukílóunum.   Meira »

Augabrúnir að detta úr tísku

8.12. Augabrúnir á fyrirsætum Alexander Wang voru nær ósýnilegar á nýjustu tískusýningu hans. Andi tíunda áratugarins ríkti á tískusýningunni. Meira »

Fann kjól Díönu í búð með notuðum fötum

8.12. 24 árum eftir að kona keypti kjól Díönu prinsessu á 30 þúsund í búð með notuðum fötum í er kjóllinn metinn á rúmlega 12 til 15 milljónir. Meira »

Afi Herborgar smíðaði húsgögnin

8.12. Herborg Sörensen er búin að koma upp sér upp fallegu heimili í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Áður bjó Herborg bæði í Barcelona og Cambridge og varð það til þess að hún ákvað að hanna sín eigin hverfaplaköt með staðsetningarbendli undir nafninu Gjugg í borg. Meira »

Ekki fara í árstíðabundna lyndisröskun

8.12. „Á norðlægum slóðum eru skammdegisþunglyndi og vetrardepurð vel þekkt fyrirbæri - fræðiheitið er SAD, og stendur fyrir Seasonal Affective Disorder, sem á íslensku útleggst árstíðarbundin lyndisröskun.“ Meira »

Heldur fram hjá með manni vinkonu sinnar

7.12. „Konan mín er að halda fram hjá með eiginmanni vinkonu sinnar. Mamma hennar segir að ég ætti ekki að taka því persónulega en ég er miður mín.“ Meira »

Kristborg Bóel losar sig við 300 hluti

7.12. „Í desembermánuði mun ég í heildina losa mig við 300 hluti af heimilinu, hluti, föt eða annað sem ekki hefur lengur hlutverk hjá okkur og eiga skilið að eignast innihaldsríkara framhaldslíf annarsstaðar.“ Meira »

Don Cano framleiðir nú enga krumpugalla

7.12. Sænski fatahönnuðurinn, Jan Davidsson, ber ábyrgð á því að Íslendingar klæddust krumpugöllum í stíl fyrir 30 árum þegar Don Cano var upp á sitt besta. Í ár eru 30 ár síðan fyrirtækið toppaði sig og því ekki úr vegi að endurvekja það með nýjum áherslum. Meira »