Fræga fólkið sem sleppir áfenginu

Allsgáð og flottar fyrirmyndir.
Allsgáð og flottar fyrirmyndir. Ljósmyndir/AFP.

Á meðan flest okkar hafa einhvern tímann á ævinni sopið einu glasi of mikið af kampavíni eru fjölmargir sem hafa tekið þá stefnu í lífinu að lifa án áfengis. Í Hollywood er erfitt að ímynda sér stórhátíðir án þess að fá sér í það minnsta eitt kampavínsglas.  Womens Health tók saman lista af 52 frægum einstaklingum sem ekki drekka. Hér eru nokkrir þeirra og saga þeirra sögð. 

Bradley Cooper

Leikarinn ræddi fráhald sitt og edrúmennsku í forsíðuviðtali GQ árið 2013, þar sem hann útskýrði að 29 ára að aldri hefði hann gert sér grein fyrir því að ef hann héldi áfram að drekka með óbreyttum hætti hefði það skemmandi áhrif á líf hans.

Heitur Cooper þarf ekki drykk til að skemmta sér.
Heitur Cooper þarf ekki drykk til að skemmta sér. Ljósmynd/AFP.

Eva Mendes

Leikkonan fór í meðferð árið 2008 og hefur verið í fráhaldi frá áfengi síðan. Hún ræddi fíkn, vandamál sín og edrúmennsku í viðtali sama ár. Í viðtalinu ræðir hún um virðingu sína fyrir þeim sem horfast í augu við sjálfa sig og eru tilbúnir að gera betur. Hún segist vera á móti því að hafa skoðun á hvað fólk er að gera, en segir að hún taki ekki þátt í því að tala léttúðlega um misnotkun áfengis og áhrif þess enda hafi hún misst marga mikilvæga í kringum sig úr sjúkdóminum. 

Eva Mendes og Ryan Gosling. Þau virðast skemmta sér vel ...
Eva Mendes og Ryan Gosling. Þau virðast skemmta sér vel þrátt fyrir að hún smakki það ekki. Ljósmynd/AFP.
Russell Brand

Brand hefur verið rætt einstaklega opinskátt um fíkn sína í langan tíma. Hann hefur verið í fráhaldi frá áfengi í 14 ár. Hann hefur sem dæmi gefið út

bók

til að aðstoða aðra sem eru í sömu sporum og hann. Brand er þekktur fyrir að einfalda 12 spora kerfið og er duglegur að benda á að eflaust erum við flest öll að fixa okkur á einhvern hátt. Hann segir að þetta sé bók með ráðum frá stjörnu sem hefur fixað sig með heróíni, alkóhóli, kynlífi, frægð, mat og eBay.

Russell Brand er leikari sem hefur lagt sig fram um ...
Russell Brand er leikari sem hefur lagt sig fram um að eyða fordómum tengdum fíkn. Enda segir hann fíkn víða. Ljósmynd/AFP.

Blake Lively

Kvikmyndastjarnan drekkur ekki áfengi og hefur aldrei snert við vímuefnum. Hún hefur rætt um það opinberlega að hún hafi hreinlega aldrei fengið löngun til að vera fjarverandi í lífinu sínu.

Blake Lively flott að vanda.
Blake Lively flott að vanda. Ljósmynd/AFP.
Kendrick Lamar

Árið 2013 ræddi rappari ársins við tímaritið

GQ

 um hvernig hann er í algjöru fráhaldi frá áfengi og eiturlyfjum. Tónlistarmaðurinn ólst upp á heimili þar sem misnotkun á áfengi og öðrum efnum átti sér stað og vildi þar af leiðandi vera leiðtogi fyrir annars konar heilbrigt líferni. 

Kendrick Lamar á BRIT-verðlaunaafhendingunni í febrúar.
Kendrick Lamar á BRIT-verðlaunaafhendingunni í febrúar. Ljósmynd/AFP.
Kim Kardashian West

Þrátt fyrir misvísandi skilaboð á samfélagsmiðlum drekkur Kardashian-systirin ekki. Khloe systir hennar lét hafa eftir sér í Elle að Kim drykki ekki áfengi, hvort sem hún er ólétt eða ekki. Hún hafi bara aldrei verið fyrir áfengi.

Kim er með sitt á hreinu þegar kemur að áfengi.
Kim er með sitt á hreinu þegar kemur að áfengi. Ljósmynd/AFP.
Chris Martin

Aðalsöngvarinn í Coldplay hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í djammi í kringum hljómsveit sína á árum áður en nú sé hann algjörlega búinn að tileinka sér lífstíl án áfengis. Sjá viðtal í Guardian.

Chris Martin er ánægður með lífið þessa dagana.
Chris Martin er ánægður með lífið þessa dagana. Ljósmynd/AFP.

mbl.is

Hlustar á Bó og Skálmöld við aksturinn

05:30 Lesendur úr Árbæ ættu að þekkja Guðlaugu Fjólu Arnardóttur og jafnvel að sumum hafi þótt hún vera ómissandi hluti af hverfinu á sínum tíma. Gulla, eins og flestir kalla hana, stóð nefnilega vaktina í Skalla-sjoppunni í Hraunbæ og síðar á matbarnum Blásteini Meira »

„Fátt sem getur stoppað mann“

05:30 Þegar Kristín Snorradóttir er á gröfunni finnst henni gefandi að sjá hvernig vinnunni fleygir fram og umhverfið tekur breytingum með hverri skóflustungu Meira »

Þær flottustu í gulu

Í gær, 23:59 Donatella Versace og Emily Ratajkowski voru glæsilegar í gulu þegar Green Carpet-tískuverðlaunin voru veitt á tískuvikunni í Mílanó á sunnudaginn. Meira »

Endurunna innréttingin frá IKEA sigraði

Í gær, 21:00 Sænska móðurskipið IKEA var rétt í þessu að vinna Red Dot-verðlaunin 2018 í flokki vöruhönnunar fyrir KUNGSBACKA-eldhúsframhliðarnar. Meira »

Bubbi Morthens orðinn afi

Í gær, 18:10 Rokkstjarna Íslands, Bubbi Morthens, varð afi 21. september þegar dóttir hans, Gréta Morthens, og kærasti hennar, Viktor Jón Helgason, eignuðust dóttur. Meira »

Gengur illa að búa til fræg vörumerki

Í gær, 16:00 Viggó Jónsson er annar stofnenda og eigenda Jónsson & Le'macks. Hann hefur unnið mikið fyrir orkufyrirtækin í gegnum árin.   Meira »

Innlit í baðherbergi ofurfyrirsætu

Í gær, 13:02 Baðherbergið er í sama rými og svefnherbergið á heimili fyrirsætunnar Miröndu Kerr og eiginmanns hennar, Evan Spiegel, stofnanda Snapchat. Meira »

Þrjár kynslóðir í Dolce & Gabbana

Í gær, 09:10 Dolce & Gabbana sýndi nýja fatalínu á tískusýningunni í Mílanó á dögunum. Ítalska leikkonan Isabella Rossellini kom fram á sýningunni ásamt dóttur sinni og barnabarni. Meira »

Jólin koma snemma í ár

í gær Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð. Meira »

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

í fyrradag Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

í fyrradag „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

í fyrradag „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

í fyrradag Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

í fyrradag Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

24.9. Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

24.9. Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

23.9. „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

23.9. María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

23.9. Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

23.9. Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

23.9. „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »