Farsælt fólk á þetta sameiginlegt

Jay-Z og Beyonce hafa ekki náð sínum markmiðum með því …
Jay-Z og Beyonce hafa ekki náð sínum markmiðum með því að liggja og drekka kokteila. AFP

Það nær enginn árangri með því að sitja á sundlaugarbakkanum og drekka kokteila allan daginn. Fjármálamaðurinn Tom Corley, höfundur bókarinnar Change Your Habits Change Your Life, komst að því hvað einkennir venjur fólks sem hefur náð góðum árangri. 

Corley gerði könnun meðal fjölda fólks, fólks sem hafði aðallega skapað sinn auð sjálft, og bar saman við fólk með lægri tekjur. CNBC greindi frá niðurstöðum hans um hvað farsæla fólkið átti sameiginlegt. 

Vakna snemma

Nærri helmingur þeirra milljarðamæringa sem sköpuðu sinn auð sjálfir í könnun Corley fór á fætur að minnsta kosti þremur tímum áður en hinn hefðbundni vinnudagur hófst. Tímann nýttu þeir til þess að sinna persónulegum málum, skipuleggja daginn eða fara á æfingu. 

Lesa

88 prósent þeirra ríku einstaklinga sem Corley kannaði sögðust eyða að minnsta kosti hálftíma á dag í að lesa. Ekki voru neinar spennubækur á bókalistanum heldur las fólk til þess að læra eða bæta sig. Bækurnar voru ævisögur, sagnfræðibækur eða sjálfshjálparbækur. 

Hugsa

Öll hugsum við en það eru ekki allir sem gefa sér tíma til þess að einbeita sér að hugsunum sínum og vinna úr því sem er í gangi í lífinu þeirra eins og fólkið í könnun Corley gerði. „Þeir ríku hafa tilhneigingu til að hugsa einir, á morgnana og í að minnsta kosti 15 mínútur á hverjum degi,“ skrifaði Corley. 

Hjónin Michelle og Barack Obama hafa náð góðum árangri og …
Hjónin Michelle og Barack Obama hafa náð góðum árangri og eyða ekki tíma sínum í óþarfa. AFP

Setja hreyfingu í forgang

Margir segjast ekki hafa tíma til þess að æfa en hanga svo í tölvunni í marga klukkutíma á dag. 76 prósent af fólkinu í könnun Corley koma fyrir hálftíma á hreyfingu á dag. 

Vinna hart að markmiðum sínum

Corley segir að 80 prósent þeirra ríku ætli sér það og það tekst. Hann segir mikinn meirihluta vera með markmiðin á heilanum, markmið til bæði skemmri og lengri tíma. 

Sofa nóg

89 prósent af farsæla fólkinu sem Corley kannaði svaf í sjö til átta tíma á hverri nóttu. Það þarf því ekki endilega að vaka allar nætur til þess að ná árangri en Corley segir svefn nauðsynlegan til að ná árangri. 

Eyða ekki tíma sínum í óþarfa

Peningarnir skipta ekki öllu fyrir þetta fólk, tíminn gerir það líka. Fólkið er meðvitað um hvað það ver tíma sínum í. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál