Verður þú alveg bensínlaus í október?

Elín Guðmundsdóttir og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hjá Forvörnum.
Elín Guðmundsdóttir og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hjá Forvörnum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Þegar sumarið fer að líða undir lok kemur oft sá tími í lífi fólks þar sem að það finnur fyrir ákveðnum létti, nú sé allt að fara í rútínu. Rútínan er svo mikilvæg en við þráum samt öll að brjóta upp rútínuna okkar og fá að njóta þess að þurfa ekki að vera bundin stað og tíma,“ segja þær Elín Guðmundsdóttir og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hjá Forvörnum í sínum nýjasta pistli: 

Það er mjög eðlileg tilfinning að við finnum fyrir að við hlökkum til haustsins með kertaljós og laufin farin að falla af trjánum það er líka mjög eðlileg tilfinning að við kannski finnum fyrir smá stressi eða kvíða yfir öllu því sem fram undan er.

Því er mikilvægt að við skipuleggjum haustið vel og við deilum ábyrgð á heimilinu þannig að ekki sé allt á herðum eins aðila og viðkomandi finnur að stressið sé farið að hellast yfir sig. Það er til lítils að fara í sumarfrí og ætla að kasta mæðunni í 3-4 vikur en fara svo beint aftur í sama farið. Þegar október kemur eru margir farnir að finna hvað haustið tekur í en enginn skilur hvers vegna það er að taka í andlega.

Það er til svar við því í sinni einföldustu mynd; jú það er vegna þess að þú sem einstaklingur ert ekki að taka ábyrgð á þinni líðan/hegðun heldur finnst auðveldara að gera þetta bara eins og síðast og þar síðast og sjá svo hvort einhver töfrasproti komi yfir mann, dusti töfradufti og leysi vandamálin. Að leita að ástæðu þessarar líðanar getur verið erfitt ef maður er ekki tilbúin(n) til þess að skoða inn á við hjá sjálfum sér og bera ábyrgð á hegðun og hugsun.

Að vera fastur í viðjum vanans og því að allt sé svo erfitt vegna þess að það er mikið álag að vera í vinnunni, sinna heimilinu og öllu hinu líka er eðlileg viðbrögð taugakerfisins til að varna því að við séum að keyra okkur út. En stundum eru þessi svokölluðu eðlilegu viðbrögð orðin óeðlileg og að við getum aldrei staldrað við því við vitum ekki hvernig við eigum að gera það erum hrædd við að leita okkur aðstoðar af því það er enn þá tabú.

Við hjá Forvörnum verðum var við þessa auknu áhyggjur á hverju hausti um hvað álagið sem fylgi vetrinum er mikið og þegar maður spyr veistu hvað það er sem veldur þér mestu álagi. Þá á einstaklingur stundum erfitt með að segja hvað sé að valda álagi og hvað ekki því hann er hættur að þekkja einkenni álags eða því sem flokkast undir venjulega rútínu hjá nútímafjölskyldu þar sem allt er orðið svo erfitt. Þegar við stöndum frammi fyrir að svara þessum spurningum þá finnur maður alltaf svör við hvað hlutir eru erfiðir og vekja neikvæðar tilfinningar hjá einstaklingum þar sem auðvelt er að festast í svokölluðum hugsunargildrum í huga manns. Hugsunargildra er þegar að maður fer að ofhugsa aðstæður og túlka þær á þann hátt að hugsunin er neikvæð eða jafnvel hamlandi á líf manns á einhvern hátt. Þegar slíkar hugsanir leita á mann er gott að spyrja sig hvað er raunverulega að gerast í aðstæðum í kringum okkur.

Er eitthvað af þessu mögulega þess eðlis í umfangi og stærð að maður getur brotið það niður í smærri verkefni eða bara jafnvel hugsað um verkefnið sem hluta af daglegri rútínu á jákvæðan hátt. Þegar verkefnin eru mörg og þarfir á heimilinu mismunandi þá er gott að brjóta þær niður í smærri skref og hugsa þau í tímabilum sem dæmi ég þarf alltaf að hætta í vinnunni kl 16 tvisvar í viku því þá þarf ég að sækja barn í leikskóla/skóla. Þá daga sem ég þarf að hætta klukkan 16 þarf ég að fara fyrr á stað í vinnuna og gera ráð fyrir því í tímastjórnun hjá mér að þessa daga þarf ég að sinna þessari skuldbindingu með jákvæðni og tilhlökkun. Við þessa litlu hugarfarsbreyting verður mögulega þessi hindrun ekki jafnmikil streita/hamlandi í rútínu daglegs lífs.

Önnur góð regla er að spyrja sig áður en maður tekur að sér ný verkefni sem maður er ekki viss um að maður geti sinnt nægjanlega vel hvað er þetta verkefni að fara að gera fyrir mig persónulega og langar mig í þetta verkefni. Þannig er það nú samt ekki með öll okkar verkefni sem við fáum að þau séu okkar val sum eru einfaldlega þvinguð inn í líf manns sem dæmi skyndileg veikindi í fjölskyldunni. Þá þarf maður að setja hugann á þann stað að maður geti yfirstígið þau eins og öll hin verkefnin sem maður getur valið. Það eru þessi verkefni sem koma óumbeðin inn í líf manns sem skilja eftir sig reynslu og þroska mann sem einstakling.

Það að geta lagt á stað inn í haustið með gott skipulag sem hentar manni er mjög gott til að fyrirbyggja streitu og kvíða. Það að leita sér aðstoðar við að skipuleggja dagskrána fyrir veturinn er bara allt í lagi. Þetta þarf ekki að vera svo flókið en getur svo sannarlega komið í veg fyrir streitu og álag þegar hið óvænta kemur sem heitir víst lífið sjálft. Eitt af okkar streituráðum hjá Forvörnum er hlúum að okkur sjálfum við undirbúning haustsins og gerum ráð fyrir því óvænta því þá verður öll rútína svo miklu auðveldari að takast á við.

Okkar bestu óskir um litríkt og ánægjulegt haust með minni streitu, álagi og lífsgæðakapphlaupi sem skilur ekkert eftir sig nema hugarangur um það sem skiptir svo engu máli þegar á reynir.

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is

Fóru í hjónabandsráðgjöf

18:00 Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13:45 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

12:27 Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

09:00 Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

06:00 Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

Í gær, 22:00 Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

í gær „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

í gær Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

í gær Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

í gær Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

í gær Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

í fyrradag Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

í fyrradag Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »

Nýjasta tískan í naglalökkum

11.11. Í vetur er flott að vera með neglur sem eru svipaðar húðlit handanna. Neglur og varir eru þá ekki í sama lit. Þetta útlit minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar hendurnar áttu að vera hreinlegar og fínar. Með þessu útliti ber meira á hringum og fylgihlutum. Meira »

Skemmtilega innréttað í Garðabæ

11.11. Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn, stór listaverk og grófur viður er áberandi. Meira »

Sagðist ekki passa í kjóla frá Beckham

11.11. Meghan hertogaynja er mjög meðvituð um kosti og galla líkama síns. Í gömlu viðtalið segist Meghan vera með of stuttan búk til þess að klæðast kjólum frá Victoriu Beckham. Meira »

Leiddist hræðilega 11 ára í Noregi

11.11. „Ég bjó í Noregi þegar ég var 11 ára eða í hálft ár í smábæ í Noregi þegar mamma mín var í námi. Hún var að læra textíl og ég þurfti að druslast með.“ Meira »

Er þetta ástæðan fyrir aukakílóunum?

10.11. Fólk fitnar ekki bara af því það kaupir alltaf kvöldmat í lúgusjoppu. Það má einnig kenna hormónaójafnvægi um það að fólk bæti á sig þrátt fyrir að það hámi í sig ávexti og hamist í ræktinni. Meira »

Hversu margar konur fá fullnægingu?

10.11. Karlar fá mun oftar fullnægingu í kynlífi en gagnkynhneigðar konur. Samkynhneigðar konur stunda besta kynlífið ef fullnæging er markmiðið. Meira »

Svona æfir stæltasta stjörnupar í heimi

10.11. Jennifer Lopez og Alex Rodriguez eru eitt frægasta og stæltasta par í heimi. Parið er duglegt að hreyfa sig saman en Lopez hefur vakið sérstaka athygli fyrir að vera 49 ára og líklega aldrei í betra formi. Meira »