Verður þú alveg bensínlaus í október?

Elín Guðmundsdóttir og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hjá Forvörnum.
Elín Guðmundsdóttir og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hjá Forvörnum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Þegar sumarið fer að líða undir lok kemur oft sá tími í lífi fólks þar sem að það finnur fyrir ákveðnum létti, nú sé allt að fara í rútínu. Rútínan er svo mikilvæg en við þráum samt öll að brjóta upp rútínuna okkar og fá að njóta þess að þurfa ekki að vera bundin stað og tíma,“ segja þær Elín Guðmundsdóttir og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hjá Forvörnum í sínum nýjasta pistli: 

Það er mjög eðlileg tilfinning að við finnum fyrir að við hlökkum til haustsins með kertaljós og laufin farin að falla af trjánum það er líka mjög eðlileg tilfinning að við kannski finnum fyrir smá stressi eða kvíða yfir öllu því sem fram undan er.

Því er mikilvægt að við skipuleggjum haustið vel og við deilum ábyrgð á heimilinu þannig að ekki sé allt á herðum eins aðila og viðkomandi finnur að stressið sé farið að hellast yfir sig. Það er til lítils að fara í sumarfrí og ætla að kasta mæðunni í 3-4 vikur en fara svo beint aftur í sama farið. Þegar október kemur eru margir farnir að finna hvað haustið tekur í en enginn skilur hvers vegna það er að taka í andlega.

Það er til svar við því í sinni einföldustu mynd; jú það er vegna þess að þú sem einstaklingur ert ekki að taka ábyrgð á þinni líðan/hegðun heldur finnst auðveldara að gera þetta bara eins og síðast og þar síðast og sjá svo hvort einhver töfrasproti komi yfir mann, dusti töfradufti og leysi vandamálin. Að leita að ástæðu þessarar líðanar getur verið erfitt ef maður er ekki tilbúin(n) til þess að skoða inn á við hjá sjálfum sér og bera ábyrgð á hegðun og hugsun.

Að vera fastur í viðjum vanans og því að allt sé svo erfitt vegna þess að það er mikið álag að vera í vinnunni, sinna heimilinu og öllu hinu líka er eðlileg viðbrögð taugakerfisins til að varna því að við séum að keyra okkur út. En stundum eru þessi svokölluðu eðlilegu viðbrögð orðin óeðlileg og að við getum aldrei staldrað við því við vitum ekki hvernig við eigum að gera það erum hrædd við að leita okkur aðstoðar af því það er enn þá tabú.

Við hjá Forvörnum verðum var við þessa auknu áhyggjur á hverju hausti um hvað álagið sem fylgi vetrinum er mikið og þegar maður spyr veistu hvað það er sem veldur þér mestu álagi. Þá á einstaklingur stundum erfitt með að segja hvað sé að valda álagi og hvað ekki því hann er hættur að þekkja einkenni álags eða því sem flokkast undir venjulega rútínu hjá nútímafjölskyldu þar sem allt er orðið svo erfitt. Þegar við stöndum frammi fyrir að svara þessum spurningum þá finnur maður alltaf svör við hvað hlutir eru erfiðir og vekja neikvæðar tilfinningar hjá einstaklingum þar sem auðvelt er að festast í svokölluðum hugsunargildrum í huga manns. Hugsunargildra er þegar að maður fer að ofhugsa aðstæður og túlka þær á þann hátt að hugsunin er neikvæð eða jafnvel hamlandi á líf manns á einhvern hátt. Þegar slíkar hugsanir leita á mann er gott að spyrja sig hvað er raunverulega að gerast í aðstæðum í kringum okkur.

Er eitthvað af þessu mögulega þess eðlis í umfangi og stærð að maður getur brotið það niður í smærri verkefni eða bara jafnvel hugsað um verkefnið sem hluta af daglegri rútínu á jákvæðan hátt. Þegar verkefnin eru mörg og þarfir á heimilinu mismunandi þá er gott að brjóta þær niður í smærri skref og hugsa þau í tímabilum sem dæmi ég þarf alltaf að hætta í vinnunni kl 16 tvisvar í viku því þá þarf ég að sækja barn í leikskóla/skóla. Þá daga sem ég þarf að hætta klukkan 16 þarf ég að fara fyrr á stað í vinnuna og gera ráð fyrir því í tímastjórnun hjá mér að þessa daga þarf ég að sinna þessari skuldbindingu með jákvæðni og tilhlökkun. Við þessa litlu hugarfarsbreyting verður mögulega þessi hindrun ekki jafnmikil streita/hamlandi í rútínu daglegs lífs.

Önnur góð regla er að spyrja sig áður en maður tekur að sér ný verkefni sem maður er ekki viss um að maður geti sinnt nægjanlega vel hvað er þetta verkefni að fara að gera fyrir mig persónulega og langar mig í þetta verkefni. Þannig er það nú samt ekki með öll okkar verkefni sem við fáum að þau séu okkar val sum eru einfaldlega þvinguð inn í líf manns sem dæmi skyndileg veikindi í fjölskyldunni. Þá þarf maður að setja hugann á þann stað að maður geti yfirstígið þau eins og öll hin verkefnin sem maður getur valið. Það eru þessi verkefni sem koma óumbeðin inn í líf manns sem skilja eftir sig reynslu og þroska mann sem einstakling.

Það að geta lagt á stað inn í haustið með gott skipulag sem hentar manni er mjög gott til að fyrirbyggja streitu og kvíða. Það að leita sér aðstoðar við að skipuleggja dagskrána fyrir veturinn er bara allt í lagi. Þetta þarf ekki að vera svo flókið en getur svo sannarlega komið í veg fyrir streitu og álag þegar hið óvænta kemur sem heitir víst lífið sjálft. Eitt af okkar streituráðum hjá Forvörnum er hlúum að okkur sjálfum við undirbúning haustsins og gerum ráð fyrir því óvænta því þá verður öll rútína svo miklu auðveldari að takast á við.

Okkar bestu óskir um litríkt og ánægjulegt haust með minni streitu, álagi og lífsgæðakapphlaupi sem skilur ekkert eftir sig nema hugarangur um það sem skiptir svo engu máli þegar á reynir.

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

18:00 Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

17:00 „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

15:00 Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

14:00 Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

10:21 Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

Í gær, 21:00 Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Í gær, 19:00 Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

í gær Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

í gær Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

í gær Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í gær Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

14.1. Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

14.1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

14.1. Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

14.1. Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »

Yndislegur en með litla kynhvöt

13.1. „Við elskum hvort annað mjög mikið en stundum bara kynlíf einu sinni í mánuði eða svo. Hann segist bara hafa litla kynhvöt.“  Meira »
Meira píla