Áhuginn kviknaði í veðurfræði

Erna Katrín Árnadóttir flugumferðarstjóri segist vera í draumastarfinu sínu.
Erna Katrín Árnadóttir flugumferðarstjóri segist vera í draumastarfinu sínu. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir

Erna Katrín Árnadóttir flugumferðarstjóri í flugstjórnarmiðstöð segir að símenntun sé nauðsynleg. Hún segist vera alsæl með að hafa ákveðið að læra flugumferðarstjórn og segir að það sé alltaf gaman í vinnunni.

Orðið flugumferðarstjóri skýrir sig nokkurn veginn sjálft. Við sjáum til þess að umferð flugvéla og annarra loftfara gangi smurt og örugglega fyrir sig. Flugumferðarstjórar fá snemma í náminu sérhæfingu í turni, aðflugi eða yfirflugi. Í stuttu máli hefur starfsmaður í turni yfirumsjón með allri umferð á flugvellinum sjálfum, sem og flugtaki og lendingu. Aðflugið tekur þá við og kemur vélum annaðhvort inn til lendingar eða frá flugvellinum. Í áframhaldandi klifri véla tekur yfirflugið við og stýrir vélum í næsta aðliggjandi flugstjórnarsvæði.“

Hvernig kom það til að þú ákvaðst að læra flugumferðarstjórn?

„Frá því að ég var barn hef ég verið heilluð af flugi, litið upp þegar ég heyrði í flugvél og skimað. Áhuginn hjá mér kviknaði þó fyrst af alvöru í kennslustund í veðurfræði við Háskóla Íslands þar sem kennarinn var að kynna okkur flugveðurfræði. Ég sótti um starf sem fluggagnafræðingur hjá Isavia en þar kynntist ég flugumferðarstjórninni betur. Að vinna í þessu skemmtilega umhverfi jók áhugann og þegar Isavia auglýsti eftir nemendum í flugumferðarstjórn sló ég til og sé ekki eftir því.“

Hvernig er þetta nám?

„Námið er þannig uppsett að nemendur byrja í almennu bóklegu námi. Að því loknu er bekknum skipt í hópa sem sérhæfa sig í turni, aðflugi eða yfirflugi. Bóklega náminu er áfram haldið í sérnáminu en þar er einnig rík áhersla lögð á verklega þáttinn sem fer fram í hermi. Þá tekur að lokum við starfsnám þar sem nemendur stýra flugumferð undir umsjón kennara.“

Hvernig líkaði þér í náminu?

„Þetta er mjög krefjandi og erfitt nám. Nemendur vinna náið með kennurum og fá stöðugt að kynnast nýjum raunverulegum verkefnum. Námið er ólíkt því sem ég hef áður kynnst en það er mjög lítið svigrúm gefið fyrir mistök og það þarf alltaf að hafa 100% einbeitingu. Námið er samt sem áður það skemmtilegasta sem ég hef stundað, gríðarlega fjölbreytt og engir tveir dagar eins.“

Hvaða eiginleikum þarf maður að vera gæddur til þess að geta orðið góður flugumferðarstjóri?

„Starfinu fylgir mikil ábyrgð og mikilvægt er að geta tekið réttar ákvarðanir hratt. Flókin vandamál geta komið upp undir mikilli pressu og þá þarf oft að grípa í plan B, C eða jafnvel D.“

Hvernig er andrúmsloftið í vinnunni?

„Stemningin í vinnunni er mjög góð og félagslífið öflugt. Einnig er gaman að eiga í samskiptum við flugmenn og aðra flugumferðarstjóra um allan heim.“

Hvernig líkar þér að vinna sem flugumferðarstjóri?

„Ég er með sérhæfingu í yfirflugi og starfa því í flugstjórnarmiðstöðinni sem staðsett er í Reykjavík. Staðsetningin og vaktavinnan henta mér mjög vel. Ég hlakka til að mæta í vinnuna og geri mér grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið.“

Hvar sérðu sjálfa þig eftir fimm ár?

„Símenntun er mikilvægur hluti af starfinu, enda reglur og tækni í sífelldri þróun. Ég verð komin með aukna reynslu og meiri réttindi og held áfram að rokka þetta.“

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

18:00 „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

15:00 Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

12:00 „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

09:10 „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

06:00 Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

Í gær, 23:59 Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

Í gær, 21:00 Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

í gær Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

í gær Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

í gær Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

í gær Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

í gær Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

í fyrradag Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

í fyrradag „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

12.11. Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

12.11. Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

12.11. Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

12.11. Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »