Áhuginn kviknaði í veðurfræði

Erna Katrín Árnadóttir flugumferðarstjóri segist vera í draumastarfinu sínu.
Erna Katrín Árnadóttir flugumferðarstjóri segist vera í draumastarfinu sínu. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir

Erna Katrín Árnadóttir flugumferðarstjóri í flugstjórnarmiðstöð segir að símenntun sé nauðsynleg. Hún segist vera alsæl með að hafa ákveðið að læra flugumferðarstjórn og segir að það sé alltaf gaman í vinnunni.

Orðið flugumferðarstjóri skýrir sig nokkurn veginn sjálft. Við sjáum til þess að umferð flugvéla og annarra loftfara gangi smurt og örugglega fyrir sig. Flugumferðarstjórar fá snemma í náminu sérhæfingu í turni, aðflugi eða yfirflugi. Í stuttu máli hefur starfsmaður í turni yfirumsjón með allri umferð á flugvellinum sjálfum, sem og flugtaki og lendingu. Aðflugið tekur þá við og kemur vélum annaðhvort inn til lendingar eða frá flugvellinum. Í áframhaldandi klifri véla tekur yfirflugið við og stýrir vélum í næsta aðliggjandi flugstjórnarsvæði.“

Hvernig kom það til að þú ákvaðst að læra flugumferðarstjórn?

„Frá því að ég var barn hef ég verið heilluð af flugi, litið upp þegar ég heyrði í flugvél og skimað. Áhuginn hjá mér kviknaði þó fyrst af alvöru í kennslustund í veðurfræði við Háskóla Íslands þar sem kennarinn var að kynna okkur flugveðurfræði. Ég sótti um starf sem fluggagnafræðingur hjá Isavia en þar kynntist ég flugumferðarstjórninni betur. Að vinna í þessu skemmtilega umhverfi jók áhugann og þegar Isavia auglýsti eftir nemendum í flugumferðarstjórn sló ég til og sé ekki eftir því.“

Hvernig er þetta nám?

„Námið er þannig uppsett að nemendur byrja í almennu bóklegu námi. Að því loknu er bekknum skipt í hópa sem sérhæfa sig í turni, aðflugi eða yfirflugi. Bóklega náminu er áfram haldið í sérnáminu en þar er einnig rík áhersla lögð á verklega þáttinn sem fer fram í hermi. Þá tekur að lokum við starfsnám þar sem nemendur stýra flugumferð undir umsjón kennara.“

Hvernig líkaði þér í náminu?

„Þetta er mjög krefjandi og erfitt nám. Nemendur vinna náið með kennurum og fá stöðugt að kynnast nýjum raunverulegum verkefnum. Námið er ólíkt því sem ég hef áður kynnst en það er mjög lítið svigrúm gefið fyrir mistök og það þarf alltaf að hafa 100% einbeitingu. Námið er samt sem áður það skemmtilegasta sem ég hef stundað, gríðarlega fjölbreytt og engir tveir dagar eins.“

Hvaða eiginleikum þarf maður að vera gæddur til þess að geta orðið góður flugumferðarstjóri?

„Starfinu fylgir mikil ábyrgð og mikilvægt er að geta tekið réttar ákvarðanir hratt. Flókin vandamál geta komið upp undir mikilli pressu og þá þarf oft að grípa í plan B, C eða jafnvel D.“

Hvernig er andrúmsloftið í vinnunni?

„Stemningin í vinnunni er mjög góð og félagslífið öflugt. Einnig er gaman að eiga í samskiptum við flugmenn og aðra flugumferðarstjóra um allan heim.“

Hvernig líkar þér að vinna sem flugumferðarstjóri?

„Ég er með sérhæfingu í yfirflugi og starfa því í flugstjórnarmiðstöðinni sem staðsett er í Reykjavík. Staðsetningin og vaktavinnan henta mér mjög vel. Ég hlakka til að mæta í vinnuna og geri mér grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið.“

Hvar sérðu sjálfa þig eftir fimm ár?

„Símenntun er mikilvægur hluti af starfinu, enda reglur og tækni í sífelldri þróun. Ég verð komin með aukna reynslu og meiri réttindi og held áfram að rokka þetta.“

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

Í gær, 16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

Í gær, 13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

Í gær, 10:00 Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

Í gær, 05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í fyrradag Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í fyrradag „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

í fyrradag Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í fyrradag „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »