Er hægt að taka barnið af mér?

Íslensk kona veltir fyrir sér staðgöngumæðrun og hverjar reglurnar séu.
Íslensk kona veltir fyrir sér staðgöngumæðrun og hverjar reglurnar séu. mbl.is/Thinkstock

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er að velta fyrir sér staðgöngumæðrun. 

Sæl

 

Ég er 35 ára kona sem á ekki börn en hef áhuga á að eignast mín eigin börn, a.m.k. eitt. Ég komst að því fyrir stuttu að ég gæti ekki gengið með börn og fór því að „googla“ staðgöngumæðrun. Ég veit að það er ekki löglegt á Íslandi en ef við förum í gegnum ferlið í útlöndum lendum við þá í vandræðum þegar við komum til Íslands? Væri hægt að taka barnið af mér?

 

Bestu kveðjur,

Ein barnlaus

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður.
Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður. mbl.is/Valgarður Gíslason

Sæl Ein barnlaus!

Það er rétt hjá þér að staðgöngumæðrun er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Hins vegar eru dæmi um íslensk pör sem hafa þegið þjónustu staðgöngumóður erlendis þar sem hún er víða viðurkennd og lögleg. Þú gætir hins vegar þurft að horfast í augu við það að íslensk yfirvöld viðurkenni ekki slík foreldratengsl ákveðir þú að fara þá leið.

Það er dæmi um hugrakkt íslenskt par sem leitaði þessarar leiðar. Þá var gjafakynfrumum úr karli og konu komið fyrir í móðurlífi staðgöngumóður í ríki Bandaríkjanna þar sem staðgöngumæðrun er fullkomlega lögleg. Parið lenti hins vegar í vandræðum þegar heim var komið en Þjóðskrá Íslands neitaði að skrá parið sem foreldra barnsins. Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt Íslands sem staðfesti ákvörðun Þjóðskrár og ræddi sérstaklega um að fjölskyldutengsl hefðu ekki skapast á milli parsins og barnsins að íslenskum lögum.

Persónulega finnst mér þetta heldur gamaldags viðhorf þar sem fjölskyldutengsl geta verið alls konar og stofnast með ýmsum hætti. Lögin eru hins vegar svona.

Þú segir ekki hvort notast verður við eggfrumur úr þér við staðgöngumæðrunina en það gæti skipt máli.  Í máli parsins sem ég nefndi var m.a. horft til þess að engin líffræðileg tengsl væru á milli pars og barns. Ef notuð væri eggfruma úr þér þá væru líffræðileg tengsl til staðar við barnið og því stæðirðu mögulega sterkari að vígi gagnvart skráningu á foreldratengslum. Ég get þó ekkert fullyrt í þeim efnum.

Þú spyrð hvort að barnið verði tekið af þér. Í framangreindu máli fékk parið ekki forsjá barnsins. Barnaverndarnefnd tók við forsjá þess en parið hafði hins vegar barnið hjá sér áfram á grundvelli fóstursamnings, þ.e. barnið er enn í umsjá parsins (foreldra sinna) en það hefur ekki formlega forsjá þess. Það er erfitt að segja til um hvort að þetta yrði reyndin en það er hins vegar mögulegt.

Margir telja að þetta algjöra bann við staðgöngumæðrun hér á landi sé tímaskekkja. Það er sérstaklega áhugavert að horfa á þetta úrræði sem staðgöngumæðrun er í tengslum við ættleiðingar. Við ættleiðingu eru oftast nær engin líffræðileg tengsl á milli ættleidds barns og foreldra en sú leið til barneigna er þó að fullu lögleg og viðurkennd hér á landi. Ég tel aðeins tímaspursmál þar til þessu verður breytt.

Gangi þér allt í haginn!

Kær kveðja, Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Heiðrúnu spurningu á smartland@mbl.is 

mbl.is

Hvenær verður fólk fullorðið?

18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

10:00 Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

Í gær, 23:24 Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í gær Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í gær Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í gær „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

í gær Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í gær „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

í fyrradag Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

17.1. Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »