Fer ekki í fýlu og reynir að vera almennileg

Ragna Árnadóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra og nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Ragna Árnadóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra og nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.

Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, er ein smartasta kona Íslands í víðasta skilningi þess orðs. Hún er áberandi best klædd alltaf og svo lætur hún verkin tala á vinnumarkaðnum. Smartland gefur henni orðið. 

Á hvaða tónlist hlustar þú á á laugardagskvöldi?

„Góða danstónlist af plötu sem Maggi maðurinn minn gæti hafa keypt í Lucky Records. Sennilega eitthvert „one hit wonder“.“

Hvað er lúxus í þínum huga?

„Að fá að vera alveg út af fyrir mig. Ekki of lengi samt.“

Ef þú þyrftir að bjarga einni flík úr eldsvoða, hver yrði fyrir valinu?

„Ég myndi stökkva í ullarsamfestinginn minn frá Steinunni. Bæði er hann mjög fallegur og svo tengist hann minningu látinnar vinkonu, ég hugsa hlýlega til hennar í hvert sinn sem ég fer í hann.“

Hvert er besta ráð sem þú hefur fengið?

„Ráð sem ég fékk frá ömmu minni, að fara ekki í fýlu og vera bara almennileg.“

Hvert sækir þú innblástur þegar kemur að tísku?

„Ég fylgist með og blaða reglulega í gegnum ítalska, franska og breska Vogue. Ég veit hvað ég vil þegar ég sé það.“

Hvert er besta tískuráð allra tíma?

„Spyrja sig: Er þetta viðbót við fataskápinn? (Ráð frá eiginmanninum!).“

Hvað getur fólk gert til að breyta heiminum?

„Barist gegn vitleysunni.“

Hvaða snyrtivöru getur þú ekki lifað án?

„Chanel-augnblýantar í öllum litum eru í uppáhaldi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál