Gettu hvað þau spöruðu á edrú-mánuði

Guttormur Árni er á því að ef við gerum holla ...
Guttormur Árni er á því að ef við gerum holla hluti fyrir fjármálin okkar munum við ná auknum tökum á fjárhagslegu heilbrigði sem skilar sér í meiri jákvæðni á öllum sviðum í lífinu. Ljósmynd/Aðsend

Edrú-áskorun hjá Meniga vakti áhuga á dögunum enda hefur umræða um andlega og líkamlega heilsu verið áberandi að undanförnu. Edrú-áskorunin gengur út að fólk sem notar Meniga-snjallforritið, sem má sækja ókeypis í snjallsíma, eyði engu í áfengi í febrúarmánuði.

Guttormur Árni, þjónustustjóri Meniga, segir að með því að nota Meniga-snjallforritið geti fólk stuðlað að bættri fjárhagsheilsu, sem sé ekki síður mikilvæg en andleg og líkamleg heilsa. Áskoranir sem taka má í Meniga-snjallforritinu eru mikilvægur þáttur í þessu.

Heildarsparnaður tugir milljóna

„Það er rúmt eitt ár síðan að áskoranir fóru í loftið hjá okkur og voru þær gerðar til að ýta undir jákvæðar venjur hjá fólki. Við viljum stuðla að góðri fjárhagslegri heilsu þeirra sem nota appið okkar, enda hafa rannsóknir sýnt að allt að 40% af því sem við gerum dagsdaglega er gert af einskærum vana.

Ef við venjum okkur á að gera holla hluti fyrir fjármálin okkar munum við ná auknum tökum á fjárhagslegu heilbrigði sem skilar sér í meiri jákvæðni á öllum öðrum sviðum í lífi okkar.“

Hann segir að heildarsparnaður notenda sem tekið hafa þátt í áskorunum hjá Meniga sé tugir milljóna. 

„Heildarsparnaðurinn til þessa telur um 79 milljónir króna til þessa. Það gerir um það bil 24.500 kr. á heimili en rúmlega þrjú þúsund manns hafa tekið þátt í áskorunum hjá okkur. Þetta virkar þannig að forritið sér um að velja áskorun fyrir viðkomandi. Þeir sem eyða töluverðum upphæðum í hverjum mánuði í áfengi, geta fengið uppástungu um að prófa edrú mánuð, þeir sem eyða í skyndibita gætu fengið þá áskorun að eyða minna í skyndibita og þar fram eftir götunum. Fólk getur líka sett upp eigin áskoranir.“

Að taka fjármálin í gegn eins og hver önnur lífsstílsbreyting

Guttormur segir ótrúlega áhugavert að vera hluti af teymi Meniga, enda séu notendur Meniga-snjallforritsins yfir 50.000 talsins hér á landi. Þótt fyrirtækið hafi einungis verið starfandi í tæplega tíu ár er saga þess mögnuð. Meniga þjónustar nú yfir 80 fjármálastofnanir í yfir 30 löndum og nær til 65 milljónir manna víðs vegar um heiminn. 

Guttormur líkir því að taka fjármálin í gegn við aðrar lífsstílsbreytingar. „Þegar þú ætlar að taka heilsuna í gegn ferðu til dæmis í ræktina. Þú byrjar á að stíga á vigtina og gerir síðan áætlanir um mataræði og æfingar. Það sama á við um fjármálin. Ef þú sækir Meniga-appið  ertu að fara á vigtina – síðan færðu uppástungur frá okkur um leiðir til að spara og eignast meiri pening fyrir því sem þig langar að gera í lífinu.

Ef það að minnka eyðslu í skyndibita eða lækka kostnað við matarinnkaupin getur látið drauminn um að eignast eigin íbúð rætast eða fara í draumafríið þá er til mikils að vinna að okkar mati.“

Guttormur er sammála því að fjármálin séu kvíðavaldandi fyrir marga og að oft þurfi aðstoð til að líta á fjármálin sín á meira valdeflandi hátt. „Það er ekkert að óttast. Fyrsta skrefið er bara að skoða stöðuna og byrja smátt, t.d. að setja upp eina áskorun. Að þessu leyti erum við hjá Meniga á svipaðri línu og mörg heilsusnjallforrit sem aðstoða fólk við að fara heilbrigðari leiðir í lífinu.“

Það upplifir enginn hugarró þegar fjármálin eru út og suður

 Hvað kom af stað þínum áhuga á þessum málum?

„Ég hef unnið hjá Meniga í fjögur ár og hef lifað og hrærst í þessum heimi með notendum Meniga allan þennan tíma. Þó að ég hafi gaman af þessu þarf ég sjálfur að vera vakandi fyrir því í hvað ég eyði. Ég er á því að þetta sé eitthvað sem maður þarf alltaf að vera meðvitaður um. Maður getur alltaf gert betur og uppskeran hvað bætta fjárhagslega heilsu er í takt við þá vinnu sem lögð í að efla hana.“

Að lokum mælir Guttormur með að fólk taki inn í reikninginn hjá sér þessa fjármálaheilsu sem stóran undirliggjandi þátt í vellíðan og hamingju.

„Það að vera í líkamlega góðu formi skiptir miklu máli. Andleg vellíðan líka. Það upplifir enginn ró í huga þegar fjármálin eru út og suður. Að nota Meniga-appið er góð og ókeypis leið til að efla fjárhagslega heilsu, skref fyrir skref.“

mbl.is

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

14:13 „Aldrei fengið kvartanir né lent í neinu á öllum þessum vinnustöðum eins og ég upplifði hjá Fjármálaeftirlitinu. Þó oft hafi gengið mikið á. Segir það ekki eitthvað?“ Meira »

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

11:13 Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

10:15 Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

05:00 Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

Í gær, 22:00 „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

Í gær, 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

Í gær, 17:00 „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

í gær Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

í gær Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

í gær Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

í fyrradag Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

í fyrradag Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

í fyrradag Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

í fyrradag „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

í fyrradag Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

19.2. Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

19.2. Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

19.2. Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

18.2. Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

18.2. Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

18.2. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »