Sögðu skilið við lögfræði og slógu í gegn

Rebel Wilsin, Andrea Bocelli og Gerard Butler eiga ekki bara …
Rebel Wilsin, Andrea Bocelli og Gerard Butler eiga ekki bara frægðina sameiginlega. Samsett mynd

Á dögunum greindi Vogue frá því að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West ætlaði að ná sér í lögmannsréttindi eftir aðeins þrjú ár. Kardashian West verður þó ekki eina löglærða stjarnan þegar hún lýkur námi. Kemur fram á vef tískutímaritsins að nokkrar stjörnur hafa lært lögfræði á námsárum sínum. Ólíkt hinum stjörnunum heillaðist raunveruleikastjarnan mun seinna á lífsleiðinni af lögfræðinni og möguleikum hennar. 

Gemma Chan

Stjarnan úr Crazy Rich Asians lærði lögfræði í Worcester-háskólanum á Englandi og fékk starf á lögfræðistofu í London sem hún tók ekki þar sem hún komst inn í leiklistarskóla. 

Breska leikkonan Gemma Chan.
Breska leikkonan Gemma Chan. mbl.is/AFP

Gerard Butler

Íslandsvinurinn stundaði lögfræðinám við lagadeild Glasgow-háskóla auk þess sem hann var var í starfsnámi í Edinborg. Hann flutti seinna til London og sló í gegn sem leikari. 

Gerard Butler.
Gerard Butler. mbl.is/AFP

Andrea Bocelli

Blindi óperusöngvarinn stundaði lögfræði í háskólanum í Písa og starfaði sem lögfræðingur í eitt ár áður en hann sneri sér að tónlistinni.

Ítalski tenórinn Andrea Bocelli ásamt eiginkonu sinni Veronicu Berti.
Ítalski tenórinn Andrea Bocelli ásamt eiginkonu sinni Veronicu Berti. mbl.is/AFP

Jerry Springer

Spjallþáttastjórnandinn var meðeigandi í lögfræðistofu í Ohio á árunum 1973 til 1985. 

Jerry Springer.
Jerry Springer. mbl.is/AFP

Rebel Wilson

Ástralska grínleikkonan útskrifaðist bæði með BA-gráðu í leikhúsfræðum og lögfræði árið 2000. 

Grínleikkonan Rebel Wilson.
Grínleikkonan Rebel Wilson. mbl.is/AFP

John Cleese

Leikarinn lék ekki bara í Monty Python og auglýsingu fyrir Kaupþing hann náði sér líka í lögfræðigráðu árið 1963. 

mbl.is