Arnar Már hannar jakka sem er líka bakpoki

Arnar Már Jónsson hannaði sérstaka HM treygju fyrir EM.
Arnar Már Jónsson hannaði sérstaka HM treygju fyrir EM.

Arnar Már Jónsson fatahönnuður sem hannar herrafatnað undir eigin nafni er í viðtali við Vogue þar sem hann ræðir fatalínu sína, viðveru sína á Íslandi og framtíðarhorfur í tískunni.

Arnar Már útskrifaðist frá Ryoal College of Arts árið 2017 og stofnaði tískulínuna í kjölfar þess. Í viðtalinu er einnig rætt við Luke Stevens sem starfar með Arnari sem listrænn stjórnandi vörumerkisins. 

Í viðtalinu kemur fram að Arnar sé að leyfa merkinu að þróast hægt og rólega. Hann er staddur á Íslandi um þessar mundir vegna kórónuveirunnar en samvinnan á milli hans og Stevens gangi vel í gegnum netið. 

View this post on Instagram

AMJ // SS21 Styling and Consulting: @maxpearmain Photo: @eddiethewheel Leaves: @murrlenny Models: @joe.carlyle

A post shared by Arnar Mar Jonsson (@arnarmarjonsson) on Aug 7, 2020 at 4:18am PDT

„Ástæðan fyrir því er ekki einvörðungu vegna umhverfisins. Heldur er megin ástæða þess að það kostar að búa til tískulínu og viðskiptavinir sem vilja kaupa vörur úr gæða efnum vilja ekki sjá hana víða. sem kosta.“

Eins segir Arnar talsvert mikla nýsköpun fólgna í hönnuninni. 

„Við gerum flíkurnar þannig að hægt sé að nota þær bæði í borg og sveit. Þú geur breytt jakkanum sem þú notar í borginni, í bakpoka þegar þú þarft að fara út á landi,“ segir hann í viðtalinu. 

View this post on Instagram

AMJ // SS21 Styling and Consulting: @maxpearmain Photo: @eddiethewheel Leaves: @murrlenny Models: @judecantcomeouttoplay

A post shared by Arnar Mar Jonsson (@arnarmarjonsson) on Aug 10, 2020 at 2:36am PDT

Arnar Már Jónsson hannar áhugaverðan fatnað sem á vel við …
Arnar Már Jónsson hannar áhugaverðan fatnað sem á vel við í borgarferðum en einnig upp í sveit. mbl.is/sjáskot Instagram
mbl.is