Stjörnur sem koma á óvart á Forbes

Dolly Parton er frábær viðskiptakona sem þénar 6-8 milljónir dala …
Dolly Parton er frábær viðskiptakona sem þénar 6-8 milljónir dala árlega í þóknun þegar lögin hennar eru spiluð í útvarpi. mbl.is/AFP

Það er ýmislegt sem kemur á óvart þegar Forbes-listi yfir ríkustu konur veraldar árið 2021 er skoðaður (e. Richest Self-made Women 2021). Söngkonan Dolly Parton er í 86. sæti listans og eru eignir hennar metnar á 350 milljónir dala. 

Tónlist hennar er engri lík og þénar hún 6-8 milljónir dala árlega í þóknun þegar einhver af 3.000 lögum sem hún hefur sungið eða gert eru spiluð. Lög á borð við Jolene og 9-5 eru ennþá vinsæl og í spilun svo dæmi séu tekin.

Hún hefur átt sitt eigið framleiðslufyrirtæki frá árinu 1966. Þriðjungur alls sem hún hefur búið til í gegnum tíðina er í gegnum tónlistina. Skemmtigarðurinn hennar Dollywood í Tennessee sem stofnaður var fyrir 35 árum er stærsta einstaka eign hennar. 

Parton er 75 ára að aldri og býr enn til mikið af peningum. Hún er vinsæl tónlistarkona en ekki síður vinsæl leikkona. Unga fólkið elskar að fylgja henni á samfélagsmiðlum og því er viðskiptaveldi hennar í blóma nú sem fyrr. 

Fyrirsætan Cindy Crawford á helmings hlut í snyrtivörufyrirtæki.
Fyrirsætan Cindy Crawford á helmings hlut í snyrtivörufyrirtæki. mbl.is/Instagram

Fyrirsætan Cindy Crawford vermir sæti 100 á listanum yfir ríkustu konur veraldar og eru eignir hennar metnar á 255 milljónir dala. Helsta tekjulind hennar eru snyrtivörur, sem kemur mörgum skemmtilega á óvart. Eftir að hún varð vinsæl fyrirsæta stofnaði hún fyrirtækið Meaningful Beauty árið 2004. Fyrirtækið skilaði 100 milljónum dala í tekjur í fyrra og byrjaði að setja hárvörur á markað nýverið. Crawford á helminginn í fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál