Settu þér fjárhagsleg markmið á árinu

Fortuna Invest: Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur …
Fortuna Invest: Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir.

Mörg viljum við hefja árið með glæsibrag, með öll okkar mál á hreinu. Margir setja sér markmið í heilsuræktinni en það eru einnig fjölmargir sem setja sér fjárhagsleg markmið í byrjun árs. 

Rósa Kristinsdóttir hjá Fortuna Invest hvetur fólk til þess að setja sér markmið í fjármálum og að það sé meðvitað um sína fjárhagslegu stöðu.

„Með því að setja þér fjárhagsáætlun og fjárhagsleg markmið ákveður þú hvert peningurinn fer í staðinn fyrir að velta fyrir þér hvert peningurinn fór,“ segir Rósa.

Fortuna Invest heldur úti fróðlegri síðu á Instagram þar sem fylgjendur geta fengið góðar hugmyndir að leiðum til sparnaðar og fjárfestinga. Á dögunum báðu þær, sem að Fortuna Invest standa, fylgjendur sína um að deila með sér fjárhagslegum áramótaheitum og fengu fjölmargar hugmyndir sem flestir ættu að geta nýtt sér.

Hugmyndir að fjárhagslegum áramótaheitum:

1. Að vera meðvitaður um fjármálin og skipuleggja þau 

2. Hlusta á hlaðvarpsþætti og lesa bækur um fjármál

3. Borga niður yfirdrátt. Það borgar sig alltaf að greiða fyrst niður skuldir sem bera háa vexti

4. Borga niður minna húsnæðislánið sem oftast er viðbótarlán og ber hærri vexti

5. Spara og fjárfesta. Margt smátt gerir eitt stórt. Benda má á að lægsta fjárhæð sem hægt er að fara í áskrift í sjóði er fimm þúsund krónur. Það gera 60 þúsund á ári og þá á eftir að taka tillit til möulegrar ávöxtunar og vaxtavaxta.

6. Klára allar raðgreiðslur.

7. Segja upp áskriftum sem maður er ekki að nota mikið. Allt safnast saman.

8. Að eiga fyrir utanlandsferðinni í stað þess að setja hana á kreditkortið og borga síðar. 

9. Hugsa sig vandlega um áður en eitthvað er keypt. 

10. Hætta að sóa mat. Nýta afganga og ekki fara svangur í búðina.

11. Finna sér „fjármála-vin“ til þess að ræða um fjármál af viti og yfirvegun.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál