Kærastinn býr enn þá hjá sinni fyrrverandi

Kærastinn segist sofa í öðru herbergi en fyrrverandi kærastan.
Kærastinn segist sofa í öðru herbergi en fyrrverandi kærastan. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem er óörugg í sambandinu sínu leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Kæra Deidre, ég stundaði kynlíf með ástmanni mínum í mörg ár áður en kærastan hans vissi. Nú erum við búin að vera kærustupar í næstum því heilt ár en hann býr enn þá heima hjá sinni fyrrverandi. Ég elska hann í tætlur og vil að við flytjum inn saman en þegar ég nefni það virðist hann ekki hafa áhuga. Ég er 32 ára og vil fara að koma mér vel fyrir, kærastinn minn er 36 ára. 

Mér er sama þó svo að hann búi með sinn fyrrverandi þar sem hún veit af mér og þau eru hvort með sitt svefnherbergið en það er erfitt fyrir okkur að hittast þar sem hann vinnur óreglulega. Eina kvöldið í vikunni sem við getum verið saman er kvöldið sem hann fer á barinn með vinum sínum. Núna segir hann að hann og hans fyrrverandi séu að fara saman til Kanada að hitta frændfólk hans. Þetta allt gerir mig stressaða. 

Ráðgjafinn spyr þar sem hann hélt fram hjá með henni hvort hann sé ekki bara að halda fram hjá núna með fyrrverandi kærustunni. 

Hvort með sitt svefnherbergið hljómar eins og aum útskýring, sérstaklega þar sem þau eru á leið til Kanada saman. Hann fer frekar á barinn en að eyða tíma með þér. Ekki einbeita þér að manni sem hefur þig svona neðarlega á forgangslistanum sínum. Þú getur gert miklu betur. 

Konan er með áhyggjur af sambandinu.
Konan er með áhyggjur af sambandinu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál