„Markísan lengir sumarið á pallinum“

Kolbrún Kolbeinsdóttir hefur lagt sig fram um að gera pallinn …
Kolbrún Kolbeinsdóttir hefur lagt sig fram um að gera pallinn fyrir utan húsið sitt eins notalegan og hægt er fyrir þennan árstíma. mbl.is/Árni Sæberg

Kolbrún Kolbeinsdóttir, viðskiptastjóri fagfjárfesta hjá Íslandsbanka, er ein þeirra sem elskar að vera úti. Hún hefur fundið nokkrar góðar leiðir til að geta drukkið kaffið sitt undir berum himni núna. Kolbrún býr í fallegu raðhúsi uppi við Elliðavatn ásamt fjölskyldu sinni. Heimili hennar ber þess merki að hún elskar að hugsa um umhverfið sitt, að þrífa og gera fallegt í kringum sig. Garðurinn er engin undantekning á því. Verönd hússins er skemmtileg og mjög vel hugsuð fyrir heimilisfólkið. 

„Garðurinn minn er lítill og þægilegur og er meira og minna pallurinn. Ég vil hafa garðinn einfaldan og viðhaldið sem minnst. Þegar tekur að vora, þá verð ég alltaf frekar óþolinmóð að komast út í garðinn og njóta þar. Ég er mikið fyrir útiveru og vil helst geta tekið morgunkaffið úti, áður en ég fer í vinnuna eða áður en ég tek golfhringinn. Það er svo mikið frelsi fólgið í því að vera úti og njóta og þá sér í lagi að geta borðað úti. Ég er með markísu úti í garðinum sem kemur að góðum notum og það sama má segja um hitara, sem eru alveg ómissandi núna.“

Hér má sjá hvað markísan veitir mikið skjól á pallinum.
Hér má sjá hvað markísan veitir mikið skjól á pallinum. mbl.is/Árni Sæberg

Markísan var keypt í Seglagerðinni Ægi. Hún var sett upp í september í fyrra og lengdi hún sumarið talsvert á pallinum. 

„Það er ýmislegt sniðugt hægt að gera í garðinum svo hann veiti skjól allt árið um kring. Ég fékk markísuna frekar seint á síðasta ári, svo hún hefur ekki verið mikið notuð. Ég vildi hafa hana klára fyrir vorið á þessu ári. Hún nýttist þó í nokkur skipti þegar við grilluðum og borðuðum úti. Barnabarnið mitt hefur verið duglegt að leika úti á palli undir markísunni og finnst gaman að fikta í fjarstýringunni sem fylgir með henni. Að stýra því hvort markísan fari inn eða út.

Börnin elska að leika sér á pallinum undir markísunni.
Börnin elska að leika sér á pallinum undir markísunni. mbl.is/Árni Sæberg

Ég er einnig með glervegg sem ég lét smíða fyrir mig sem skýlir fyrir vindi, en hann getur verið töluverður hér í efri hæðum. Veggurinn líkt og markísan, geta gert gæfumuninn í garðinum.“

Kolbrún elskar að þrífa og að hafa fallegt og hreint í kringum sig. Hún er þó ófeimin við að fá aðstoð með viðhald garðsins. 

„Ég held stundum að ég hefði átt að vera landlagsarkitekt. Ég hef unun að allskonar hönnun varðandi garða og þegar ég fermdist þá fékk ég nokkur birkitré í fermingargjöf frá föðurömmu minni. Svo mikill var áhuginn að gera garð foreldra minna fallegan.

Það er ekki mikil vinna við garðinn minn. Ég er að fara að taka grasið og mun flísaleggja þann part með stórum flísum, sem eru svolítið eins og þær séu notaðar. Þær eru óreglulegar og einstaklega fallegar. Það er þó töluverð vinna að halda pallinum við, þar að segja að bera á hann. Ég hef alltaf gert það sjálf, en ætla nú að fá hann Þorstein Magnússon, Steina málara, til taka hann í gegn fyrir mig.“

Kolbrún er alltaf með sama ráðið fyrir fólk sem langar að fjárfesta í garðinum sínum. 

„Það er best að spara fyrir því sem maður ætlar að kaupa sér, sama hvað það er.“ 

Kolbrún mælir með því við alla að gera huggulegt í …
Kolbrún mælir með því við alla að gera huggulegt í kringum sig í garðinum, en segir gott að muna að spara fyrir þessum framkvæmdum sem öðrum þegar kemur að húsinu. mbl.is/Árni Sæberg
Blóm gera mikið fyrir pallinn.
Blóm gera mikið fyrir pallinn. mbl.is/Árni Sæberg
Pallurinn er frekar stór miðað við garðinn og þar getur …
Pallurinn er frekar stór miðað við garðinn og þar getur Kolbrún setið úti og drukkið kaffibollann sinn áður en hún fer í vinnunni eða út á golfvöllinn. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál