Haraldur Þorleifsson er manneskja ársins

Haraldur Þorleifsson.
Haraldur Þorleifsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Þorleifsson, 45 ára gamall hönnuður og stofnandi stafræna hönnunarfyrirtækisins Ueno, er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands. Allt þetta ár hefur hann stutt við þá sem minna mega sín ásamt því að rampa upp Ísland og bæta þannig aðgengi fyrir fatlaða.

Haraldur er sjálfur í hjólastól en hann er með vöðvarýrnunarsjúkdóm.

„Ég var greindur þegar ég var svo ungur. Ég var bara tveggja ára. Þannig að ég hef einhvern veginn aldrei verið meðvitaður um að ég væri ekki með sjúkdóm. Það er kannski öðruvísi áfall að fá aldrei áfallið. Það er aldrei rétti tíminn til að fara í eitthvert sorgarferli. Oft hjá fólki sem lendir í slysi eða eitthvað þannig þá fer sorgarferli strax í gang. Þegar fólk fæðist með eitthvað svona eða er í þessum aðstæðum frá byrjun þá fer það aldrei í gegnum sama ferlið,“ segir Haraldur og segist vera í afneitun með sinn sjúkdóm.

„Það fer rosalega lítill tími hjá mér í að hugsa um að ég sé með þennan sjúkdóm,“ segir hann.

Haraldur hefur á árinu gefið fólki, sem átti erfitt, peningagjafir. Þegar hann er spurður að því hvað hann hafi gefið mikla peninga vill hann ekki gefa það upp. „Það er ákveðið frelsi sem fylgir peningum. Það eru oft ekki endilega háar upphæðir sem geta hjálpað fólki í gegnum erfiðar aðstæður. Þá hef ég reynt að bregðast við.“

Hefur þú ekkert áhyggjur af því að féð klárist?

„Endurskoðandinn minn hefur miklar áhyggjur af því. Hann kvartar yfir því mánaðarlega. En nei, ekki miklar. En það getur allt gerst.“

Ítarlegt viðtal er við Harald í Smartlandsblaðinu, sem fylgir Morgunblaðinu í dag, og einnig er rætt við hann í sjónvarpsviðtali á mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál