Hlaupa til styrktar Sunnu Valdísi

Dóttir Ragnheiðar Erlu Hjaltadóttir, Sunna Valdís Sigurðardóttir, er eina barnið á Íslandi með AHC sjúkdóminn. Það skiptir Sunnu Valdísi og foreldra hennar miklu máli að vera í sambandi við AHC-samtökin erlendis til að fá stuðning.

Í Reykjavíkurmaraþoninu, sem fram fer 20. ágúst, ætla vinir og vandamenn að hlaupa til styrkar AHC samtökunum. Ef þú vilt láta gott af þér leiða getur þú farið inn á Hlaupastyrkur.is og hlaupið í þágu AHC-samtakanna. 

HÉR er hægt að skoða heimasíðu AHC-samtakanna.

mbl.is