Léttist um 33 kíló á einu ári

Lilja Ingvadóttir fyrir og eftir. Fyrri myndin var tekin árið ...
Lilja Ingvadóttir fyrir og eftir. Fyrri myndin var tekin árið 2008 þegar hún var næstum því komin í þriggja stafa tölu á vigtinni. mbl.is

Lilja Ingvadóttir snyrtifræðingur leitaði til Garðars Sigvaldasonar einkaþjálfara því hún var orðin leið á því að vera í slæmu líkamsástandi og vigtin var að detta í þriggja stafa tölu.

„Ég var allt of þung og búin að prófa alla megrunarkúra sem virkuðu ekki. Ég var leið á því að hafa endalaust samviskubit yfir öllum mat sem ég innbyrti og að geta ekki notið lífsins til hins ýtrasta.  Ég vildi breyta lífinu og lífsstíl mínum til frambúðar. Það var eitthvað sem small í hausnum á mér að hér væri komið nóg, enda vigtin nánast komin í þriggja stafa tölu. Ég hafði samband við frænda minn, sem er lærður einkaþjálfari og fitnessmeistari, sem benti mér á hann Garðar.  Að hann væri sá besti í að hjálpa fólki að breyta um lífsstíl til frambúðar. Enda sé ég ekki eftir því í dag. Það eru orð að sönnu. Ég vildi fá þjálfara með skynsemi, sem gæfi mér gott aðhald alltaf, væri jákvæður, hvetjandi og áhugasamur um að koma mér í form.  Einhver sem færi þennan gullna meðalveg sem virkar,“ segir Lilja.

Í dag er Lilja 33 kílóum léttari. Hún byrjaði hjá Garðari í apríl 2009 og náði 30 kílóum af sér á einu ári og svo hefur hún misst þrjú í viðbót. Þegar hún byrjaði var fituprósentan í 40% en er 15% í dag.

Lilja byrjaði að fitna þegar hún var 25 ára eða á sama tíma og hún eignaðist yngra barnið sitt. Hún segist hafa bætt á sig jafnt og þétt til 38 ára aldurs.

Þetta var ekkert sem að gerðist einn, tveir og þrír. Heldur rokkaði ég upp og niður þessi 10-15 ár og ástandið var orðið hvað verst árið 2008.“

Hún hreyfði sig alltaf eitthvað á þessu tímabili og byrjaði stöðugt á nýjum megrunarkúrum. 

„Ég var alltaf í þessu klassíska átaki, sem byrjar á morgun! Ég keypti kort í ræktina en það dugði alltaf skammt. Ég fór í endalausa megrunarkúra sem ég sprakk á endanum á að vera í. Léttist og þyngdist fljótt aftur.“

Hún þakkar árangurinn matardagbókinni sem Garðar lét hana skrifa daglega.  

Ég hef skrifað matardagbók nánast upp á hvern dag síðan ég byrjaði. Í seinni tíð skrifa ég endrum og eins ef mér og honum finnst árangurinn á sér standa.  Annars er ég komin í mjög góða rútínu bæði í mat og hreyfingu.  Með því að skrifa niður það sem maður borðar og klukkan hvað, þá er hægt að skoða það eftir á og gera sér grein fyrir hvað maður er að láta ofan í sig og hvað það er sem má betur fara. Hægt er að taka á vandanum strax. Hann smá breytti mataræðinu hjá mér, lét mig taka út brauð, pasta og flestar mjólkurvörur, sem og allt gos og sætindi. Hann bætti inn meira af salati, ávöxtum/smoothies sem millimál og einnig að passa vel upp á magn matar. Hann sagði mér að fá mér bara einu sinni á diskinn, alveg sama hvað væri í boði. Hann hjálpaði mér að skipuleggja matmálstíma skv. skipulagi mínu tímalega séð. Og bannaði mér að láta líða meira en 3-4 tíma á milli máltíða.“

Jólin eru oft erfið hjá mörgum sem eru að reyna að passa línurnar. Lilja segir að Garðar hafi kennt henni að gæta hófs.

„Hann kenndi mér að gæta hófs í öllu sem ég hef náð að gera og finna jafnvægi í. Nammidagurinn er ekki kíló af sælgæti, gos og pitsur eins og þú getur í þig látið, heldur er það góður desert eftir kvöldmat, kökusneið á sunnudegi eða saumaklúbbur í miðri viku.“

Lilja mætir til Garðars þrisvar í viku í Sporthúsinu. Hún brennir í 30 mínútur fyrir hverja æfingu. Auk þess æfir hún sjálf 2-3 sinnum í viku.

Einkaþjálfunin og matardagbókin umturnuðu lífi Lilju.

„Ég algerlega hreinsaði dagatalið mitt og endurskipulagði allt út frá því að mæta í ræktina og lét matmálstíma vera í algeru fyrirrúmi. Ég setti sjálfa mig í forgang. Ég var tilbúin í breytingar og láta annað sitja á hakanum til að ég náði tökum á þessu. Enn þann dag í dag er heilsuræktin algert forgangsatriði sem og mínir matmálstímar og það er enginn afsökun að hafa ekki tíma til að hreyfa sig né að fá sér að borða. Þú tekur ekki pásur í ræktinni eða hreyfingu, þetta er eitthvað sem þú þarft alltaf að gera, alla ævi til að halda heilsu og vera í góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi. Ég sagði fáum frá þessu til að byrja með, hlustaði og gerði það sem Garðar benti mér á með opnu og jákvæðu hugarfari. Það gerir allt helmingi auðveldara. Þannig að fyrstu mánuðurnir fóru alveg í þessa vinnu að hreinsa hugann og byrja að byggja allt hugarfar upp á nýtt.    Maður varð smáegóisti, enda verður maður að setja sjálfan sig í fyrsta sæti til að geta gefið af sér meira til fólks í kringum sig.“   

Var þetta erfitt? „Nei, ég var andlega tilbúin að takast á við þetta og hefur þetta verið skemmtilegt frá fyrsta degi. Ég hlakka alltaf til hvers dags að mæta í ræktina og vera í svona góðu jafnvægi. Garðar er líka þannig þjálfari að það er aldrei leiðinlegt, hann er alltaf í góðu skapi, með óbilandi trú á manni, og lyftir hverjum sem er upp úr fýlu. Erfiðast var kannski að höndla öfund og neikvæðni frá öðrum, sérstaklega eftir að ég var komin í fínt form. Þá fara sumir að skjóta á mann að maður þurfi að fara að hætta og koma með einhver voða góð comment hvað þeim finnst. Sem betur fer eru nú ekki margir svona og flestallir mjög jákvæðir á þessar breytingar.“

Breyttist líf þitt að einhverju leyti eftir að þú grenntist? 
„Líf mitt hefur breyst mikið þannig séð. Mér líður hrikalega vel á sál og líkama.  Finnst æðislegt að vera komin í mitt besta form og það á fertugsaldri. Sjálfstraustið og öryggið í góðu lagi og endalaust glöð og jákvæð. Aldrei þessar sveiflur lengur, ekkert samviskubit að hrjá mig eftir matmálstíma. Ég nýt þess að vera til, vera sátt við sjálfa mig og viðhorf annarra til mín er hið besta. Mér finnst æðislegt að sjá hvað fólk er yfirhöfuð ánægt með minn árangur og það hefur virkað mjög hvetjandi fyrir aðra að koma sér af stað í breyttum lífsstíl.  Það er algerlega sú besta tilfinning að geta haft áhrif á annað fólk með því.   Margir hafa  haft samband við mig og fengið upplýsingar um hvað ég er að gera.  Og mér finnst það alveg æðislegt ef ég get hjálpað öðrum að breyta lífi sínu til batnaðar.  Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.  Það er aldrei of seint!“

Svona lítur Lilja út í dag.
Svona lítur Lilja út í dag. mbl.is/Gerða Gunnars
Árangurinn leynir sér ekki.
Árangurinn leynir sér ekki. mbl.is/Gerða Gunnars
mbl.is/Gerða Gunnars
mbl.is/Gerða Gunnars
mbl.is

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

13:00 Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

10:11 Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

05:30 Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

Í gær, 21:59 Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

Í gær, 18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

Í gær, 15:00 Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

í gær Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

í gær „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

í gær Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

í fyrradag Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í fyrradag „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í fyrradag Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

í fyrradag Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

17.11. „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

17.11. Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

17.11. Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

16.11. „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »