Léttist um 33 kíló á einu ári

Lilja Ingvadóttir fyrir og eftir. Fyrri myndin var tekin árið ...
Lilja Ingvadóttir fyrir og eftir. Fyrri myndin var tekin árið 2008 þegar hún var næstum því komin í þriggja stafa tölu á vigtinni. mbl.is

Lilja Ingvadóttir snyrtifræðingur leitaði til Garðars Sigvaldasonar einkaþjálfara því hún var orðin leið á því að vera í slæmu líkamsástandi og vigtin var að detta í þriggja stafa tölu.

„Ég var allt of þung og búin að prófa alla megrunarkúra sem virkuðu ekki. Ég var leið á því að hafa endalaust samviskubit yfir öllum mat sem ég innbyrti og að geta ekki notið lífsins til hins ýtrasta.  Ég vildi breyta lífinu og lífsstíl mínum til frambúðar. Það var eitthvað sem small í hausnum á mér að hér væri komið nóg, enda vigtin nánast komin í þriggja stafa tölu. Ég hafði samband við frænda minn, sem er lærður einkaþjálfari og fitnessmeistari, sem benti mér á hann Garðar.  Að hann væri sá besti í að hjálpa fólki að breyta um lífsstíl til frambúðar. Enda sé ég ekki eftir því í dag. Það eru orð að sönnu. Ég vildi fá þjálfara með skynsemi, sem gæfi mér gott aðhald alltaf, væri jákvæður, hvetjandi og áhugasamur um að koma mér í form.  Einhver sem færi þennan gullna meðalveg sem virkar,“ segir Lilja.

Í dag er Lilja 33 kílóum léttari. Hún byrjaði hjá Garðari í apríl 2009 og náði 30 kílóum af sér á einu ári og svo hefur hún misst þrjú í viðbót. Þegar hún byrjaði var fituprósentan í 40% en er 15% í dag.

Lilja byrjaði að fitna þegar hún var 25 ára eða á sama tíma og hún eignaðist yngra barnið sitt. Hún segist hafa bætt á sig jafnt og þétt til 38 ára aldurs.

Þetta var ekkert sem að gerðist einn, tveir og þrír. Heldur rokkaði ég upp og niður þessi 10-15 ár og ástandið var orðið hvað verst árið 2008.“

Hún hreyfði sig alltaf eitthvað á þessu tímabili og byrjaði stöðugt á nýjum megrunarkúrum. 

„Ég var alltaf í þessu klassíska átaki, sem byrjar á morgun! Ég keypti kort í ræktina en það dugði alltaf skammt. Ég fór í endalausa megrunarkúra sem ég sprakk á endanum á að vera í. Léttist og þyngdist fljótt aftur.“

Hún þakkar árangurinn matardagbókinni sem Garðar lét hana skrifa daglega.  

Ég hef skrifað matardagbók nánast upp á hvern dag síðan ég byrjaði. Í seinni tíð skrifa ég endrum og eins ef mér og honum finnst árangurinn á sér standa.  Annars er ég komin í mjög góða rútínu bæði í mat og hreyfingu.  Með því að skrifa niður það sem maður borðar og klukkan hvað, þá er hægt að skoða það eftir á og gera sér grein fyrir hvað maður er að láta ofan í sig og hvað það er sem má betur fara. Hægt er að taka á vandanum strax. Hann smá breytti mataræðinu hjá mér, lét mig taka út brauð, pasta og flestar mjólkurvörur, sem og allt gos og sætindi. Hann bætti inn meira af salati, ávöxtum/smoothies sem millimál og einnig að passa vel upp á magn matar. Hann sagði mér að fá mér bara einu sinni á diskinn, alveg sama hvað væri í boði. Hann hjálpaði mér að skipuleggja matmálstíma skv. skipulagi mínu tímalega séð. Og bannaði mér að láta líða meira en 3-4 tíma á milli máltíða.“

Jólin eru oft erfið hjá mörgum sem eru að reyna að passa línurnar. Lilja segir að Garðar hafi kennt henni að gæta hófs.

„Hann kenndi mér að gæta hófs í öllu sem ég hef náð að gera og finna jafnvægi í. Nammidagurinn er ekki kíló af sælgæti, gos og pitsur eins og þú getur í þig látið, heldur er það góður desert eftir kvöldmat, kökusneið á sunnudegi eða saumaklúbbur í miðri viku.“

Lilja mætir til Garðars þrisvar í viku í Sporthúsinu. Hún brennir í 30 mínútur fyrir hverja æfingu. Auk þess æfir hún sjálf 2-3 sinnum í viku.

Einkaþjálfunin og matardagbókin umturnuðu lífi Lilju.

„Ég algerlega hreinsaði dagatalið mitt og endurskipulagði allt út frá því að mæta í ræktina og lét matmálstíma vera í algeru fyrirrúmi. Ég setti sjálfa mig í forgang. Ég var tilbúin í breytingar og láta annað sitja á hakanum til að ég náði tökum á þessu. Enn þann dag í dag er heilsuræktin algert forgangsatriði sem og mínir matmálstímar og það er enginn afsökun að hafa ekki tíma til að hreyfa sig né að fá sér að borða. Þú tekur ekki pásur í ræktinni eða hreyfingu, þetta er eitthvað sem þú þarft alltaf að gera, alla ævi til að halda heilsu og vera í góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi. Ég sagði fáum frá þessu til að byrja með, hlustaði og gerði það sem Garðar benti mér á með opnu og jákvæðu hugarfari. Það gerir allt helmingi auðveldara. Þannig að fyrstu mánuðurnir fóru alveg í þessa vinnu að hreinsa hugann og byrja að byggja allt hugarfar upp á nýtt.    Maður varð smáegóisti, enda verður maður að setja sjálfan sig í fyrsta sæti til að geta gefið af sér meira til fólks í kringum sig.“   

Var þetta erfitt? „Nei, ég var andlega tilbúin að takast á við þetta og hefur þetta verið skemmtilegt frá fyrsta degi. Ég hlakka alltaf til hvers dags að mæta í ræktina og vera í svona góðu jafnvægi. Garðar er líka þannig þjálfari að það er aldrei leiðinlegt, hann er alltaf í góðu skapi, með óbilandi trú á manni, og lyftir hverjum sem er upp úr fýlu. Erfiðast var kannski að höndla öfund og neikvæðni frá öðrum, sérstaklega eftir að ég var komin í fínt form. Þá fara sumir að skjóta á mann að maður þurfi að fara að hætta og koma með einhver voða góð comment hvað þeim finnst. Sem betur fer eru nú ekki margir svona og flestallir mjög jákvæðir á þessar breytingar.“

Breyttist líf þitt að einhverju leyti eftir að þú grenntist? 
„Líf mitt hefur breyst mikið þannig séð. Mér líður hrikalega vel á sál og líkama.  Finnst æðislegt að vera komin í mitt besta form og það á fertugsaldri. Sjálfstraustið og öryggið í góðu lagi og endalaust glöð og jákvæð. Aldrei þessar sveiflur lengur, ekkert samviskubit að hrjá mig eftir matmálstíma. Ég nýt þess að vera til, vera sátt við sjálfa mig og viðhorf annarra til mín er hið besta. Mér finnst æðislegt að sjá hvað fólk er yfirhöfuð ánægt með minn árangur og það hefur virkað mjög hvetjandi fyrir aðra að koma sér af stað í breyttum lífsstíl.  Það er algerlega sú besta tilfinning að geta haft áhrif á annað fólk með því.   Margir hafa  haft samband við mig og fengið upplýsingar um hvað ég er að gera.  Og mér finnst það alveg æðislegt ef ég get hjálpað öðrum að breyta lífi sínu til batnaðar.  Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.  Það er aldrei of seint!“

Svona lítur Lilja út í dag.
Svona lítur Lilja út í dag. mbl.is/Gerða Gunnars
Árangurinn leynir sér ekki.
Árangurinn leynir sér ekki. mbl.is/Gerða Gunnars
mbl.is/Gerða Gunnars
mbl.is/Gerða Gunnars
mbl.is

Sjö merki um að hann elski þig

05:00 Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

Í gær, 22:00 Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

Í gær, 19:00 Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

Í gær, 17:14 Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

Í gær, 16:00 „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

Í gær, 15:00 Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

Í gær, 11:48 Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

Í gær, 10:00 Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

í gær Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

í fyrradag Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

í fyrradag Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

í fyrradag Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

í fyrradag Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

í fyrradag Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

í fyrradag Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

18.2. Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

17.2. „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

17.2. Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

17.2. Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

17.2. Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

17.2. Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »
Meira píla