Þess vegna áttu að borða chia-fræ

Chia fræ eru allra meina bót.
Chia fræ eru allra meina bót.

Chia fræ eru næringarrík og flokkast sem ofurfæða. En hvers vegna eigum við að borða þessi agnarsmáu fræ? Guðrún Bergmann skrifar um chia-fræ í nýjasta pistli sínum.

Hér eru nokkur önnur atriði sem gera það að verkum að gott er að bæta þessari ofurfæðu út í matinn sinn að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku, hvort sem fræin eru heil eða mulin, því chia-fræin eru:

Næringarrík: Í chia-fræjum er bæði nóg af kalki og prótíni fyrir vefi líkamans. Í þeim er líka boron, sem hjálpar líkamanum að nýta sér kalkið. Næringarefni þeirra efla einnig starfsemi heilans.
Elska vatn: Fræin geta dregið í sig allt að 10-12 sinni þyngd sína af vatni. Þú getur gert tilraun með þetta með því að setja eina matskeið af chia-fræjum í bolla af vatni og hræra saman. Bíddu svo í nokkra tíma og sjáðu hvað gerist. Þegar fræin eru komin innan í líkama þinn hjálpa þau upp á vatnsbúskap hans og viðhalda electrolýtum í líkamsvökva þínum.
Auðveld í meltingu: Hýðið utan á chia-fræjunum brotnar auðveldlega niður, jafnvel þótt þau séu borðuð í heilu lagi. Að þessu leyti eru þau betri en hörfræ, sem þarf að mylja svo þau meltist. Annars renna þau bara í gegnum líkamann í heilu lagi.
Samþjöppuð næring: Ef þú fengir bara að borða einn bolla af fæðu á dag í nokkra daga, þá væru chia-fræin kjörin fæða. Næringargildi þeirra er ótrúlega mikið.
Mild á bragðið: Ólíkt mörgum öðrum fræjum þá er bragðið af chia-fræjunum milt og gerir það að verkum að auðvelt er að setja fræin út í sósur, búst, brauð, búðinga og nánast hvað sem er. Fræin eiga ekki eftir að auka við bragð fæðunnar, bara næringargildi hennar.
Orkurík: Bandaríski heilsufrömuðurinn Paul Bragg gerði tilraun á úthaldi með hópi göngufélaga sinna. Hópnum var skipt í tvennt, öðrum sem bara borðaði chia-fræ og hinum sem mátti borða hvað sem var. Hópurinn sem borðaði bara chia-fræ lauk gönguferðinni fjórum tímum og tuttugu og sjö mínútum á undan hinum, en margir úr hinum hópnum náðu ekki að ljúka göngunni.

Hér kemur svo uppskrift að góðri chia-skúffuköku - eða sælgætisferningum:

Ef þú átt ekki allt sem er í uppskriftinni, þá eru tillögur að öðru sem hægt er að nota innan sviga.

½ bolli möndlusmjör eða jarðhnetusmjör
½ bolli hunang
½ bolli sneiddar eða muldar möndlur
½ bolli rúsínur
½ bolli chia-fræ
½ bolli kókosflögur (ósætar)
½ bolli graskersfræ
½ bolli þurrkuð trönuber (eða bláber)
½ bolli hafraflögur (eða sólblómafræ)
½ bolli hampfræ (eða sesamfræ)
Örlítið af salti - best ef það er himalayasalt

Aðferð:
Settu hnetusmjörið og hunangið í pott og HITAÐU það þar til það bráðnar saman. Blandaðu vel. Bættu ÖLLUM þurrefnunum saman við og hrærðu vel. Þrýstu blöndunni  í botninn á ferköntuðu formi. Notaðu fingurna til að þrýsta blöndunni þétt í formið. Hafðu formið í ísskápnum í nokkra klukkutíma svo blandan stífni. Skerðu í ferninga og njóttu heilsusamlegs sælgætis.

HÉR er hægt lesa pistil Guðrúnar í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Góð ráð fyrir pör í fjarsambandi

Í gær, 20:30 Það getur verið erfitt að vera í fjarsambandi, en dæmið ekki bókina af kápunni og tileinkið ykkur heldur þessi ráð.   Meira »

Stuttbuxurnar sem breyta lífi þínu

Í gær, 17:00 Stuttbuxurnar eru ekki bara flottar heldur nytsamlegar því hægt er að geyma hinar ýmsu nauðsynjar í vasanum á þeim.  Meira »

Hlátur meðal við sorginni

Í gær, 13:00 Alda Magnúsdóttir sjúkraliði starfar sem jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi. Hlátur er henni ofarlega í huga og segir hún það að hlæja vera allra meina bót. Hún byrjaði í hláturjóga í kjölfar þess að hún missti eiginmann sinn. Meira »

Ásdís Rán vill að karlinn splæsi

Í gær, 10:00 Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist vera gamaldags þegar kemur að samskiptum kynjanna. Hún vill að karlinn splæsi.   Meira »

Svona lengir frú Beckham leggina

Í gær, 05:00 Victoria Beckham er bara rétt yfir 160 sentimetrar á hæð en virðist þó með afar langa leggi og hendur í nýrri hönnun sinni.   Meira »

Guðdómlegt frá Jil Sander

í fyrradag Þeir sem eru orðnir þreyttir á öllum litunum og brjálæðinu í tískunni um þessar mundir geta farið að anda rólega. Vetrarlína Jil Sander er einstaklega falleg þar sem ljósir litir í bland við svart er sett saman með einföldum töskum. Meira »

Hús Sveins á 239 milljónir með sundlaug

í fyrradag Við Kvisthaga 12 í 107 Reykjavík stendur glæsilegt 399 fm hús með sundlaug. Íbúar hússins eru hjónin Sveinn R. Eyjólfsson fyrrverandi blaðaútgefandi og Auður Sigríður Eydal. Hún er skráð fyrir fasteigninni. Meira »

Hefur þú fengið ketó flensuna?

í fyrradag Ketó flensan er að margra mati fráhvörf sem fólk fer í gegnum þegar að það hættir að borða hvítan sykur. Að vera meðvitaður um þessi einkenni og þá staðreynd að flensan gengur yfir á nokkrum dögum hefur hjálpað mörgum að komast í gegnum ketó flensuna. Meira »

Prófuðu kremin sem má smyrja á brauð

í fyrradag Franska snyrtivörumerkið Clarins kynnti á dögunum nýja línu sem ber nafnið My Clarins. Vörurnar eru hreinar, einfaldar og vegan vænar, svo hreinar að ef þær myndu bragðast vel myndum við líklega smyrja þeim á brauð! Af því tilefni var boðið í hádegisverð á Vox Home þar sem góssið var prófað á meðan gestir gæddu sér á léttum réttum. Meira »

Á þetta að vera kjóll?

í fyrradag Kjóllinn sem vakti hvað mestu athyglina að þessu sinni var kjóllinn sem Montana Brown klæddist. Hann var algjörlega gegnsær og sýndi bakendann þannig að Brown hefði allt eins getað verið í sundfatnaði við verðlaunaafhendinguna. Meira »

Hugrún Harðar mætti í kögurjakka

21.2. Hugrún Harðardóttir mætti í glæsilegum leðurjakka með kögri þegar Davines kynnti það heitasta sem er að gerast í dag.   Meira »

Lilja og Baltasar - skilin að borði og sæng

21.2. Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eru skilin að borði og sæng. Hjónin hafa verið áberandi í samfélaginu síðan þau hnutu hvort um annað fyrir um 20 árum. Meira »

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

21.2. „Aldrei fengið kvartanir né lent í neinu á öllum þessum vinnustöðum eins og ég upplifði hjá Fjármálaeftirlitinu. Þótt oft hafi gengið mikið á. Segir það ekki eitthvað?“ Meira »

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

21.2. Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

21.2. Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

21.2. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

20.2. „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

20.2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

20.2. „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

20.2. Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

20.2. Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »