Þess vegna áttu að borða chia-fræ

Chia fræ eru allra meina bót.
Chia fræ eru allra meina bót.

Chia fræ eru næringarrík og flokkast sem ofurfæða. En hvers vegna eigum við að borða þessi agnarsmáu fræ? Guðrún Bergmann skrifar um chia-fræ í nýjasta pistli sínum.

Hér eru nokkur önnur atriði sem gera það að verkum að gott er að bæta þessari ofurfæðu út í matinn sinn að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku, hvort sem fræin eru heil eða mulin, því chia-fræin eru:

Næringarrík: Í chia-fræjum er bæði nóg af kalki og prótíni fyrir vefi líkamans. Í þeim er líka boron, sem hjálpar líkamanum að nýta sér kalkið. Næringarefni þeirra efla einnig starfsemi heilans.
Elska vatn: Fræin geta dregið í sig allt að 10-12 sinni þyngd sína af vatni. Þú getur gert tilraun með þetta með því að setja eina matskeið af chia-fræjum í bolla af vatni og hræra saman. Bíddu svo í nokkra tíma og sjáðu hvað gerist. Þegar fræin eru komin innan í líkama þinn hjálpa þau upp á vatnsbúskap hans og viðhalda electrolýtum í líkamsvökva þínum.
Auðveld í meltingu: Hýðið utan á chia-fræjunum brotnar auðveldlega niður, jafnvel þótt þau séu borðuð í heilu lagi. Að þessu leyti eru þau betri en hörfræ, sem þarf að mylja svo þau meltist. Annars renna þau bara í gegnum líkamann í heilu lagi.
Samþjöppuð næring: Ef þú fengir bara að borða einn bolla af fæðu á dag í nokkra daga, þá væru chia-fræin kjörin fæða. Næringargildi þeirra er ótrúlega mikið.
Mild á bragðið: Ólíkt mörgum öðrum fræjum þá er bragðið af chia-fræjunum milt og gerir það að verkum að auðvelt er að setja fræin út í sósur, búst, brauð, búðinga og nánast hvað sem er. Fræin eiga ekki eftir að auka við bragð fæðunnar, bara næringargildi hennar.
Orkurík: Bandaríski heilsufrömuðurinn Paul Bragg gerði tilraun á úthaldi með hópi göngufélaga sinna. Hópnum var skipt í tvennt, öðrum sem bara borðaði chia-fræ og hinum sem mátti borða hvað sem var. Hópurinn sem borðaði bara chia-fræ lauk gönguferðinni fjórum tímum og tuttugu og sjö mínútum á undan hinum, en margir úr hinum hópnum náðu ekki að ljúka göngunni.

Hér kemur svo uppskrift að góðri chia-skúffuköku - eða sælgætisferningum:

Ef þú átt ekki allt sem er í uppskriftinni, þá eru tillögur að öðru sem hægt er að nota innan sviga.

½ bolli möndlusmjör eða jarðhnetusmjör
½ bolli hunang
½ bolli sneiddar eða muldar möndlur
½ bolli rúsínur
½ bolli chia-fræ
½ bolli kókosflögur (ósætar)
½ bolli graskersfræ
½ bolli þurrkuð trönuber (eða bláber)
½ bolli hafraflögur (eða sólblómafræ)
½ bolli hampfræ (eða sesamfræ)
Örlítið af salti - best ef það er himalayasalt

Aðferð:
Settu hnetusmjörið og hunangið í pott og HITAÐU það þar til það bráðnar saman. Blandaðu vel. Bættu ÖLLUM þurrefnunum saman við og hrærðu vel. Þrýstu blöndunni  í botninn á ferköntuðu formi. Notaðu fingurna til að þrýsta blöndunni þétt í formið. Hafðu formið í ísskápnum í nokkra klukkutíma svo blandan stífni. Skerðu í ferninga og njóttu heilsusamlegs sælgætis.

HÉR er hægt lesa pistil Guðrúnar í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál