Hlauptu af þér til heilsubótar

Kvennahlaup Garðabæ 2012
Kvennahlaup Garðabæ 2012 mbl.is/Júlíus

Það styttist í Reykjavíkurmaraþonið og eru hlaupahópar starfræktir um allan bæ til að undirbúa sig sem best. Þeir sem vilja tékka á forminu ættu að skrá sig í Ármannshlaupið sem fram fer miðvikudaginn 11. júlí. Þetta er fjórða og jafnframt næst síðasta Powerade-sumarhlaupið árið 2012.
 

Ármannshlaupið er 10 km götuhlaup sem hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir flata braut þar sem margir hafa náð sínum besta tíma. Ný hlaupaleið er í Ármannshlaupinu í ár og verður bæði rásmark og endamark hlaupsins við Vöruhótel Eimskips í Sundahöfn. Þessi skemmtilega braut er enn hraðari en áður og því kjörin til bætinga. Þess má geta að munur á hæsta og lægsta punkti á brautinni er aðeins 6,7 metrar.

 

Forskráning í Ármannshlaupið er í fullum gangi á
hlaup.com en henni lýkur 10. júlí klukkan 16:00. Verð í forskráningu er einungis kr. 1.500.

Naflahlaupið á Hvolsvelli.
Naflahlaupið á Hvolsvelli. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál