Engifer linar þjáningar

Valdís Þórðardóttir

Samkvæmt nýlegri rannsókn sem birtist í Journal of Pain sem gefið er út af American Pain Society draga dágóðir dagsskammtar af hráu eða hituðu engifer verulega úr vöðvaverkjum og öðrum óþægindum í vöðvum - jafnvel svæsnum vöðvaverkjum í kjölfar kappsfullra æfinga. Það að dæla í sig verkjalyfjum ætti því að heyra sögunni til.

Engifer er þekkt lækningajurt í kínverskri læknisfræði og telst einnig meðal hefðbundinna lækningajurta hjá indverskum og japönskum náttúrulæknum, sem nota hann til að takast á við uppköst og ógleði, hósta, morgunógleði, meltingarvandamál og mígreni. Engifer er einnig notaður gegn gigt og slitgigt. Það var þó ekki fyrr en nýlega sem vestrænir vísindamenn hófu að rannsaka læknisfræðilega eiginleika engifers.

Til þessa hafa nokkrar rannsóknir sýnt að engifer virðist hafa bólgueyðandi og kvalastilllandi áhrif líkt og nokkrar tegundir lyfja sem ekki geyma stera, og þetta er mjög mikilvægt- engifer er án allra aukaverkana (aukverkanna eins og blæðinga í meltingarvegi og magasárs). Í einni rannsókninni kom fram að með því að neyta 30 til 500 mg af engifer daglega í 4 til 36 vikur má draga verulega úr hnéverkjum hjá þeim sem þjást af slitgigt.

Í nýrri rannsókn frá University of Georgia, Georgia College og State University (GCSU), komu fram enn frekari sannanir fyrir því að engifer er mun öflugra verkjalyf en áður var talið. Vísindamennirnir unnu með 74 sjálfboðaliðum úr hópi námsmanna sem skipt var í þrjá hópa. Einum hópnum var gefinn hrár engifer, öðrum hitaður og þeim þriðja lyfleysa og þeim talin trú um að um ekta engifer væri að ræða.

Vöðvaverkir voru framkallaðir hjá sjálfboðaliðunum með því að láta þá framkvæma 18 sérvaldar erfiðar vöðvaæfingar. Í framhaldi af því mældu vísindamennirnir þátttakendur samfellt í 11 daga til þess að ganga úr skugga um hvort dregið hefði úr vöðvaverkjum. Og það gerðist heldur betur.
Niðurstöðurnar sýndu að það dró úr vöðvaverkjum bæði hjá þeim sem fengu hráan og hitaðan engifer um 25% yfir heildina og ekki minna en 23 % hjá hverjum og einum.

Í rannsókn sem nýlega var greint frá í fræðiritinu Pediatric Blood and Cancer kom fram að vísindamenn frá All India Institute of Medical Sciences í Nýju-Delí hafa skráð hjá sér að engifer dragi svo um munar úr uppköstum og flökurleika hjá börnum sem hafa þurft að gangast undir í lyfjameðferð vegna krabbameina. Til viðbótar má geta nýrrar vísindarannsóknar sem birtist i tímariti Molecular Vision en þar greinir frá því að því að engifer dragi að öllum líkindum úr og / eða verulega á langinn þróun vagls (- blindu) sem stafar af sykursýki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál