Steinseljute gerir kraftaverk fyrir húðina

Steinseljute er allra meina bót.
Steinseljute er allra meina bót.

Blettir á húðinni geta verið merki um að lifrin starfi ekki sem skyldi, en steinselja gæti verið lausnin. Talið er að steinselja sé góð til þess að hreinsa líkamann, nýrun og lifrina.

Í steinselju finnst A og C-vítamín sem eru góð vítamín til að hreinsa líkamann. Á mörgum snyrtistofum er steinselja einnig notuð til meðferðar þar sem að C-vítamín er ekki aðeins góð næring fyrir húðina heldur getur vítamínið minnkað ör og bletti auk þess sem það örvar framleiðslu kollagens, sem er lykillinn að endursköpun fruma í líkamanum.

Á vefsíðunni Mind Body Green er uppskrift að steinseljute sem gott er að temja sér að drekka tvisvar á dag, á morgnana og á kvöldin.

Settu steinselju í bleyti með örlitlu ediki

Vefðu steinseljunni inn í viskastykki og settu í frysti                

Settu ¼ hluta úr bolla af steinselju í bolla eða tekönnu

Helltu sjóðandi vatni á steinseljuna og bíddu í 5-6 mínútur

Að lokum er hægt að kreista sítrónu í bollann en það er ekki nauðsynlegt.

Eftir mánuð af því að drekka steinseljute ættir þú að finna mun á húðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál