10 slæmir ávanar sem fara illa með þig

Of mikið af ruslfæði á okkar yngri árum hefur slæm ...
Of mikið af ruslfæði á okkar yngri árum hefur slæm áhrif á heilsuna til frambúðar. Ljósmynd/Pixabay

Líf fólks á þrítugsaldri er yfirleitt ævintýri líkast. Fólk er að stíga sín fyrstu skref og æfa sig í að vera fullorðið. Fólk á þrítugsaldri fer í nám, stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, flytur að heiman og finnur ástina svo eitthvað sé nefnt. Stundum er svo margt í gangi hjá þessum markhópi að hann hefur bara engan tíma í að hugsa um heilsuna. Þegar horft er til framtíðar gefur það augaleið að fólk getur ekki haldið sama lífsstílnum út ævina nema illa fari á einhverjum tímapunkti. 

1. Reykingar. Margt ungt fólk byrjar að reykja vegna félagsskaparins sem því fylgir en reykingar hafa mjög slæm áhrif á heilsu okkar til lengdar. Afleiðingar reykinga eru meðal annars lungnasjúkdómar, hjartasjúkdómar og krabbamein. Reykingar geta einnig flýtt fyrir hrukkumyndun og gráum hárum. Jafnvel þeir sem reykja stöku sinnum, svo sem bara á djamminu, eiga einnig á hættu að fá þessa sjúkdóma.

2. Of mikið af sólböðum. Áhrif sólarinnar á húðina eru ekki öll góð og geta sum hver verið hættuleg. Til dæmis færðu fleiri hrukkur og húðbletti á andlit og líkama ef þú notar ekki sólarvörn. Húðkrabbamein er afleiðing of mikilla sólbaða eða of mikilla ferða á sólbaðsstofur en mikilvægt er að hafa alltaf sólarvörn. Þeir sem telja hættuleg efni vera í sólarvörn geta keypt náttúrulegri og lífrænni sólarvörn sem til er á markaðnum.

3. Ofdrykkja. Of mikil drykkja áfengis getur valdið lifrarskemmdum seinna meir. Þegar fólk drekkur mikið af áfengi á föstudegi eða laugardegi þarf lifrin að vinna meira en aðra daga og getur ekki unnið eins og hún á að gera. Lifrin sér um að hreinsa líkamann en þegar konur fá sér meira en þrjá drykki og karlmenn meira en fimm drykki er álagið á lifrina orðið of mikið. Mundu að þú átt bara eina lifur og þú verður að fara vel með hana.

4. Að stunda óvarið kynlíf. Óvarið kynlíf einu sinni gæti hljómað saklaust og freistandi en er í raun hættulegra en margir gera sér grein fyrir. Kynsjúkdómar eins og HIV, herpes og klamydía eru meðal þess sem þú gætir smitast af. Þegar þú finnur fyrir lönguninni að stunda óvarið kynlíf minntu þig þá á að þú átt eftir að lifa lengi og vilt ekki hætta á neitt.

5. Að sleppa svefni. Sumt ungt fólk á það til að sofa lítið eða sleppa því að sofa. Margir drekka jafnvel orkudrykki til að halda sér lengur vakandi en án nægs svefns byrjar líkaminn að hrörna og ónæmiskerfið og heilastarfsemin bíður hnekki. Passaðu að svefnmunstrið sé eðlilegt en það mun fyrirbyggja sjúkdóma seinna á ævinni.

6. Að hreyfa sig ekki nóg. Ef þú lifir kyrrsetulífi eru meiri líkur á að þú þróir með þér sykursýki, fáir hjartasjúkdóma eða þjáist af of háum blóðþrýsting. Stundaðu heilbrigða hreyfingu strax á þrítugsaldrinum, ef ekki fyrr, og þá eru minni líkur á því að þú fáir hjartasjúkdóma eða aðra kvilla. Þrjátíu mínútur af hreyfingu, til dæmis göngu eða skokki, þrisvar í viku er góð byrjun.

7. Að leyfa stressi að yfirtaka líf þitt. Gerðu það að markmiði þínu að læra aðferðir sem virka fyrir þig til að minnka stress. Krónískt stress getur valdið kvíða, þunglyndi, meltingarvandamálum og fleiri kvillum. Þú getur haldið stressinu í skefjum með því að stunda jóga, hugleiðslu eða gera öndunaræfingar. Lífið er alltaf stressandi inn á milli en aðalmálið er að kunna að eiga við stressið.

8. Að forðast læknisheimsóknir. Hvers vegna ætti heilbrigð ung manneskja að fara til læknis? Við vitum aldrei fullkomlega hvort við erum heilbrigð eða ekki nema við kíkjum til læknis við og við. Kíktu reglulega til heimilislæknisins, farðu í blóðprufu, farðu í krabbameinsskoðun, til augnlæknis og tannlæknis reglulega. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum.

9. Að borða ruslfæði. Þegar lífið er fullt af skemmtilegum viðburðum er auðveldara að grípa með sér tilbúinn mat en að elda sjálfur eða hugsa almennilega út í það sem maður lætur ofan í sig. Ruslfæði er oftast fullt af mettaðri fitu sem byggir upp kólesterólvegg í hjartanu. Snakk er til dæmis mjög ávanabindandi og fullt af óhollum og stundum eitruðum innihaldsefnum. Ef þú stundar óheilbrigðan lífsstíl á yngri árum eykurðu hættuna á að fá hjartasjúkdóma seinna á ævinni. Lykillinn er að borða nóg af ávöxtum, grænmeti og hollum próteinum.

10. Að halda að maður viti allt. Enginn getur vitað allt en ungt fólk á það til að halda að það viti allt vegna þess að það er búið að mennta sig vel og telur að það geti vitað allt í öllum mögulegum aðstæðum. Ungt fólk skapar framtíðina, svo mikið er víst, en það er óhugsandi að einn einstaklingur geti vitað allt. Hugsaðu um þá sem ruddu brautina og fáðu ráðleggingar hjá þeim. Passaðu að halda ekki að þú vitir alltaf betur en þeir sem eldri eru.

Heimild: Mind Body Green.

mbl.is

Einstök 247 fm höll í Kópavogi

12:00 Náttúran flæðir inn í stofu í þessu heillandi húsi sem byggt var 2005. Stórir gluggar og fallegar innréttingar setja svip sinn á húsið sem er 247 fm að stærð. Meira »

Hundar hreinni en menn með skegg

10:00 Hægt er að líta svo á að hundar séu hreinar skepnur séu þeir bornir saman við skeggjaða karlmenn. Þetta kemur fram í niðurstöðum vísindamanna í Sviss. Meira »

„Maki minn hélt fram hjá mér“

05:00 „Málið er að allir í kringum mig segja að ég ætti að skilja. Ég er frekar dofin yfir þessu öllu, en langar ekki að segja skilið við þetta hjónaband í bili. Við eigum börn saman, fallegt heimili og margt gott sem við höfum byggt upp í gegnum árin.“ Meira »

Æskubrunnur eða nýtt æði? Pistill nr. 2

Í gær, 20:38 „Kollagen er þannig mikilvægt prótein, ekki bara vegna þess að það er um 30% af öllum próteinum í líkamanum, heldur af því að það gefur okkur mikinn styrk og burðarþol. Ef það færi í sjómann við stál þá myndi kollagen hafa sigur - það er sterkara en stál!“ Meira »

„Þú átt skilið að elska án skilyrða“

Í gær, 18:00 Sigurður Karlsson starfar sem ráðgjafi og hefur hjálpað fjölmörgum aðilum og aðstandendum þeirra að komast í bata. Hann segir mikilvægt að rækta ástina um páskana og ráðleggur foreldrum sem vilja ná vel til barnananna sinna um hátíðina að vera til staðar sem vinur þeirra í raun. Meira »

Svona selur þú fasteign

Í gær, 15:00 Halla Unnur Helgadóttir fer í gegnum það, skref fyrir skref, hvernig fólk fer að því að selja fasteign. Ferlið er ekki svo flókið en tekur sinn tíma, og hægt að gera ýmislegt til að auka líkurnar á að fá hærra verð fyrir eignina. Meira »

„Fíkillinn rændi systur minni“

í gær Diljá Mist Einarsdóttir segir frá því hvernig er að missa systur sína, Susie Rut Einarsdóttur.   Meira »

Orðsporið það eina sem þú tekur með þér

í gær Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sem fagnaði 90 ára afmæli á dögunum, hefur verið áberandi í FKA síðan félagið var stofnað fyrir 20 árum. Margrét er FKA-viður­kenn­ing­ar­hafi 2019 og segir hún að félagið hafi breytt mjög miklu í íslensku samfélagi og það sé dýrmætt fyrir konur að hafa gott tengslanet. Það þýði ekkert að vera á tossabekk þegar kemur að jafnréttismálum. Meira »

Svona lærir Meghan förðunartrixin

í fyrradag Meghan hertogaynja er ekkert öðruvísi en hinn venjulegi unglingur í dag og aflar sér þekkingar á Youtube.   Meira »

Aldrei heitari eftir breytt mataræði

í fyrradag „Á innan við 24 tímum breytti ég mataræði mínu og hef ekki séð eftir því. Þér líður betur, þú lítur betur út,“ sagði Simon Cowell um nýtt mataræði sitt. Meira »

Áfall að koma að unnustanum látnum

í fyrradag Kristín Sif Björgvinsdóttir boxari og útvarpskona á K100 prýðir forsíðu Vikuna. Í viðtalinu talar hún opinskátt um lát unnusta síns og barnsföður, Brynjars Berg Guðmundssonar, sem framdi sjálfsvíg í október. Hún segir í viðtalinu að hún ætli ekki að láta þessa reynslu buga sig. Meira »

Er eðlilegt að fyrrverandi gangi inn og út?

24.4. „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og við stefnum á að fara að búa saman á hans heimili. Er eðlilegt að fyrrverandi konan hans gangi inn og út af heimilinu þeirra gamla þegar við erum ekki heima til að hitta krakkana sem vilja alls ekki fara til hennar?“ Meira »

Fimm skref í átt að einfaldari þvottarútínu!

24.4. „Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn.“ Meira »

Heiðruðu Margréti með stæl

23.4. Það var gleði og glaumur í versluninni Pfaff þegar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins og FKA viðurkenningarhafi 2019 tók á móti gestum og fór yfir 90 ára sögu Pfaff. Heimsóknin fór fram 9. apríl en þann dag fyrir 20 árum, eða árið 1999. Margrét er ein af prímusmótorum FKA og hefur alltaf verið hamhleypa til verka. Meira »

Gunnar og Jónína Ben. hvort í sína áttina

23.4. Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

23.4. „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

23.4. „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

23.4. Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

22.4. Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

22.4. Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

22.4. Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »