10 vikur sem breyttu lífinu

Elín Lilja Ragnarsdóttir.
Elín Lilja Ragnarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Elín Lilja Ragnarsdóttir er ein af þeim sem tók þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar. Hún segist himinlifandi yfir því að hafa fengið að vera með.

„Þegar ég lít til baka á síðustu 10 vikur er mér efst í huga hversu heppin ég var að komast í þetta prógram og hversu ótrúlega skemmtilegt þetta hefur verið. Svo margt sem ég hef lært og svo margt sem mér hefur áskotnast eins og til dæmis öll þessu frabæru Solaray vítamín sem hafa hjálpað mikið til við að halda úti orku yfir daginn sem og koma skikki á meltinguna. Ég var aðeins byrjuð að finna fyrir hitabreytingum en með FemiBalance frá Solaray hefur ekkert borið á þeim,“ segir Elín Lilja.

Air í Smáralind dressaði stelpurnar upp og Speedo færði þeim sundboli úr Sculpture línunni sem móta vöxtinn.

„Allt er þetta inni í þeim stóra áfanga að öðlast betri heilsu og betra lif, sem ég hef svo sannarlega hlotið. Allt hefur breyst, kílóin hafa dottið af, þolið aukist mikið og svefninn lagast til muna. Einnig hefur mataræðið breyst mikið og hugsa ég töluvert meira um það sem ég borða ásamt því að hafa náð að skera niður sykurát um 95%.

Ég er mjög sátt með árangurinn og heilsuferðalagið í heild sinni, það voru forrêttindi að fá að taka þátt í þessu og kynnast þessum frábæru konum.“

Elín Lilja segir að heilsuferðalagið hafi fengið hana til að hugsa sinn gang.

„Þetta er ekki búið. Maður verður að huga að því alla ævina hvernig maður fer með sjálfan sig og ef maður nær þeirri hugarfarsbreytingu sem ég nãði þá eru manni allir vegir færir.“

Elín Lilja Ragnarsdóttir.
Elín Lilja Ragnarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál