Fleiri bakteríur í þörmum en frumum líkamans

Rannsóknir benda til þess að depurð og þunglyndi megi flokka ...
Rannsóknir benda til þess að depurð og þunglyndi megi flokka sem bólgusjúkdóm sem á upptök sín þörumunum, m.a. sökum lélegrar þarmaflóru.

Birna G. Ásbjörnsdóttir er að ljúka meistaragráðu í Næringarlæknisfræði (Nutritional Medicine) frá University of Surrey í Bretlandi.  Birna er einnig í meistaranámi við Oxfordháskóla í Gagnreyndum Heilbrigðisfræðum (Evidence-based Medicine). Síðastliðina tvo áratugi hefur Birna unnið við einstaklingsráðgjöf hérlendis og erlendis ásamt því að veita reglulega fræðslu.

Í grein inni á Lifandi Markaði skrifar Birna um þarmaflóruna og hversu mikilvægu hlutverki hún gegnir í andlegri og líkamlegri heilsu: 

Þarmaflóran – Geðlækningar framtíðarinnar?

FLEIRI  bakteríur í þörmum en frumur í líkama

Rannsóknir sýna að líkami okkar samanstendur í raun af fleiri bakteríum en frumum.  Þessar trilljónir baktería lifa flestar í meltingarveginum, langflestar í ristlinum.  Þaðan hafa þær síðan magrvísleg áhrif á heilsu okkar (1).

LANGVINNIR sjúkdómar út frá meltingarveginum

Meltingarvegurinn hefur mun stærra hlutverki að gegna en að melta fæðu og frásoga næringu.  Ónæmiskerfi okkar er að mestu staðsett í meltingarveginum og auk þess er bólguviðbrögðum m.a. stjórnað út frá meltingarvegi (2).  Rannsakendur beina sjónum sínum í æ meira mæli til sambands meltingarvegar/þarmaflóru og langvinnra sjúkdóma s.s. sjálfsofnæmis og taugasjúkdóma.  Einngi hefur verið sýnt fram á að breytingar á þarmaflóru móður á meðgöngu geta haft áhrif heila fósturs og þroska (3). 

HEILINN í þörmunum

Innsta lag þarma okkar hefur að geyma yfir 100 miljónir tauga og mynda flókið kerfi sem nefnist taugakerfi garna og iðra (enteric nervous system).  Þetta sérhæfða taugakerfi á skipulögð samskipti við miðtaugakerfið okkar (heila og mænu) á flókinn hátt með hormónum og taugaboðefnum (4).  Þessi samskipti fara í báðar áttir, bæði frá heila til þarma og frá þörumum til heila en ná einnig til innkirtlakerfis, ónæmiskerfis og úttaugakerfis (56).

Nýjust rannsóknir sýna fram á náin tengsl miðtaugakerfis við þarma og þarmaflóru og í raun er orðið erfitt að aðskilja starfssemi þeirra (7).

TILFINNINGAR spila stórt hlutverk í meltingarfærasúkdómum

Það er vitað að tilfinningalegir og geðrænir þættir geta komið af stað einkennum í meltingarfærum.  Þetta er þekkt í þeim tilfellum þegar búið er að útiloka líkamlegar orsakir en einkenni eru til staðar (8).  Um 20 heilsufarsvandamál sem tengjast meltingarveginum eru þekkt, flest langvinn og  erfitt að meðhöndla.  Í dag er farið að horfa til þess að sálar- og félagsþroski getur haft lífeðlisfræðileg áhrif á þarmana ásamt því að hafa áhrif á einkenni og heilsufar okkar almennt (9).

GEÐHEILSA hefur með ástand meltingarfæra að gera

Streita spilar stórt hlutverk þegar horft er á geðheilsu og meltingarsjúkdóma.  Rannsóknir sýna að tilfinningavinna skilar auknum árangri þegar kemur að meðhöndlun á meltingarfærasjúkdómum og þeirra einkennum (10). 

Rannsóknir á dýrum hafa klárlega sýnt fram á hvernig hægt er að framkalla breytta hegðun s.s. kvíða og þunglyndi með röskun á þarmaflórunni.  Nú er einnig búið að sýna fram á hið gagnstæða, þ.e. hvernig hægt er að byggja upp þarmaflóruna og hafa þannig jákvæð áhrif á geðheilsu  (11). Rannsóknin var gerð í University of Oxford á 45 einstaklingum og sýndi hóurinn sem fékk probiotics (styrkir þarmaflóru) marktæka lækkun á streituhormónum, á meðan lyfleysuhópur sýndi engar breytingar.  Einnig kom fram á sálfræðiprófum í tilfiinningaúrvinnslu, að jákvæð athygli þessara sömu einstaklinga jókst meðan dró úr þeirri neikvæðu.

Rannsóknir benda til þess að depurð og þunglyndi megi flokka sem bólgusjúkdóm sem á upptök sín þörumunum, m.a. sökum lélegrar þarmaflóru.

Í kerfisbundnu yfirliti rannsókna (systematic review) komu fram áhugaverðar niðurstöður sem styrkja þessar tilgátur (12).  Rannsóknin sýnir fram á hverngi röskun á þarmaflórunni hefur áhrif á ónæmiskerfið og taugakerfið og getur því leitt til geðsjúkdóma s.s. kvíða og þunglyndis (1314), geðhvarfasýki (1516) og geðklofa (171819).  Rannsóknin er vönduð og yfirgripsmikil þar sem hún fylgir stöðluðum reglum (smella hér til að fræðast meira um slíkar rannóknir).

 

MEÐHÖNDLUN geðsjúkdómua í samanburði við  meðhöndlun meltingarsjúkdóma

Rannsóknir hafa nú sýnt fram á að bæði forvarnir og meðhöndlun á geðrænum og taugatengdum sjúkdómum ættu fyrst og fremst að beinast að ástandi meltingarvegar og þarmaflóru (111220), á meðan meðhöndlun á meltingarsjúkdómum er árangursrík með tilliti til sálfræðilegrar nálgunar (10).   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

Í gær, 18:00 Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

Í gær, 16:00 „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

Í gær, 13:16 Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

Í gær, 11:06 „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

Í gær, 08:00 „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

í fyrradag Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

í fyrradag Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

í fyrradag Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í fyrradag Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í fyrradag Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

í fyrradag Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

20.2. Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

19.2. Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

19.2. Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »