Dorrit keypti sér skyr í Bretlandi

Dorrit Moussaieff.
Dorrit Moussaieff.

Frú Dorrit Moussaieff heimsótti Waitrose verslun nálægt heimili sínu í miðborg Lundúna á dögunum til að kaupa sér skyr. Eins og þeir vita sem þekkja forsetafrúnna þá er henni mikið umhugað um heilsuna og vill hafa matvörurnar sem hún borðar hollar og næringarríkar. Moussaieff sló á létta strengi í þessari heimsókn og gaf hún sér tíma til að upplýsa kaupendur um sögu íslenska skyrsins, næringargildi þess sem og hvaða sess það skipar í íslensku samfélagi. Hún hefur einmitt gert töluvert af því að auka hróður íslenskrar náttúru, menningar og afurða út fyrir landssteinana í tíð sinni sem forsetafrú.

Þá hefur hún lengi verið talsmaður skyrsins og þeim sérstöku eiginleikum sem það hefur á heilsu fólks. Hún flutti með annan fótinn aftur til Bretlands fyrir nokkrum árum og hefur síðustu daga og misseri hvatt breska neytendur til að prófa þessa einstöku afurð sem skyrið er og framleitt er úr hreinum íslenskum mjólkurafurðum.

Skyrið hefur alltaf átt sinn sess á Bessastöðum og verið borðað þar eins og á öðrum íslenskum heimilum. Moussaieff segist vera þess fullviss að skyrið sé mikilvægur hluti af heilbrigði Íslendinga og gegni án nokkurs vafa stóru hlutverki í langlífi þjóðarinnar. Hún fagnar því að skyrið sé nú komið til Bretlands og verður spennandi að fylgjast með hvort Bretar falli fyrir skyrinu líkt og hún.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda