Þjálfari Lawrence leysir frá skjóðunni

Dalton hefur þjálfað Jennifer Lawrence.
Dalton hefur þjálfað Jennifer Lawrence. mbl.is/AFP

Dalton Wong hefur þjálfað heimfrægar leikkonur á borð við Amöndu Seyfried, Zoë Kravitz og Jennifer Lawrence. En hann á að hafa breytt öllu fyrir Lawrence þegar þau hittust árið 2010 en þá var hún blaut á bak við eyrun þegar kom að öllu sem tengdist heilsu.

„Dalton kenndi mér hvernig ætti að borða, hreyfa sig og lifa unaðslegu en heilsusamlegu lífi. Ég mun ávallt vera honum þakklát fyrir það.“ En Dalton kom þessari launahæstu leikkonu í Hollwood meðal annars í hörkuform fyrir ofurhetjuhlutverk á aðeins þremur mánuðum.

Þó svo að Dalton neiti því ekki beint í viðtali við Daily Mail að venjulegt fólk sem situr við tölvuna frá níu til fimm geti verið í sama formi og Hollywood-stjörnur á borð við Jennifer Lawrence vill hann meina að það sé eðlismunur á lífi stjarnanna og okkar hinna. Það sé það nánast í starfslýsingu leikara að vera í góðu formi. „Starf stjörnunnar er að líta vel út og líða vel,“ sagði Dalton. Það er því ekki boði fyrir þær að sleppa því að hugsa um heilsuna.

Dalton lætur stjörnurnar fá næringarplan sem hentar vel til þess að ná þeim árangri sem stefnt er að. Síðan lætur hann þær fá æfingar sem byggja upp þann líkama sem stefnt er að. Síðast en ekki síst fer hann yfir lífstílinn, ef stjörnurnar eru á ferðalögum finnur hann út á hvaða veitingastöðum þær ættu að borða. Hann hjálpar þeim einnig að takast á við álag og bendir þeim á hvernig þær geta gert jóga, pilates eða farið í nudd. Kúnnarnir hans eiga það einnig sameiginlegt að hafa takamarkaðan tíma fyrir æfingar og því passar Dalton að kúnnarnir fái alltaf eins mikið út úr æfingunni og hægt er.

Teygjur er hægt að nota í ýmislegt.
Teygjur er hægt að nota í ýmislegt. mbl.is/Thinkstockphotos

Dalton segist hafa verið hrifinn af teygjum sem gefa mótstöðu. Það sé góð lausn þegar ekki er hægt að nota tæki. Þær komi ekki staðinn fyrir lóð. Auk þess er það hans upplifun að margar konur séu skeptískar á það að lyfta lóðum.

Þegar kemur að fitubrennslu finnst honum þær æfingar bestar sem ýta fólki út fyrir þægindarammann. Eins og til dæmis hlaup þar sem hlaupið er á 80 prósent hraða í lotum með 30 sekúndna pásum. Þá er manneskja að fara út fyrir sinn eigin þægindaramma.

Þegar kemur að styrktaræfingum mælir Dalton með því að konur styrki bakið og vöðvana á milli herðablaðanna. Þegar þessir vöðvar verða sterkari verður líkamsstaðan betri. Hann leggur líka áherslu á rassinn, ekki bara vegna þess að rassinn á eftir að líta betur úr heldur vegna þess að sterkur rass getur hjálpað til við að koma í veg fyrir bak-, mjaðma- og hnémeiðsl.

Jennifer Lawrence passar líklega upp á að gera bakæfingarnar sínar.
Jennifer Lawrence passar líklega upp á að gera bakæfingarnar sínar. mbl.is/AFP
mbl.is

Er ég of ung fyrir botox?

11:06 „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

08:00 „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

Í gær, 23:59 Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

Í gær, 21:00 Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

í gær Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í gær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

í gær Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í gær Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

í gær Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

í fyrradag Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

19.2. Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

18.2. Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

18.2. Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

18.2. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »