Lífið breyttist eftir sambandsslitin

Elva Dögg ákvað fyrir tæpu ári að byrja hugsa betur ...
Elva Dögg ákvað fyrir tæpu ári að byrja hugsa betur um eigin heilsu. mbl.is/

Elva Dögg Sigurðardóttir er ein af þessum íslensku ofurkonum, hún er 25 ára einstæð tveggja barna móðir sem vinnur á leikskóla ásamt því að stunda fullt háskólanám. Eftir að hún sleit sambandi við barnsföður sinn byrjaði hún lokins að setja sjálfa sig í fyrsta sæti og tók lífstílinn í gegn.

Í desember í fyrra, stuttu áður en Elva Dögg hætti með barnsföður sínum tók hún fyrstu skrefin í átt að breyttum lífstíl en þá var hún komin alveg upp í kok af sjálfri sér. Á tveimur vikum missti hún sex kíló heima í stofu eftir að hún skráði sig á frítt fjarnámskeið hjá Söru Barðdal en á þessum tíma var hún að nálgast þriggja stafa töluna.

„Síðan missti ég tökin aftur, en eftir sambandslitin þá bjó ég heima hjá mömmu og pabba og náði að detta aftur í gömlu rútínuna sem ég hafði verið í áður en ég kynntist barnsföður mínum og byrjaði að vera líkari sjálfri mér aftur. Ég byrjaði ekki í ræktinni fyrir alvöru fyrr en í sumar. Ég hef alltaf hatað ræktina og fundist þetta ógeðslega leiðinlegt og skammaðist mín fyrir hvað ég gat ekki lyft neinu, en stóra systir mín tók það að sér að kenna mér að lyfta og nota tækin. Hún stóð við bakið á mér og sýndi mér að það er allt í lagi að byrja létt, allir byrja einhvers staðar,“ segir Elva Dögg.

Lífið breyttist við barneignirnar

Elva Dögg hafði ekki alltaf verið í þyngri kantinum en lífið breyttist þegar hún eignaðist tvö börn með stuttu millibili. Elva Dögg var rétt um tvítugt þegar hún varð ólétt af sínu fyrsta barni. Rútínan sem fylgdi því að búa á hótel mömmu hvarf þegar hún flutti inn með barnsföður sínum og byrjaði að narta á kvöldin eins og hann átti til.

„Ofan á þetta þá fæddist fyrsta barnið mitt með leyndan hjartagalla sem uppgötvaðist í skoðuninni áður en við áttum að fá að fara heim og þar sem barnsfaðir minn þurfti að vinna þá var ég voða mikið ein að melta þessar fréttir. Ég náði aldrei almennilega að melta þær því ég leyfði mér ekki að syrgja heldur beit ég á jaxlinn og setti upp front í gegnum allt sem fylgdi hjartaaðgerðinni. Þessar breytingar tóku sinn toll, þannig með tímanum byrjaði ég að þróa með mér þunglyndi. Smátt og smátt útilokaði ég mig frá öllum og fann mér huggun í mat og þar með byrjaði ég að bæta á mig,“ segir Elva Dögg sem datt síðan niður í enn meira þunglyndi eftir að hafa átt seinna barn sitt. Hún segir að hún hafi helst ekki viljað fara út þar sem hún skammaðist sín fyrir vaxtarlag sitt en notaði mat áfram sem huggun.

Margt breyttist þegar Elva Dögg varð ólétt rétt um tvítugt.
Margt breyttist þegar Elva Dögg varð ólétt rétt um tvítugt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki hægt að kenna tímaleysi um óhollan mat

Elva Dögg byrjaði ekki bara að hreyfa sig heldur tók hún líka mataræðið í gegn. Hún hætti að borða endalausan skyndibita og nammi og tók gos út, hún tekur samt fram að hún banni sér ekki neitt. „Ég hugsa þetta svolítið út frá því hvað myndi ég velja fyrir börnin mín, auðvitað myndi ég velja það sem er hollt og gefur þeim næringu þannig af hverju á ég ekki að hugsa svoleiðis um sjálfan mig líka?“

Þó svo að Elva Dögg hafi í mörg horn að líta lætur hún ekki ræktina mæta afgangi og segir að hún skipuleggi daginn í kringum ræktina en ekki öfugt. Margir kenna tímaleysi um óhollt matarræði en Elva Dögg bendir réttilega á að það taki jafnlangan tíma að skella í sig epli eins og að fá sér kex. Það tekur líka alveg jafnlangan tíma að smyrja sér hrökkbrauð eins og að smyrja venjulegt brauð.

Vellíðanin skín af henni

Elva Dögg segir það dásamlega tilfinningu að finna fyrir því hvernig líkami hennar er að styrkjast. „Mér finnst ég loksins vera „in control“ en ég er bara rétt að byrja og stefni á að styrkja mig enn þá meira.“ Andlega líðanin hefur líka tekið stakkaskiptum. „Fyrir ári síðan hefði ég ekki meikað hálfan dag við það sem ég geri núna. Hreyfingin hjálpar mér að vinna á þunglyndinu, ég er miklu léttari í skapinu og finnst bara allt miklu auðveldara og bjartara yfir öllu. Það skín greinilega líka í gegn hvað mér líður mikið betur því ég fæ það reglulega frá fólki hvað það geisli af mér og það sjáist hvað mér líður vel,“ segir Elva Dögg glöð í bragði.

Henni gengur því vel að skipuleggja sig enda segist hún vera mjög skipulögð og kassalöguð týpa að eðlisfari. Síðustu mánuði hefur hún lært að hugsa vel um sig og hluti af því er að gleyma ekki að slaka á. „Ég reyni að skipuleggja mig alltaf þannig að ég sé búin að öllu tengdu skólanum og heimilinu þegar börnin fara í pabbahelgar svo ég geti átt þarna tvo daga í að gera það sem mig langar og slaka á, það er algjörlega nauðsynlegt að passa upp á að gefa sér líka tíma í sjálfan sig þótt það sé ekki nema að sitja heilalaus heima og horfa á Netflix,“ segir Elva Dögg sem segist þó vera heppin með fólkið í kringum sig sem er alltaf til í að hjálpa.

mbl.is

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

18:00 Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

17:00 Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »

10 atriði sem þú gætir átt von á án sykurs

11:00 Þú færð sterkara ónæmiskerfi, missir þyngd og sefur betur án sykurs. Þú gætir viljað nota minna af snyrtivörum og hafir meira úr að spila með breyttu matarræði. Meira »

Hnetuskrúbbur Kylie gerir allt vitlaust

05:00 Skrúbbur úr nýjustu snyrtivörulínu Kylie Jenner hefur vakið mikla athygli, en hann inniheldur valhnetur sem sagðar eru rífa upp húðina og valda smáum sárum á húðinni. Meira »

Getur farið framúr sér við skipulaggningu

í gær María Ósk Stefánsdóttir gekk í hjónaband með Emil Atla Ellegaard hinn 11. ágúst 2018. Hún er með menntun í sálfræði og starfar á snyrtistofunni Hár & dekur. Meira »

Ömmu-stíllinn kemur sterkur inn

í gær Slæður og klútar geta gert mikið fyrir hin hversdagslegu föt og geta varið mann fyrir sterku sólarljósi. Ömmu-stíllinn kemur sterkur inn í sumar. Meira »

Hvaða andlitslyfting er best?

í gær „Ég hef verið að sjá alls konar meðferðir í boði sem segjast gefa andlitslyftingu og strekkja á húð (kjálkalínu, hálsi, kinnum osfrv). Hvað þarf að hafa í huga fyrir svona aðgerðir? Hvaða aukaverkanir eru algengastar? Er sjálf 31 og að íhuga þetta, en veit ekki hvað á best við fyrir minn aldur, og auðvitað, hvað er áhættuminnst.“ Meira »

Þetta ætlar Díana Omel að gera í kvöld

í gær Þúsundþjalasmiðurinn og fjöllistakonan Díana Omel er rosalegur Eurovision-aðdáandi. Hún elskar búningana, menningarheimana og að eigin sögn, þetta snarruglaða „show“ sem er í kring um þessa margrómuðu (og ekki) keppni. Meira »

Sjálfsfróun er eðlilegur hluti af lífinu

í gær Íris Stefanía var í grunnskóla þegar hún áttaði sig á að sjálfsfróun væri eitthvað sem konur skömmuðust sín fyrir. Síðan þá hefur hún reynt að opna umræðuna með hinum ýmsu leiðum. Meira »

„Verðum að vera á Íslandi ef við vinnum“

í fyrradag Poppstjarnan Friðrik Ómar Hjörleifsson tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins hérlendis í febrúar með lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Þótt lagið hafi ekki komist áfram er Friðrik Ómar samt kominn til Tel Aviv. Meira »

Eitt fallegasta hús landsins til sölu

17.5. Anna Margrét Jónsdóttir hefur aldrei viljað sýna eitt fallegasta hús landsins að margra mati. Hún segist kunna að meta uppruna hússins og dreymir um að það komist nú í hendurnar á rétta fólkinu. Meira »

Greiðslumatið klárt á nokkrum mínútum

17.5. Með greiðslumat í höndunum veit fólk betur hvar það stendur í leitinni að réttu fasteigninni.   Meira »

„Ég hef alltaf elskað Eurovision!“

17.5. Fjölmargir kannast við skemmtikraftinn og hárgreiðslumanninn Skjöld Eyfjörð sem rak lengi hárstofuna Skjöldur 101 í miðborginni og kom reglulega fram í skemmtilegum blaðaviðtölum. Meira »

„Ég get ekki meira af þessu sama“

17.5. Konu langar í tilfinningalega nánd við mann, en allir sem hún hittir vilja einvörðungu sofa hjá henni. Hún biður Polly um ráð. Meira »

Hvernig vilja Íslendingar hafa inni hjá sér?

17.5. Íslendingar eru mjög góðir í að gera fallegt í kringum sig hvort sem um fagaðila eða einstaklinga er að ræða. Í Heimili og hönnun, sem fylgir Morgunblaðinu í dag, má sjá nokkur súperlekker heimili. Meira »

Umhverfisvænni lúxus frá Lancôme

17.5. Nýjungar innan lúxus-línu Lancôme voru kynntar til leiks nýverið. Það vakti athygli að nú er í boði að kaupa áfyllingar á Absolue-andlitskremin en það sparar talsverðar umbúðir. Meira »

Hvað er framtíðarleiðtoginn að hugsa um?

16.5. „Eitt af því sem fjallað var um er framfaramiðað hugarfar (e. growth mindset) en kjarninn í því er að láta hugarfarið ekki koma í veg fyrir að við náum árangri og settum markmiðum. Einstaklingar sem búa yfir framfaramiðuðu hugarfari kunna að meta áskoranir, sýna þrautseigju þegar á móti blæs, sækja í endurgjöf og læra af gagnrýni.“ Meira »

Rakar þú leggina oftar en Taylor Swift?

16.5. Það eru líklega fáar konur sem raka fótleggina jafnoft og tónlistarkonan Taylor Swift. Ellen DeGeneres átti varla til orð þegar Swift upplýsti hversu oft Meira »

Tískutröllin eru mætt til Cannes

16.5. Elton John er á áttræðis aldri en slær flestum öðrum út þegar kemur að útlitinu. Hann mætti á dregilinn á Cannes að kynna kvikmyndina sína „Rocketman“ í fatnaði frá Gucci frá toppi til táar. Meira »

„Tilbúin að deyja fyrir góða ljósmynd?“

16.5. Instagram pör er nýjasta nýtt á samfélagsmiðlum. Mörg þeirra sýna sig í hættulegum stellingum og fólk veltir fyrir sér hversu langt þau ganga til að ná af sér fallegri mynd. Eru þau tilbúin að deyja fyrir ljósmyndina? Meira »

Þolir ekki þegar heimilið er allt í drasli

16.5. Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson býr ásamt Rósu Björk Sveinsdóttur og börnum þeirra þremur í fallegri íbúð með mögnuðu útsýni yfir Reykjavík. Meira »