Hlaupabretti með fleiri bakteríur en klósettseta

Gott er að þrífa tækin eftir notkun.
Gott er að þrífa tækin eftir notkun. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir mundu halda að klósettsetur séu morandi í slæmum bakteríum. Jú það kann að vera rétt en enn fleiri má finna á líkamsræktartækjum eins og hlaupabrettum eða hjólum og lóðum. 

Business Insider greinir fá því að tækjasíðan Filtrated kannaði bakteríumagn á þremur hlaupabrettum, þremur lóðum og þremur hjólum í þremur mismunandi líkamsræktarstöðvum. 

Hjólin og hlaupabrettin komu verst út þrátt fyrir að lóðin hafi ekki verið mikið skárri. Hlaupabrettin voru til að mynda að meðaltali með 74 sinnum fleiri bakteríur en klósettseta á almenningsklósetti. 

Í ljós kom að gífurlegt magn af sýklum fannst á tækjunum. Sýklarnir sem fundust geta meðal annars ollið sýkingum og pestum. Til að forðast smit er gott að passa að vera ekki á tánum, halda höndunum frá andlitinu og skipta um föt eftir æfingu. 

Ekki er um líkamsræktartæki á Íslandi að ræða en ekki er ólíklegt að þau séu líka full af bakteríum enda svitnar fólk alls staðar i heiminum sama hver líkamsræktarstöðin er. Gott er því að muna að þrífa tækin eftir notkun og ekki verra að gera það fyrir líka þar sem hver veit hver var á undan manni? 

Sýklar eru út um allt, líka á lóðum.
Sýklar eru út um allt, líka á lóðum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál