5:2 fastan hjálpaði þessum stjörnum

Jimmy Kimmel, Beyoncé og Benedict Cumberbatch eru meðal þeirra sem …
Jimmy Kimmel, Beyoncé og Benedict Cumberbatch eru meðal þeirra sem prófuðu 5:2 föstuna. Samsett mynd

Föstur eru vinsælar þegar kemur að því að grennast. Á meðan það er vinsælt meðal fólks að fasta hluta sólahrings var 5:2 fastan líklega vinsælli fyrir nokkrum árum. Mælt var með því á 5:2 föstunni að fólk borðaði um 500 til 600 hitaeiningar tvo daga í viku en hina fimm dagana mátti borða venjulega.

Jimmy Kimmel léttist um rúm 11 kíló með því að breyta mataræðinu. Eftir að hann var komin niður í þyngd sem hann var sáttur við byrjaði hann á 5:2 föstunni. Í viðtali við Men's Journal segir hann að mataræðið hafi hjálpað honum við að halda sér í tæpum 83 kílóum.  Hann segist geta borðað eins og svín fimm daga í viku en á mánudögum og fimmtudögum borði hann minna en 500 hitaeiningar á dag. 

Jimmy Kimmel.
Jimmy Kimmel. AFP

Benedict Cumberbatch sagði í viðtali fyrir nokkrum árum að hann væri á 5:2 föstunni. Hann væri að því fyrir hlutverk sitt sem Sherlock Holmes í sjónvarpsþáttunum Sherlock. 

Benedict Cumberbatch.
Benedict Cumberbatch. AFP

MirandaKerr sem lærði næringarfræði áður en hún varð fræg fyrirsæta er sögð hafa verið aðdáandi 5: föstunnar. 

Miranda Kerr.
Miranda Kerr. AFP

Söngkonan Beyoncé er önnur stjarna sem var á 5:2 kúrnum. Þessa dagana er hún vegan en hún er þekkt fyrir að hafa prófað hina ótrúlegustu mataræði og megrunarkúra eins og hinn öfgafulla Master Cleanse sem saman stendur af sítrónum, sýrópi og cayanne pipar.

Beyonce.
Beyonce. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál