Líka truflandi þegar síminn er ekki í notkun

Snjallsímar stela athyglinni hvort sem það er verið að nota …
Snjallsímar stela athyglinni hvort sem það er verið að nota þá eða ekki. mbl.is/Thinkstockphotos

Snjallsímar eru frábær tæki en símarnir búa líka yfir þeim eiginleika að stela athygli fólks. Þá er ekki bara að leggja þá frá sér, snúa skjánum niður eða stinga þeim í vasann. Bara það að síminn sé á staðnum er sagt trufla.

Harvard Business Review greinir frá rannsókn þar sem skoðað var hvaða áhrif snjallsímar höfðu á fólk þegar símarnir voru til staðar en ekki í notkun.

Þátttakendur þurftu að leysa verkefni sem reyndu á hug þeirra. Því fólki sem skildi símann eftir í öðru herbergi gekk betur en fólki sem var með símann í vasanum eða á borðinu þó svo að skjárinn vísaði niður. Símarnir höfðu þessi truflandi áhrif þrátt fyrir að þeir gæfu ekki frá sér hljóð eða titruðu. Símarnir höfðu svipuð áhrif á fólk og ef það hefði fengið lítinn svefn. 

Þrátt fyrir að snjallsímar geti haft slæm áhrif á einbeitinguna, meira að segja þegar ekki er verið að nota þá, geta þeir líka komið að mjög góðum notum. Í staðinn fyrir að fólk segi alveg skilið við snjallsíma er mælt með því að fólk taki sér pásu, komi símanum fyrir í öðru herbergi í ákveðinn tíma.

Ef síminn liggur á náttborðinu þegar við erum að lesa bók uppi í rúmi getur hann haft áhrif og hann gæti líka haft áhrif þegar við horfum á bíómynd þó svo hann sé í vasanum og stilltur á hljótt.  

Það eitt að hafa símann á borðinu hefur áhrif á …
Það eitt að hafa símann á borðinu hefur áhrif á fólk. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál