Heldur sér í formi með ballett

Kate Mara er vegan og stundar ballett.
Kate Mara er vegan og stundar ballett. AFP

Leikkonan Kate Mara giftist leikaranum Jamie Bell í fyrra en Bell sló fyrst í gegn í dansmyndinni Billy Elliot. Hjónin sjást reglulega taka balletttíma saman en Mara segir í viðtali við Shape að ballett sé uppáhaldslíkamsræktin sín. 

Ef Mara er heima hjá sér í Los Angeles fer hún fimm sinnum í viku í líkamsræktarstöð sem kallast Ballet Bodies en þar fer hún bæði í balletttíma og pilates-tíma. „Mér finnst alltaf gaman að prófa nýja líkamsrækt en þessi er í langmestu uppáhaldi. Þú verður að einbeita þér svo mikið þegar þú ert að gera balletthreyfingarnar og það er frábær leið til þess að hreinsa hugann,“ segir Mara sem segir ballettinn á við nudd. 

Smartland fjallaði nýlega um ágæti þess að stunda ballett en eins og fram kemur í greininni hefur dansinn ekki bara góð áhrif á líkamann heldur er líka sagður byggja um sjálfstraust og aga auk þess sem hann hefur áhrif á heilastarfsemina. 

Mara heldur þó ekki bara líkamanum heilsusamlegum með ballettæfingum heldur hugar vel að því hvað hún lætur ofan í sig. Hún hefur verið vegan í fimm ár, henni fannst erfitt að hætta að borða osta en mun auðveldara að hætta að borða kjöt. Hún ákvað að verða vegan eftir að hún las The Beauty Detox Solution eftir Kimberly Snyder þar sem eru færð rök fyrir því að mannslíkaminn sé ekki gerður til þess að melta dýraafurðir.

„Ég hef alltaf verið með frekar viðkvæman maga en eftir að ég tók allar dýraafurðir út úr mataræðinu mínu leið mér miklu betur,“ segir Mara. 

Kate Mara og Jamie Bell stunda ballett.
Kate Mara og Jamie Bell stunda ballett. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál