Þjálfari Justin Theroux leysir frá skjóðunni

Justin Theroux æfir fimm sinnum í viku.
Justin Theroux æfir fimm sinnum í viku. AFP

Leikarinn Justin Theroux er einn eftirsóttasti piparsveinn í Hollywood en hann og Jennifer Aniston tilkynntu um skilnað sinn fyrr á árinu. Theroux sem er 46 ára er í hörkuformi og er það mestu leyti boxi að þakka eins og kemur fram í viðtali við Theroux á vef Men's Health

Theroux æfir fimm sinnum í viku og samanstanda æfingarnar oftast af 40 mínútum af boxi og 20 mínútum í lyftingasalnum. Þjálfari Theroux, Rob Piela, segir Theroux gera klassískar æfingar í lyftingasalnum og gaf meðal annars upp nokkrar magaæfingar sem hjálpa Theroux að halda sér í formi. 

Gerðar eru þrjár umferðir af eftirtöldum æfingum. Hvílt í 30 til sekúndur á milli umferða. 

Hangandi fótalyftur

Í þessari æfingu þarf fólk að koma sér fyrir á upphífingarstöng. Beinum fótleggjunum er svo lyft eins hátt og hægt er. 20 til 40 endurtekningar í hverri umferð. 

Uppsetur á bekk

Þessar uppsetur eru gerðar á bekk sem er hægt að finna í flestum lyftingasölum en bekkurinn hallar og er fótunum komið vel fyrir efst. Theroux bætir svo um betur og heldur á lóðum upp við bringuna, 10 til 20 kílóa þungum. 20 til 40 endurtekningar í hverri umferð. 

Hjólamagaæfingar

Það eru ekki allar æfingarnar flóknar. Gamla hjólamagaæfingin stendur alltaf fyrir sínu. Vinstri olnbogi á móti hægri fæti og svo öfugt. 20 til 40 endurtekningar í hverri umferð.

Magaæfing með niðurtogi

Markmiðið í þessari æfingu eins og sést á þessu myndbandi er að koma olnbogum að hnjám. 20 til 40 endurtekningar í hverri umferð. 

Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu um skilnað sinn fyrr …
Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu um skilnað sinn fyrr á árinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál