Kynjajafnrétti stuðlar að betri svefni

Konur og karlar skipta ábyrgðinni jafnt á milli sín í …
Konur og karlar skipta ábyrgðinni jafnt á milli sín í samfélögum þar sem karlar og konur eru jöfn. Það þýðir betri svefn fyrir alla. Getty Images/Purestock

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að konur og karlar sofi betur í þeim löndum þar sem jafnrétti kynjanna er meira. 

Rannsóknin sneri að því að kanna svefn karla og kvenna í sambúð og skoða hvað heldur vöku fyrir þeim. Rannsóknin náði til 14.143 einstaklinga í 23 Evrópulöndum. Niðurstöðurnar sýndu að konur eru líklegri til að sofa minna á næturnar vegna ungra barna. Þær eru einnig líklegri til að vaka fram eftir með áhyggjur af unglingum. Karlar eru líklegri til að hafa áhyggjur af fjármálum heimilisins og vinnunni sinni, og það hefur áhrif á svefn þeirra. Karlar og konur upplifðu bæði verri svefn vegna streituvaldandi starfa.

Þegar lönd voru borin saman kom í ljós að bæði karlar og konur sofa betur í löndum þar sem jafnrétti kynjanna er meira. Þá er hlutverkum heimilisins skipt jafnt á milli karla og kvenna og álagið dreifist jafnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál