5 ráð fyrir árangursríkan blund

Blundur yfir miðjan daginn getur aukið afköst, bætt sköpunargáfuna, minnið …
Blundur yfir miðjan daginn getur aukið afköst, bætt sköpunargáfuna, minnið og skapið. mbl.is/Pexels

Að fá sér blund yfir miðjan daginn er heitasta trendið í dag. Í stórborgum víða um heim má nú finna staði sem bjóða upp á aðstöðu til að leggja sig. 

Í stað þess að innbyrða mikið af koffíni til að halda sér vakandi síðdegis getur verið árangursríkara að leggja sig í stutta stund. Svefn er manninum mikilvægur og er ráðlagt að ná um 7-8 klukkustunda svefni á nóttunni. Þegar maður nær því ekki alveg eða ef dagurinn er langur og erfiður getur verið betra að leggja sig en að fá sér þrefaldan espresso. 

Blundur yfir miðjan daginn getur aukið afköst, bætt sköpunargáfuna, minnið og skapið. Það er þó vandasamt að leggja sig yfir miðjan daginn ef maður vill ekki raska nætursvefninum. Hér eru nokkur ráð til að fá sem mest út úr stuttum blundi. 

Leggðu þig í 90 mínútur í mesta lagi

15-30 mínútna blundar eru góð leið til að hressa sig við síðdegis. Ef þér líður eins og það er ekki nóg þá er 90 mínútna blundur góð hugmynd. Þá ferðu í gegnum öll stig svefnsins og vaknar endurnærður. Passaðu að stilla vekjaraklukku og farðu á fætur þegar hún hringir. Með því getur þú forðast að líða illa eftir blundinn. Einnig er góð hugmynd að skipuleggja eitthvað um 20 mínútum eftir að þú vaknar. Þá fær líkaminn smá stund til að vakna en ekki of langan tíma. 

Ekki fara á æfingu áður en þú leggur þig

Það er frekar mælt með því að fara á æfingu eftir að þú leggur þig, ekki fyrir. Æfing getur einnig aukið orku þína en líkaminn og heilinn hvílast ekki á æfingu. Margir heilsusérfræðingar mæla með orkublundum (mesta lagi 30 mínútur) fyrir æfingu. Ef þú hefur ekki tíma til þess að leggja þig fyrir æfingu er mælt með því að fara ekki að sofa fyrr en 2 tímum eftir að æfingu lýkur. 

Passaðu að stilla vekjaraklukku og farðu á fætur þegar hún …
Passaðu að stilla vekjaraklukku og farðu á fætur þegar hún hringir. Með því getur þú forðast það að líða illa eftir blundinn. mbl.is/Pexels

Hafðu reglu á blundinum þínum

Ef þér finnst blundar hafa góð áhrif á þig, reyndu að leggja þig á sama tíma á hverjum degi. Þá lærir líkaminn inn á dagskrána og þú sofnar á styttri tíma og nærð betri hvíld. Flestir eru þreyttir á milli 2 og 4 á daginn, en ef þú finnur fyrir þreytu fyrr eða seinna ættirðu að leggja þig þá. Nema að það séu 3-4 tímar þangað til þú ferð að sofa yfir nóttina. Þá er best að sleppa því að leggja sig og fara um 30 mínútum fyrr að sofa. 

Finndu þægilegan stað 

Að reyna að sofna við skrifborðið eða í stól er ekki góð leið til lengdar. Það getur leitt til vandamála þegar kemur að nætursvefni. Hér spilar samræmi aftur inn í. Leggðu þig á þægilegum stað sem er ekki rúmið þitt. Þá lærir líkaminn inn á staðinn og að um stuttan svefn sé að ræða. 

Ekki reyna að leggja þig ef þú getur ekki sofnað

Það hentar ekki öllum að leggja sig, það er því óþarfi að reyna að venja sig á að leggja sig ef maður getur það ekki. Ef þig langar að leggja þig eða telur það geta bætt heilsu þína og frammistöðu prófaðu að reyna að leggja þig þrisvar í viku í einn mánuð. Það ætti að gefa líkamanum tíma til að læra inn á breytt hegðunarmynstur. Ef það bregst eru góðar líkur á að þú þurfir ekki að leggja þig. Þá getur samt verið gott að taka sér smá pásu yfir daginn og leggjast niður með ljósin slökkt, án þess þó að sofna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál