5 ástæður þess að þig langar á ströndina

Ströndin hefur margvísleg áhrif á bæði líkama og sál. Hér verða taldar upp fimm ástæður þess að þig langar á ströndina núna!

D-vítamín

Ef þú hefur varið löngum stundum inni að undanförnu má gera ráð fyrir því að þú hafir ekki náð að fylla á D-vítamín þörf líkamans. 

Að fara daglega í sól í stuttan tíma er nóg til að sinna þessari þörf. Hins vegar getur þetta verið áskorun fyrir fólk á landinu, þar sem langir vetrardagar eru ekki fylltir af sól. Þetta þekkjum við öll.

Steinefni og magnesíum

Ef þú syndir í sjónum færðu þessa mögnuðu róandi tilfinningu sem sjórinn gefur þegar líkaminn tekur úr honum steinefni og magnesíum.

Sjórinn gerir húðina silkimjúka og andann léttan.

Það er í raun fátt sem róar eins mikið og sjórinn gerir. Margir af helstu hugsuðum heims hafa talað um orkuna frá sjónum og hvernig við eigum að tileinka okkur eiginleika sjávarins. Þess vegna höfum við oft þörf fyrir að vera nálægt sjó.

Sandurinn 

Langar eða stuttar göngur við sjávarmál mýkja fæturna. Ef þú ert með mikið af siggi út af skónum eftir veturinn áttu eftir að finna fyrir því hvernig fæturnir verða eins og nýkomnir úr fótsnyrtingu eftir nokkrar slíkar göngur.

Hugurinn

Að sitja á ströndinni og hlusta á sjóinn gutla við sandinn með reglulegu millibili, án þess að verða fyrir truflun frá samfélagsmiðlum eða vinnunni er einstaklega nærandi. Hugurinn byggist upp og andlegt jafnvægi kemst á í aðstæðum sem þessum. Fráhvörfin frá tækninni til að ná þessu andlega ástandi taka nokkra daga. En góð bók sem kemur huganum á flug eða góð tímarit geta hjálpað til við aðlögunina.

Félagsskapurinn

Að taka fjölskylduna með á ströndina er einstakt. Sér í lagi fyrir þá sem eiga börn sem týnast í tölvunni. Ung börn leika sér í sandinum og þau eldri finna ótal margt að gera þegar ekkert annað en náttúrulegt umhverfi er í boði. 

Eins má aldrei vanmeta það að hitta nýja vini á ströndinni. Fólk er eitthvað svo opið og fallegt í þessum aðstæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál