Fékk aukinn styrk í gegnum Free the nipple

Tinna í Svíþjóð.
Tinna í Svíþjóð. Ljósmynd/Aðsend

Tinna Haraldsdóttir er 28 ára ferðamálafræðingur frá Akureyri sem starfar hjá ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

„Það eru leiðinlega fá ár síðan ég fór að spá í líkamsvirðingu,“ segir Tinna. Hún segir að þetta hafi ekki verið í umræðunni fyrr en fyrir nokkrum árum, eða þegar hún var 24 til 25 ára. „Maður sá einstaka tal um að maður „ætti ekki að bera sig saman við módelin í tímaritunum“ og að slíkar myndir ýttu undir átraskanir. En það var ekki beint nein bylting. Maður átti samt að vera grannur. Mér leið lengi eins og ég væri sæt „þrátt fyrir“ að vera þybbin eða feit. Meira að segja þegar ég var ekki einu sinni þybbin eða feit, þá hélt ég að ég væri það,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Hún segist hafa byrjað að fitna í kringum tvítugt og að hún hafi alltaf verið meðvituð um það. Þó að hún hafi ekki leyft þyngdaraukningunni að stoppa sig fann hún leiðir til að hylja líkamann sinn. „Ég hélt fyrir magann þegar ég labbaði út í sundlaug, ég fór alveg á djammið en valdi föt sem földu það sem mér fannst rangt og ýttu undir það sem mér fannst rétt,“ segir hún.

Tinna er þakklát fyrir fólkið í kringum sig sem eru femínistar og peppa líkamsvirðingu. „Því miður er fullt af fólki í þeirri stöðu að það sér bara enn það eitraða umhverfi sem ýtir undir megrunarmenningu og líkamshatur,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Til að minna sjálfa sig á að bera virðingu fyrir líkama sínum tekur Tinna myndir af líkamshlutum sínum sem henni líkar minnst við. „Margar af þeim eru teknar í „góðu ljósi“, en ég er farin að taka líka myndir sem mér finnast kannski sýna líkama minn í því ljósi sem samfélagið telur ekki rétt. Með bumbuna út um allt og fellingar og krumpuð læri og appelsínuhúð.“

Tinna geymir flestar myndirnar fyrir sjálfa sig en hefur fundið styrk í að deila þeim á netinu. „Ég fann til dæmis ótrúlega mikinn styrk í gegnum Free the nipple, sem er að mér finnst hluti af baráttu um líkamsvirðingu. Það er nánast fáránlegt hvað Free the nipple kenndi mér mikið, ég hafði alveg heyrt og auðvitað séð mismunandi brjóst en ég var samt með svo fastmótaða hugmynd í hausnum á mér. Hún var gjörsamlega mölbrotin niður með Free the nipple og hjálpaði mér að virða þennan part líkama míns, sem ég hef átt, og á kannski enn, í miklu basli með,“ segir Tinna.

Að stunda líkamsvirðingu er dagleg barátta að mati hennar. Suma daga er eins og engin föt passi en þeim fer ört fækkandi segir Tinna. „Ég reyni líka að vanda mig við að segja að ég sé feit og að feitar vinkonur mínar séu feitar. Það er nefnilega ekki ljótt eða hræðilegt, það er staðreynd. Það gerir mig ekki að minni manneskju, það gerir ekki minna úr mínu virði sem manneskju,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Tinna reynir einnig að vanda sig við að virða líkamann sinn. Hún segir það vera mikilvægt því að við eigum bara einn líkama. „Það er tíma- og orkueyðsla að hata hann. Það er frábært að vilja halda honum heilbrigðum en það er líka í lagi að elska líkamann sinn þótt hann sé ekki heilbrigður. Jákvæð hugsun er svo ótrúlega mikilvæg fyrir andlega heilsu og ef við eyðum tíma í að hata líkama okkar erum við að taka upp pláss í hausnum fyrir þessar neikvæðu hugsanir sem eru svo ótrúlega óþarfar. Við lifum öll og við munum öll deyja, og það sem er mikilvægast er að reyna við hamingjuna með jákvæðni,“ segir Tinna.

mbl.is

Rándýr trefill minnti á allt annað

21:00 Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

18:13 Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

16:00 „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

12:34 Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

09:06 „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

06:09 Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

Í gær, 23:54 Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

í gær „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

í gær Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

í gær Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »

Inga Bryndís í Magnolia selur húsið

í gær Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia og eiginmaður hennar hafa sett sitt fallega einbýli við Bergsstaðastræti á sölu.   Meira »

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

í gær Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Himneskt kvölds og morgna

í fyrradag Alveg síðan Weleda var stofnað árið 1921 hefur fyrirtækið framleitt náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem byggjast á sömu heildarsýn og antrosopísk lyf. Vörurnar styðja við góða heilsu og hafa fyrirbyggjandi eiginleika. Meira »

Notalegt heimili ofurfyrirsætu

14.10. Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á dásamlegt heimili í Kaliforníu þar sem afslappaður stíll ræður ríkjum.   Meira »

Lykillinn að skornum maga Pinkett Smith

14.10. Jada Pinkett Smith er þekkt fyrir vöðvastæltan líkama en magaæfingarnar getur hún gert án þess að vera í ræktinni.   Meira »

Fegurðarleyndarmál Madonnu afhjúpað

14.10. Madonna hefur þróað nýtt nuddtæki sem viðheldur unglegu útliti, minnkar þrota og bólgur í andliti og líkama. Nú getur þú litið út eins og drottningin. Meira »

Snyrtivaran sem Meghan notar aldrei

14.10. Meghan hertogaynja sér um að farða sig sjálf. Daniel Martin farðaði hana á brúðkaupsdag hennar og veit hann hvað Meghan vill og vill ekki. Meira »

Uppáhaldskolvetni englanna

14.10. Victoria's Secret-fyrirsæturnar Josephine Skriver og Jasmine Tookes borða kolvetni á hverjum degi en stundum er fólki ráðlagt að skera niður kolvetnisát sitt. Meira »

Best að sleppa sígarettunum

14.10. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að fólk leiti yfirleitt til hennar í kringum fertugt til þess að fara í fyllingarefni eða bótox. Andlitslyfting er hins vegar yfirleitt framkvæmd síðar hjá fólki. Meira »

Silkimjúk og mött lína

13.10. Ef þú vilt fá örlítið nýtt yfirbragð og gera þig upp þá er nýr varalitur alltaf góður kostur. Ný varalitalína frá YSL breytir stemningunni. Meira »

Kremið sem stjörnurnar elska

13.10. Rihanna, Adele, Victoria Beckham og Julia Roberts nota allar sama kremið en stjörnurnar eru þekktar fyrir að hugsa vel um útlit sitt. Meira »