Fékk aukinn styrk í gegnum Free the nipple

Tinna í Svíþjóð.
Tinna í Svíþjóð. Ljósmynd/Aðsend

Tinna Haraldsdóttir er 28 ára ferðamálafræðingur frá Akureyri sem starfar hjá ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

„Það eru leiðinlega fá ár síðan ég fór að spá í líkamsvirðingu,“ segir Tinna. Hún segir að þetta hafi ekki verið í umræðunni fyrr en fyrir nokkrum árum, eða þegar hún var 24 til 25 ára. „Maður sá einstaka tal um að maður „ætti ekki að bera sig saman við módelin í tímaritunum“ og að slíkar myndir ýttu undir átraskanir. En það var ekki beint nein bylting. Maður átti samt að vera grannur. Mér leið lengi eins og ég væri sæt „þrátt fyrir“ að vera þybbin eða feit. Meira að segja þegar ég var ekki einu sinni þybbin eða feit, þá hélt ég að ég væri það,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Hún segist hafa byrjað að fitna í kringum tvítugt og að hún hafi alltaf verið meðvituð um það. Þó að hún hafi ekki leyft þyngdaraukningunni að stoppa sig fann hún leiðir til að hylja líkamann sinn. „Ég hélt fyrir magann þegar ég labbaði út í sundlaug, ég fór alveg á djammið en valdi föt sem földu það sem mér fannst rangt og ýttu undir það sem mér fannst rétt,“ segir hún.

Tinna er þakklát fyrir fólkið í kringum sig sem eru femínistar og peppa líkamsvirðingu. „Því miður er fullt af fólki í þeirri stöðu að það sér bara enn það eitraða umhverfi sem ýtir undir megrunarmenningu og líkamshatur,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Til að minna sjálfa sig á að bera virðingu fyrir líkama sínum tekur Tinna myndir af líkamshlutum sínum sem henni líkar minnst við. „Margar af þeim eru teknar í „góðu ljósi“, en ég er farin að taka líka myndir sem mér finnast kannski sýna líkama minn í því ljósi sem samfélagið telur ekki rétt. Með bumbuna út um allt og fellingar og krumpuð læri og appelsínuhúð.“

Tinna geymir flestar myndirnar fyrir sjálfa sig en hefur fundið styrk í að deila þeim á netinu. „Ég fann til dæmis ótrúlega mikinn styrk í gegnum Free the nipple, sem er að mér finnst hluti af baráttu um líkamsvirðingu. Það er nánast fáránlegt hvað Free the nipple kenndi mér mikið, ég hafði alveg heyrt og auðvitað séð mismunandi brjóst en ég var samt með svo fastmótaða hugmynd í hausnum á mér. Hún var gjörsamlega mölbrotin niður með Free the nipple og hjálpaði mér að virða þennan part líkama míns, sem ég hef átt, og á kannski enn, í miklu basli með,“ segir Tinna.

Að stunda líkamsvirðingu er dagleg barátta að mati hennar. Suma daga er eins og engin föt passi en þeim fer ört fækkandi segir Tinna. „Ég reyni líka að vanda mig við að segja að ég sé feit og að feitar vinkonur mínar séu feitar. Það er nefnilega ekki ljótt eða hræðilegt, það er staðreynd. Það gerir mig ekki að minni manneskju, það gerir ekki minna úr mínu virði sem manneskju,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Tinna reynir einnig að vanda sig við að virða líkamann sinn. Hún segir það vera mikilvægt því að við eigum bara einn líkama. „Það er tíma- og orkueyðsla að hata hann. Það er frábært að vilja halda honum heilbrigðum en það er líka í lagi að elska líkamann sinn þótt hann sé ekki heilbrigður. Jákvæð hugsun er svo ótrúlega mikilvæg fyrir andlega heilsu og ef við eyðum tíma í að hata líkama okkar erum við að taka upp pláss í hausnum fyrir þessar neikvæðu hugsanir sem eru svo ótrúlega óþarfar. Við lifum öll og við munum öll deyja, og það sem er mikilvægast er að reyna við hamingjuna með jákvæðni,“ segir Tinna.

mbl.is

Misstum allt, en hann heldur áfram

20:00 „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

16:36 Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

13:58 Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

10:30 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

05:00 Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

Í gær, 23:28 Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

í gær Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

í gær Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

í gær Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

í gær „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

í gær Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »