Fékk aukinn styrk í gegnum Free the nipple

Tinna í Svíþjóð.
Tinna í Svíþjóð. Ljósmynd/Aðsend

Tinna Haraldsdóttir er 28 ára ferðamálafræðingur frá Akureyri sem starfar hjá ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

„Það eru leiðinlega fá ár síðan ég fór að spá í líkamsvirðingu,“ segir Tinna. Hún segir að þetta hafi ekki verið í umræðunni fyrr en fyrir nokkrum árum, eða þegar hún var 24 til 25 ára. „Maður sá einstaka tal um að maður „ætti ekki að bera sig saman við módelin í tímaritunum“ og að slíkar myndir ýttu undir átraskanir. En það var ekki beint nein bylting. Maður átti samt að vera grannur. Mér leið lengi eins og ég væri sæt „þrátt fyrir“ að vera þybbin eða feit. Meira að segja þegar ég var ekki einu sinni þybbin eða feit, þá hélt ég að ég væri það,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Hún segist hafa byrjað að fitna í kringum tvítugt og að hún hafi alltaf verið meðvituð um það. Þó að hún hafi ekki leyft þyngdaraukningunni að stoppa sig fann hún leiðir til að hylja líkamann sinn. „Ég hélt fyrir magann þegar ég labbaði út í sundlaug, ég fór alveg á djammið en valdi föt sem földu það sem mér fannst rangt og ýttu undir það sem mér fannst rétt,“ segir hún.

Tinna er þakklát fyrir fólkið í kringum sig sem eru femínistar og peppa líkamsvirðingu. „Því miður er fullt af fólki í þeirri stöðu að það sér bara enn það eitraða umhverfi sem ýtir undir megrunarmenningu og líkamshatur,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Til að minna sjálfa sig á að bera virðingu fyrir líkama sínum tekur Tinna myndir af líkamshlutum sínum sem henni líkar minnst við. „Margar af þeim eru teknar í „góðu ljósi“, en ég er farin að taka líka myndir sem mér finnast kannski sýna líkama minn í því ljósi sem samfélagið telur ekki rétt. Með bumbuna út um allt og fellingar og krumpuð læri og appelsínuhúð.“

Tinna geymir flestar myndirnar fyrir sjálfa sig en hefur fundið styrk í að deila þeim á netinu. „Ég fann til dæmis ótrúlega mikinn styrk í gegnum Free the nipple, sem er að mér finnst hluti af baráttu um líkamsvirðingu. Það er nánast fáránlegt hvað Free the nipple kenndi mér mikið, ég hafði alveg heyrt og auðvitað séð mismunandi brjóst en ég var samt með svo fastmótaða hugmynd í hausnum á mér. Hún var gjörsamlega mölbrotin niður með Free the nipple og hjálpaði mér að virða þennan part líkama míns, sem ég hef átt, og á kannski enn, í miklu basli með,“ segir Tinna.

Að stunda líkamsvirðingu er dagleg barátta að mati hennar. Suma daga er eins og engin föt passi en þeim fer ört fækkandi segir Tinna. „Ég reyni líka að vanda mig við að segja að ég sé feit og að feitar vinkonur mínar séu feitar. Það er nefnilega ekki ljótt eða hræðilegt, það er staðreynd. Það gerir mig ekki að minni manneskju, það gerir ekki minna úr mínu virði sem manneskju,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Tinna reynir einnig að vanda sig við að virða líkamann sinn. Hún segir það vera mikilvægt því að við eigum bara einn líkama. „Það er tíma- og orkueyðsla að hata hann. Það er frábært að vilja halda honum heilbrigðum en það er líka í lagi að elska líkamann sinn þótt hann sé ekki heilbrigður. Jákvæð hugsun er svo ótrúlega mikilvæg fyrir andlega heilsu og ef við eyðum tíma í að hata líkama okkar erum við að taka upp pláss í hausnum fyrir þessar neikvæðu hugsanir sem eru svo ótrúlega óþarfar. Við lifum öll og við munum öll deyja, og það sem er mikilvægast er að reyna við hamingjuna með jákvæðni,“ segir Tinna.

mbl.is

Góðar jólagjafir undir 2.000 kr.

17:00 Það þarf ekki að kosta mann annan handlegginn að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel til fundnar gjafir skipt miklu máli. Meira »

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

13:00 Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

09:52 Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

05:25 „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

Í gær, 22:43 Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

Í gær, 19:00 Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

í gær „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

í gær Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

í gær Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

í gær Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

í fyrradag „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

16.12. Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

15.12. „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

15.12. Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »