Hvað kom fyrir Nigellu?

Nigella Lawson í fyrsta þættinum af Til borðs með Nigellu …
Nigella Lawson í fyrsta þættinum af Til borðs með Nigellu sem er á dagskrá Rúv. skjáskot/Youtube

Margir ráku upp stór augu þegar matreiðsluþáttur Nigellu Lawson á RÚV fór í loftið í gær enda þótti sjónvarpskokkurinn sjarmerandi hafa grennst töluvert. Nigella, sem er ekki þekkt fyrir að elda neina megrunarrétti, virtist þó hafa borðað eitthvað allt annað í kvöldsnarl en neyðarbrúnkökurnar sem hún bakaði í þættinum. 

Hvað kom eiginlega fyrir hana? Margir telja að stjarnan sé hreinlega komin aftur á kókaín en hún játaði fyrir dómi árið 2013 að hafa neytt kókaíns en sagðist þó ekki eiga við fíkniefnavanda að stríða.

Holdafar Nigellu hefur oft verið fréttaefni í breskum fjölmiðlum. Sjálf segist hún ekki fara í megrun. Það er þó ekki allt djúpsteikt með smjörkremi sem hún lætur ofan í sig.

Nigella Lawson.
Nigella Lawson. skjáskot/Youtube

Auk þess að stunda jóga segir Nigella lykilinn vera jafnvægi í mataræðinu. „Ég myndi ekki vilja líf þar sem ég borðaði bara chia-búðing, rétt eins og ég myndi ekki vilja líf þar sem ég borðaði bara egg benedict eða steik eða franskar,“ sagði sjónvarpskokkurinn eitt sinn.

„Ég elska grænkál og ég er með þráhyggju fyrir lárperu. Lífið snýst hins vegar um jafnvægi, ekki um sjálfumgleði. Þú borðar mat sem þú heldur að sé góður fyrir þig.“ 

Ef Nigella er að segja satt og rétt frá með að hafa aldrei farið í megrun verður þó að teljast líklegt að hún borði aðeins meira af káli og lárperu en sósum og súkkulaðikökum. Líklegt er einnig að hún passi skammtastærðirnar en eins og svo oft er sagt þá er allt í gott í hófi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál