Bára segir að tímaleysi sé ekki afsökun

Bára Magnúsdóttir eigandi JSB.
Bára Magnúsdóttir eigandi JSB. Ljósmynd/Geir Ólafsson

Bára Magnúsdóttir er ung í anda og á líkama og veitir okkur innsýn í líf stelpu sem hefur dansað sig í gegnum lífið og tekur handahlaup með barnabörnunum úti í garði á sumrin. 

Djassballettskóli Báru, JSB, hélt upp á 50 ára afmæli í fyrra. Starfsemi JSB skiptist í líkamsrækt og danslistarskóla sem er 51 einingar nám fyrir dansara á listdansbraut í menntaskóla.

Bára rifjar upp þegar hún fór í ballettnám til Bretlands einungis 16 ára gömul og sneri síðan heim aftur og lagði grunninn að JSB. „Ég hélt að allir á Íslandi væru að bíða eftir nútímadansi. Á Íslandi á þessum tíma voru tvær dansstefnur allsráðandi; ballett og samkvæmisdans. Ég ætlaði sjálf aldrei að verða kennari. Ég hafði farið í mjög virtan skóla í Bretlandi og hafði á prjónunum að ferðast um heiminn með Lindsey Kemp, sem varð seinna þekktur dansari. Hins vegar varð kennslan meira eins og köllun hjá mér. Listamaður finnur aldrei hamingjuna í hjarta sínu fyrr en einhver þiggur listina sem hann skapar. Ég fékk þetta hlutverk í lífinu, að byggja upp öðruvísi dansnám hér heima, til að auka á fjölbreytileikann á þessu sviði.“

Bára er viðurkennd á sínu sviði og hefur fengið margar ábyrgðarstöður tengdar því, en hún segir mikilvægt að frumkvöðlar hafi hugfast að þegar þeir gera eitthvað nýtt þurfi þeir að hafa sterk bein. ,,Það meðtóku mig ekki allir í byrjun en í dag er samvinna innan dansgreinarinnar mjög góð. Ég kann að meta það og dvel ekki við þann tíma þegar ég kom inn á sjónarsviðið og fólk vissi ekki alveg hvað ég ætlaði mér með þessa nýju nálgun á hefðbundnu dansformi.“

Skynsemi er dyggð

Þegar þú talar við Báru heyrirðu ákveðinn grunntón í öllu sem hún gerir. Hún er föst í forminu þegar kemur að líkamsrækt, dansi, mataræði eða hreyfingu og horfir á hlutina út frá skynsemi frekar en skammtímalausnum. Enda margþjálfuð í grunntækni balletts, sem á sér langa sögu og felst í að gera sömu æfingar í upphafi hvers dags, hvort sem leiðin liggur áfram í dans á klassískan máta eða djass.

„Við dansarar þekkjum þessa leið sem hefur verið vörðuð fyrir margt löngu og sömu æfingar gerðar í balletttíma nú og fyrir 50 árum, bæði hér og um allan heim. En við skulum ekki blanda saman þjálfun fyrir atvinnu- eða afreksfólk og almennri líkamsrækt sem allir geta stundað til að byggja upp og viðhalda líkamlegri getu sinni til að taka þátt í lífinu af fullum krafti sem allra lengst. Það eru lífsgæði sem allir hljóta að óska sér. Þarna eru markmiðin önnur; þú ætlar ekki að sigra heiminn heldur sjálfan þig!

Að þjálfa sig til gagns en ekki ógagns

Umræðan sveiflast stundum öfganna á milli. Meira er ekki alltaf betra. Það er ekki rétt viðhorf að það sé í lagi að margtogna eða slíta vöðva af því þú ert svo dugleg í ræktinni, hvort sem er úti að hlaupa, hjóla eða hvað annað, þarna skal endurskoða aðferðafræðina, því betra er heilt en vel gróið. Það er þar með ekki sagt að það eigi ekki að taka duglega á því í ræktinni, þar höfum við kennarana sem hvetja áfram eins og við á og passa upp á að hvorki sé of né van farið. Þegar fólk er að byrja eða koma aftur eftir frí er ekkert óeðlilegt að finna fyrir strengjum og smáeymslum í kroppnum, varla hægt að komast hjá því, og er nokkuð sem enginn þarf að vera hræddur við.

Allir þurfa á líkamlegri þjálfun að halda; bæði börn og fullorðnir í okkar þjóðfélagi í dag því kyrrseta og hreyfingarleysi gerir meiri skaða en margir gera sér grein fyrir.

Sumir bera sífellt fyrir sig afsakanir um tímaleysi eða ótta við að geta þetta ekki af því að „mér er illt í bakinu eða mjöðminni“, eða „ég er ekki í stuði til að taka brjálæðislega á því núna“, eða „ég er orðin of gömul og þori ekki...“ Þetta eru þeir sem eru alltaf á leiðinni.

En þarna kemur líkamsræktin svo dásamlega sterk inn sem hinn gullni meðalvegur því hún passar öllum og það er aldrei of seint að byrja – eftir fimmtugt ætti að vera skylda að mæta! Þú þarft ekki að mæta sjö sinnum í viku; tvisvar til þrisvar er nóg, þú þarft ekki að sanna neitt, gefðu þér tíma og njóttu. Það eru alltaf einhverjir að byrja, ekki bara þú, og góð rækt getur verið svarið við stoðkerfisvandanum. Hver einasti tími gerir gagn og þeir eru margir og fölbreyttir hér hjá okkur í ræktinni og misþungir enda fyrir fólk á öllum aldri, frá 16 ára til 80+.“

Aðspurð hvenær hún hafi verið í sínu besta formi svarar hún:

,,Flestir dansarar eru í sínu besta formi eftir tvítugt. Síðan geta þeir dansað á sviði alveg til fertugs og lengur nú til dags og jafnvel lengur sem sviðslistamenn og höfundar og svo sem kennarar miklu lengur. Í mínu tilfelli er ég svo heppin að ég hef starfað við þjálfun áratugum saman og nýt góðs af þeirri þjálfun í gegnum kennsluna og er þakklát fyrir hvað líkami minn endist mér vel og lengi og þakka það að sjálfsögðu ræktinni. En hóf skal á öllu hafa og þegar ég kenndi hér áður fyrr kannski sex tíma á dag þá uppskar ég bólgin hné og dró í land, minnkaði aðeins við mig og náði aftur jafnvæginu.“

Bára er ennþá að kenna þótt hún viðurkenni að hún kenni ekki sex tíma á dag lengur.

„Já, sennilega besta starf í heimi því þetta er vinnan mín og ég hef aldrei hætt alveg, núna kenni ég bara smá og hinir sjá um rest. Hérna eru 15-20 kennarar í báðum deildum og ég meira í brúnni að stjórna skútunni. Í ræktinni æfa bara konur. Við teljum það okkar sérsvið að sjá um kvenfólkið og mér finnst það bara í lagi að þannig staður sé í boði líka. Þarfir kynjanna eru ekki þær sömu og heldur ekki smekkurinn.“

Ekki smart að drekka gos lengur

Hvað með mataræðið?

„Það hefur ýmislegt breyst frá því ég byrjaði með skólann. Hér á árum áður þótti það stöðutákn að eiga Tab í ískápnum. Í raun var enginn maður með mönnum nema eiga gos í ísskápnum. Í dag er unga fólkið okkar svo skynsamt. Það hugar að mataræðinu og það er ekki lengur töff að drekka gos. Það þykir hallærislegt að drekka gos alla daga og borða sælgæti, sem mér finnst svo flott viðhorf. Við erum að fara meira í fæði sem er einfalt, lítið unnið og hollt. En auðvitað verð ég vör við öfgar í allar áttir á þessu sviði sem öðru. Hér finnst mér einfaldleikinn bestur og ég minni aftur á hinn gullna meðalveg þegar kemur að mataræði. Ef við hugsum okkur vatn sem dæmi í þessu samhengi. Tveir lítrar af vatni á dag bæta heilsuna, en vatn er hægt að misnota eins og allt annað í þessu lífi og á tímabili tók ég eftir því að sumir fóru í öfgar með vatnið eins og svo margt annað og drukku of mikið, sem skolaði bæði vítamínum og steinefnum út úr líkamanum, sem er svo sannarlega ekki lykillinn að lausninni sem við öll erum að leita eftir í lífinu. Mér þykir gott að hafa þetta hugfast með allt í lífinu. Vatnið er gott í eðli sínu en innan eðlilegra marka. Ef við náum að tileinka okkur líf byggt á gullnu reglunni – allt er gott í hófi – föllum við síður í öfgarnar.“

Í náttúrulegu flæði

Bára tekur dæmi úr náttúrunni: „Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni er sem dæmi 60 mg á dag. Ef þú borðar eina appelsínu á morgnana færðu nákvæmlega þennan dagskammt. Sjáðu hvað náttúran er nákvæm!“ segir hún föst fyrir og málefnaleg.

„Lykillinn að góðu lífi að mínu mati er að huga bæði að líkama og sál og taka þannig ábyrgð á heilbrigði sínu. Taka ráðin í sínar hendur, finna að þú stjórnar t.d. sjálf þínu holdafari og getur haft heilmikið um það að segja hvernig þér líður, bæði líkamlega og andlega, með því hvernig þú hugar að mataræðinu og lágmarksþjálfun fyrir þína 600 vöðva. Um leið og þú sinnir þörfum líkamans hefur það jákvæð áhrif á andlegu hliðina. Auðvitað er alltaf í tísku að leika sér og hafa gaman og það hjálpar að finna hreyfingu sem þér finnst gaman að stunda. Það þarf ekki alltaf að vera það sama, en nokkuð reglulegt og ekki hætta eða taka margra ára hlé. Til að sjá fegurðina við einfaldleikann þarf að skoða öfgarnar með réttum gleraugum, þá sjáum við hvað það er fallegt að öll spendýr jarðarinnar hafa þann hæfileika að safna fitu. Og um leið og við skiljum að þetta er einn af okkar hæfileikum en ekki galli breytist viðhorfið, við getum nefnilega líka stjórnað þessu sjálf. Með því að skilja hvernig líkaminn starfar getum við stjórnað, svo einfalt er það.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

10:00 „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

05:00 Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

Í gær, 22:37 Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

Í gær, 19:00 Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

Í gær, 16:00 Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

Í gær, 12:55 Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

í gær „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

í gær „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

í gær Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

í fyrradag Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

í fyrradag Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

í fyrradag Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

18.3. Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

18.3. Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

17.3. Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

17.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

17.3. Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

17.3. „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

17.3. Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

16.3. Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »